Fréttir eftir árum

Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

23.01.2013

opið hús í janúar"Það verður tamast sem í æskunni nemur". Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 30. janúar verður sjónum beint að heilbrigði og velferð og hversu mikilvægt það er að þessir grundvallarþættir endurspeglist í uppeldi barna. Skólaskrifstofan hefur fengið til liðs við sig sérfræðing á sviði lýðheilsu; lýðheilsufræðinginn, kennarann og tvíburamömmuna Ólöfu Kristínu Sívertsen.

Meira ...

Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012

23.01.2013

Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2011Fimmtudaginn 24. janúar nk. kl.19:00 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2012  Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2012 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.

Meira ...

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ

21.01.2013

Heilsueflandi samfélag í MosfellsbæMosfellsbær, Embætti landlæknis og Heilsuvin hafa gert með sér samkomulag um að ráðast í verkefnið heilsueflandi samfélag.  Mosfellsbær mun verða fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir slíkt verkefni. Heilsueflandi samfélag er að hluta til byggt á erlendum fyrirmyndum sem nefnast „Healthy cities“ sem fyrirfinnast aðallega í Evrópu og „Healthy communities“ sem er að finna aðallega í Kanada en einnig í Bandaríkjunum.

Meira ...

Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ um álagningu fasteignagjalda

21.01.2013

álagningarseðlarÁlagning fasteignagjalda 2013 hefur farið fram. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í  bönkum. Einnig er hægt að greiða með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega í íbúagátt Mosfellsbæjar eða í Þjónustuveri. Nánari upplýsingar.

Meira ...

Kynningarfundur fyrir íbúa Mosfellsbæjar

16.01.2013

HeilsuklasiFimmtudaginn 17.janúar var haldinn kynningarfundur í Krikaskóla um samstarfsverkefnið "Heilsueflandi samfélag" Fulltrúar frá Embætti Landlæknis og Heilsuvin kynntu  verkefnið "Heilsueflandi samfélag" sem Mosfellbær hefur ákveðið að ráðast í samvinnu við.

Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012

16.01.2013

VinningshafarEftirfarandi aðilar fengu Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu  Mosfellsbæjar 2012 og peningastyrk upp á 300 þúsund krónur: Tanja Wohlrab-Ryan fyrir verkefnið Samfélagslegt gróðurhús, Anna Ólöf Sveinbjarnardóttir og Ragnar Þór Ólason fyrir AR hönnun, IceWind ehf – Sæþór Ásgeirsson og Ásgeir Sverrisson fyrir Vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður

Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning afhent í Listasal

14.01.2013

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning  afhent á morgunÞróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012 var afhent í Listasal Mosfellsbæjar  þriðjudaginn 15.janúar klukkan 16.00. Þróunar- og ferðamálanefnd hefur nú, í fyrsta skipti, gert tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd. Nefndin auglýsti í haust eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu. Afhentir verða þrír styrkir að fjárhæð 300 þúsund krónur hver. Til stendur að veita slíka styrki árlega.

Meira ...

Greta Salóme valin Mosfellingur ársins

11.01.2013

reta Salóme valin Mosfellingur ársinsSöngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins. Árið 2012 var sannkölluð rússíbanareið hjá Gretu Salóme frá því að hún sigraði forkeppni Eurovision hér heima í febrúar með laginu Mundu eftir mér. Greta samdi lagið og textann sjálf og flutti það ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni. Greta og Jónsi sungu sigurlagið á stóra sviðinu í Baku í Aserbaídsjan og komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision.

Meira ...

Mosfellingurinn Sigurður Thorlacius með burtfararprófstónleika

10.01.2013

Mosfellingurinn Sigurður Thorlacius með burtfararprófstónleika

Sigurður Thorlacius fæddist 30. júní 1990. Hann lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2010 og stefnir að því að ljúka BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands í vor. Sigurður hefur numið píanóleik hjá Ólafi Elíassyni frá 2007 í Listaskóla Mosfellsbæjar

Meira ...

Hálka – sandur í Þjónustustöð

09.01.2013Hálka – sandur í Þjónustustöð
Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum. Mikilvægt er að bæjarbúar séu meðvitaðir um þá hættu sem skapast geti við aðstæður sem slíkar og bregðist við henni.Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum.
Meira ...

Síða 32 af 33