Fréttir eftir árum

Mosfellsbær og Míla skrifa undir viljayfirlýsingu um háhraðatengingu

25.02.2013

Ljósnetsuppbygging hefst í vorLjósnetsuppbygging hefst í vor. Mosfellsbær og fjarskiptafyrirtækið Míla ehf. hafa gert með sér samkomulag um að Míla muni hefja uppbyggingu á ljósneti í Mosfellsbæ á vormánuðum 2013. Uppbygging á ljósneti í bæjarfélaginu gefur öllum þjónustuaðilum á fjarskiptamarkaði tækifæri á að auka framboð sitt hvort sem það er á sviði sjónvarps- eða internetþjónustu.

Meira ...

Styrktarball í Hlégarði haldið af ungmennum - Frábært framtak

22.02.2013

Styrktarball í Hlégarði

Styrktarball var haldið í Hlégarði 21.febrúar og gekk vonum framar. Safnað var fyrir Barnaspítala Hringsins en Andri Haraldsson er forsprakki söfnunarinnar ásamt vinum sínum. Þeir félagar héldu ballið í samstarfi við Bólið félagsmiðstöð unglinga í Mosfellsbænum. Þar komu fram Steindri Jr, Haffi Haff og Bent úr ...

Meira ...

Mosfellingar orðnir 9000

22.02.2013

Mosfellingar orðnir 9000Edward Leví Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 15. janúar 2013 og þar með eru íbúar Mosfellsbæjar orðnir 9000 talsins. Hann er sonur Ingunnar Stefánsdóttur leikskólakennara á Reykjakoti og Einars Hreins Ólafssonar starfsmanns á Reykjalundi og á eina systur og tvo bræður. Edward Leví fæddist heima hjá sér í Reykjabyggð og getur því með sanni kallast innfæddur Mosfellingur.

Meira ...

Mosfellingar ánægðir með bæinn sinn

21.02.2013

capacent 2012Fyrirtækið Capacent gerði þjónustukönnun meðal sveitarfélaga október og nóvember árið 2012. Þar voru íbúar Mosfellsbæjar beðnir að meta hversu ánægðir þeir væru með Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Skemmst er frá því að segja að yfir 93% kváðust vera ánægðir. Mosfellsbær er samkvæmt þessu í öðru sæti af 16 stærstu sveitarfélögunum landsins. 

Meira ...

Útboð – Tímavinnugjald

21.02.2013

moslitMosfellsbær óskar eftir tilboði í tímavinnugjald iðnaðarmanna í eftirtöldum iðngreinum:Trésmíði, málun, pípulögn, raflögn, dúkalögn, blikksmíði og stálsmíði. Útboðsgögn verða afhent á geisladisk í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 26. febrúar eftir kl: 10:00.

Meira ...

Fræðslusamstarf á höfuðborgarsvæðinu

20.02.2013

SSHfraedslaHI20130129_mynd13Á vormisseri 2013 fara fram þrír fræðslufundir sem ætlaðir eru grunnskólakennurum og skólastjórnendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fræðsluverkefnið er afrakstur samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skólamál í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ.

Meira ...

Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna

19.02.2013
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir. Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn.
Meira ...

Flottir Mosfellingar

18.02.2013

Hreindís, Gunnar, Jógvan og StefaníaMosfellingurinn Gunnar Helgi Guðjónsson bar sigur úr bítum í MasterChef-keppninni og er því fyrsti meistarakokkur Íslands í MasterChef. Einnig áttum við þrjá fulltrúa í LOKA úrslitum i Eurovision 2013, þau Hreindísi Ylfu, Jógvan og Stefaníu ....já, það er gott að búa í Mosó !

Meira ...

Mosfellsbær tekur þátt í atvinnuátaki

14.02.2013

Mosfellsbær tekur þátt í atvinnuátakiMosfellsbær og velferðarráðuneytið hafa undirritað samning um verkefnið Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins tímabilið 1. september 2012 til 31. desember 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. 

Meira ...

Opin vika í Listaskólanum 18. - 22. febrúar 2013

14.02.2013

Vikuna 18. - 22. febrúar er opin vika í Listaskólanum. Þá halda nemendur tónleika í öllum grunnskólum bæjarins og auk þess eina tónleika í Listasal Mosfellsbæjar. Fernir tónleikar verða í Lágafellsskóla á mánudag, fimm tónleikar í Varmárskóla á fimmtudag og einir tónleikar í Krikaskóla á föstudag.

Meira ...

Síða 30 af 33