Fréttir eftir árum

Starf í Frístundaseli Varmárskóla

06.12.2013Starf í Frístundaseli Varmárskóla
Laus er staða leiðbeinanda í Frístundaselinu við Varmárskóla. Um er að ræða 40% stöðu, vinnutíminn er frá 13-16. Lágmarksaldur er 20 ár. Skilyrði er að viðkomandi hafi gaman að börnum og hafi áhuga að vinna að frístundastarfinu með þeim
Meira ...

Félagsmiðstöðin Ból 30 ára afmæli í dag

06.12.2013Félagsmiðstöðin Ból 30 ára afmæli í dag
Í tilefni þess að félagsmiðstöðin Ból á 30 ára afmæli er öllum boðið að koma og gleðjast með okkur í dag, föstudaginn 6.des., kl. 15-17. Félagsheimilið er fyrir alla unglinga sem eru í 7. - 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla og átt skemmtilegar stundir en það er alltaf eitthvað að gerast í Bólinu
Meira ...

Sýningaropnun Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur

06.12.2013Sýningaropnun Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur
Föstudaginn 6. desember kl. 17:00-19:00 verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, einkasýning Sigurrósar Svövu Ólafsdóttur undir heitinu Felumyndir. Um sýninguna segir Sigurrós:
Meira ...

Hestamannafélagið Hörður hlýtur Múrbrjótinn 2013

06.12.2013Hestamannafélagið Hörður hlýtur Múrbrjótinn 2013
Þann 3. desember á alþjóðadegi fatlaðra veitti Þroskahjálp þremur aðilum Múrbrjót, sem veittur er í viðurkenningarskyni fyrir mikilvæg verkefni sem unnin hafa verið í þágu fatlaðs fólks. Hestamannafélagið Hörður hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna.
Meira ...

Sýning í Kjarna

05.12.2013Sýning í Kjarna
Dagana 2. – 12. desember stendur yfir sýning í Kjarna frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar í tengslum við Staðardagskrá 21. Til sýnis eru gripir sem börnin hafa unnið úr notuðum hlutum eins og áldósum og endurunnum pappír.
Meira ...

Mosfellsbær vann í Útsvari

02.12.2013Mosfellsbær vann í Útsvari
Bragi, Valgarð og María stóðu sig frábærlega í Útsvarinu, föstudagskvöldið 29.nóvember síðastliðinn ! Það var mjótt á mununum þegar lið Mosfellsbæjar og Snæfellsbæjar mættust í sjónvarpssal Rúv. Bæði lið mættu hörð til leiks og réðust úrslit ekki fyrr en í blálokin. Lokatölur voru 77-73 og er Mosfellsbær þar með kominn áfram í næstu umferð. Mosfellsbær mætir Sandgerði í annarri umferð.
Meira ...

Samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit

29.11.2013Samstarfsverkefni um starfsráðgjöf og atvinnuleit
Vinnumálastofnun hefur ýtt úr vör samstarfsverkefni með sveitarfélögum í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysis-tryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið hefur fengið nafnið Stígur og markmið þess að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit sinni að atvinnu og fækka þannig í hópi þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda.
Meira ...

Ljósin tendruð á miðbæjartorginu

29.11.2013Ljósin tendruð á miðbæjartorginu
Kveikt verður á jólatré Mosfellsbæjar fyrsta laugardag í aðventu, þann 30. nóvember kl. 16:00 á Miðbæjartorginu. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar, leikskólabörn aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu og Skólakór Varmárskóla syngur. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni kíkja á okkur
Meira ...

Mosfellsbær í Útsvari

29.11.2013Mosfellsbær í Útsvari
Í kvöld kepppir Mosfellsbær á móti Snæfellsbæ í Útsvari. Bragi Páll Sigurðarson er nýr meðlimur í liði Mosfellsbæjar sem keppir fyrir hönd Mosfellsbæjar í Útsvari en Bragi Páll er meistaranemi í ritlist í HÍ. Bragi kemur inn í staðin fyrir Bjarka Bjarnason sem hefur staðið vaktina undanfarin ár með stakri prýði. Mosfellsbær þakkar Bjarka fyrir þátttökuna og býður Braga Pál velkomin í liðið. Valgarð og María sem vöktu athygli í fyrra fyrir skemmtilega og líflega framkomu gefa kost á sér áfram. Valgarð, María og Bjarki komu Mosfellsbæ áfram í aðra umferð í fyrra sem gefur Mosfellsbæ sæti í keppninni í ár en vegna mikils áhuga minni sveitarfélaga á að taka þátt verður keppnistilhöguninni breytt.
Meira ...

Útboð - tilboð í vátryggingar fyrir Mosfellsbæ

28.11.2013
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í vátryggingar fyrir Mosfellsbæ
Meira ...

Síða 3 af 33