Fréttir eftir árum

Ný frétt kl. 14:40 frá Almannavörnum

06.03.2013

Starfsmenn vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að hreinsa stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því götur í íbúahverfi.  Víkurvegur er nú orðinn fær og Reykjanesbraut til og frá Hafnarfirði sömuleiðis.  Reykjanesbraut er þó flughál og ekki verður hægt að koma því við að sanda eða salta hana fyrr en veður lægir.

Mikil umferðarteppa er á Vesturlandsvegi við Bauhaus.

Björgunarsveitir vinna ötullega við að aðstoða fólk á stofnæðum og munu sinna fólki í íbúahverfum þegar færi gefst.  Heilbrigðisstarfsfólk verður aðstoðað við að komast til vinnu við vaktaskipti nú í eftirmiðdaginn.

 Send verður tilkynning til skólayfirvalda og foreldra uppúr klukkan þrjú um það hvenær þeir megi sækja börn sín í skólana.  Þegar hefur foreldrum barna í skólum vestan Kringlumýrarbrautar verið tilkynnt að þeir megi sækja börnin ef þeir hafa góð tök á því.

Meira ...

Tilkynning til foreldra frá framkvæmdastjóra almannavarna

06.03.2013

slökkviliðiðEftirfarandi  tilkynning hefur verið send til foreldra skólabarna og starfsmanna skóla á höfuðborgarsvæðinu:

Börnin ykkar eru örugg í skólunum.  Vinsamlegast reynið ekki að komast til þess að sækja þau fyrr en lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi.

Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala við björgunarstörf.

 

Meira ...

Óveður

06.03.2013

Vont veður er nú í Mosfellsbæ og mjög blint og þungfært. Foreldrum er bent á að kynna sér viðbragðsáætlun vegna röskunar á skólastarfi sökum óveðurs, hana má finna með því að smella hér íslenskapólskaenskaspænska og tælenska.

Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2013 - 2014

04.03.2013

moslitInnritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2013-14 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Frá 08. mars til 20. mars er innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2013  og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is).

Meira ...

Frægir elda í Lágafellsskóla

04.03.2013

lagafellsskoliNæstu þrjá daga verða þemadagar í Lágafellsskóla. Þar sem þemað er Mosfellsbær. Af þessu tilefni hefur skólinn fengið til sín þrjá þekkta Mosfellinga til að velja matseðil þessa daga og munu þau koma í skólann og vera í hádeginu að skammta matinn og skemmta.

Meira ...

Mosfellsbær í 10. Sæti í Lífshlaupinu

28.02.2013

logo_lifshlaupMosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár og á nokkra verðlaunagripi í safninu. Ýmis fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa tekið þátt, og hafa grunnskólar bæjarins iðulega verið meðal efstu skólum á landinu. Í ár lentu Varmárskóli og Lágafellsskóli í 4. og 5. sæti í sínum flokki verður að teljast frábær árangur.

Meira ...

Dagur Listaskólans er laugardaginn 2. mars 2013

27.02.2013

Dagur listaskólansOpið hús  kl. 11.00 – 13.00 í Listaskólanum Háholti 14. 3ju hæð og kl. 09.50 – 12.00 hjá Skólahljómsveitinni í kjallara Varmárskóla. Komið og kynnið ykkur starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans.

Meira ...

Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU - Sjálfbærni, ákall um ábyrgð og áhuga

27.02.2013

Opið húsÁ Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 27. febrúar verður sjónum beint að sjálfbærni. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta í skólastarfi sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Meira ...

María Helga Jónsdóttir á Reykjum með burtfararprófstónleika

26.02.2013

burtfaratónleikarMaría Helga Jónsdóttir flautuleikari er að ljúka Framhaldsprófi frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Einn liður í prófinu eru burtfararprófstónleikar, sem  fara fram í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00.  Meðleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Meira ...

María Helga Jónsdóttir á Reykjum með burtfararprófstónleika

25.02.2013

burtfaratónleikarMaría Helga Jónsdóttir flautuleikari er að ljúka Framhaldsprófi frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Einn liður í prófinu eru burtfararprófstónleikar, sem fara fram í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00. Meðleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Meira ...

Síða 29 af 33