Fréttir eftir árum

Líf og fjör var í Kjarna á öskudaginn :)

13.02.2013

öskudagur 2013Líf og fjör var í Kjarnanum að Þverholti 2 á öskudaginn þar sem börn sungu og fengu gott fyrir. Skemmtilegar myndir voru teknar af krökkunum og má finna þær á facebooksíðu Mosfellsbæjar.

Meira ...

112 - dagurinn

11.02.2013

112Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vill vekja athygli á að í dag þann 11. febrúar er 112 - dagurinn haldinn í fjölmörgum Evrópulöndum. Að þessu sinni er sjónum beint að getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst. Einnig að vekja athygli almennings á að 112 er ekki bara neyðarnúmerið hér heima heldur einnig í löndum Evrópu. 

Meira ...

Skyndihjálp í Kjarnanum

08.02.2013

RKI skyndihjalpÍ tilefni af 112-deginum verða sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Rauða krossins með sýningu og kennslu í endurlífgun í Kjarnanum mánudaginn 11. febrúar kl. 17:30-18:30. Allir geta lent í því að koma á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega og því mikilvægt að vita hvernig á að bregðast við slíkum aðstæðum og geta veitt fyrstu aðstoð. Mosfellingar eru hvattir

Meira ...

Opnun sýningar ,,Grow Lucky" í Listasal

07.02.2013

Grow Lucky_minni9. febrúar opnaði Irene Ósk Bermudez sýningu sína ,,Grow Lucky"  í Listasal Mosfellsbæjar. Irene Ósk Bermudez vinnur myndbandsverk, skúlptúra, hljóðverk og teikningar auk innsetninga þar sem hún tvinnar saman þessa miðla.

Meira ...

Gljúfrasteinn á safnanótt

07.02.2013

gljúfrasteinn1Aðgangur að Gljúfrasteini á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Opið verður um kvöldið frá 19-23. Kl. 21.00 mun tónlistarmaðurinn Pétur Ben halda tónleika í stofunni.  Pétur Ben vakti fyrst athygli fyrir samstarf sitt við Mugison en hann m.a. samdi og útsetti lög á plötu hans, Mugimama Is This Monkeymusic? frá árinu 2004. Pétur hefur komið víða við á sínum ferli en hann samdi m.a. tónlistina í kvikmyndum Ragnars Bragasonar, Börn og Foreldrar og hefur einnig samið og útsett tónlist fyrir leikhús, m.a. annars í samstarfi við Nick Cave.  Fyrsta platan hans, Wine For My Weakness kom út árið 2006 og er talin sérlega vel heppnuð frumraun en Pétur fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir hana. Pétur hefur undanfarin ár unnið með fjölda tónlistarmanna bæði sem samverkamaður og upptökustjóri en árið 2012 leit önnur sólóplata hans dagsins ljós: God’s Lonely Man.

Meira ...

Lífshlaupið er byrjað

06.02.2013

logo_lifshlaupHægt er að fylgjast með liðum í Mosfellsbæ á síðunni www.lifshlaupid.is. Nú þegar hafa skráð sig til leiks nokkur lið á bæjarskrifstofunni og bæði starfsfólk og nemendur Lágafellsskóla taka virkan þátt. Mosfellsbær hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að skrá sig og vera með í þessu frábæra átaki sem fellur svo vel að markmiðum okkar um að verða heilsueflandi samfélag.

Meira ...

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2013

01.02.2013

moslitMenningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni  vegna listviðburða og menningarmála árið 2013.  Hér undir falla áður árviss fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.

Meira ...

Félagsstarf eldri borgara að hefjast

30.01.2013

eldriborgararSíðsumarferð verður farin föstudaginn 16. september og liggur leiðin  til Krísuvíkur.  Ekið um Sveifluháls meðfram Kleifarvatni og  komið m.a. til Herdísarvíkur og Strandakirkju og síðan farið sem leið liggur til Hveragerðis. Eftir stutt stopp þar verður ekið til Stokkseyrar og farið á veitingastaðinn Við fjöruborðið, en þar er fyrirhugað að snæða humarsúpu að hætti hússins.

Meira ...

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2013

25.01.2013

Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2013. Hér undir falla fjárframlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum.

Meira ...

Íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar 2012

25.01.2013

Úrslit um kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012

Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2012 er knattspyrnumaðurinn Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban og íþróttakona Mosfellsbæjar árið 2012 er Lára Kristín Pedersen. Mosfellsbær óskar þessum glæsilegu fulltrúum sínum innilega til hamingju með titlana.

 

 

 

 

 

Meira ...

Síða 31 af 33