Fréttir eftir árum

Nýr hjólreiðastígur sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar

23.11.2013Nýr hjólreiðastígur sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar
Skrifað var undir samning milli Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um lagningu hjólreiðastígs frá Litlaskógi (Hlíðartúni) og að Brúarlandi.Um er að ræða rúmlega tveggja 2 km langan kafla af 3 m breiðum hjólreiðastígs sem liggja mun norðan Vesturlandsvegar. Framkvæmdin verður í umsjón Mosfellsbæjar og verður hún boðin út á næstu vikum. Gert er ráð fyrir verklokum um mitt ár 2015.
Meira ...

Opið hús í kvöld - Feimni, hlédrægni eða félagsfælni

22.11.2013
Opið hús Feimni hlédrægni eða félagsfælniÍ kvöld, miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 20.00 er komið að öðru opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Að þessu sinni munu Hrund Þrándardóttir og Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingar á Stofunni, sálfræðiþjónustu, fjalla um feimni, hlédrægni og félagsfælni.
Meira ...

Óbreyttar gjaldskrár í skólum í Mosfellsbæ

21.11.2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðunnar sem nemur um 28 mkr. Áætlaðar tekjur eru 7.379 mkr. Veltufé frá rekstri eru um 10%. Bæjarstjórn tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að tillögu bæjarstjóra að hækka ekki gjaldskrár skóla um áramót. Þetta er meðal annars gert til að sporna við hækkandi verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum.
Meira ...

Hjálpastofnanir gera góða hluti

20.11.2013
Styrkir og samstarf. Hjálparstarf um allt land á í samstarfi við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og sem þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar.
Meira ...

Rugldagur á Huldubergi

19.11.2013
Föstudaginn 1. nóvember s.l. hélt leikskólinn Hulduberg upp á 14 ára afmæli leikskólans. Af því tilefni fengu börnin að ráða klæðnaði þennan dag og voru þau ýmist í búningum, náttfötum, sparifötum eða leikskólafötum. Einnig var rugldagur en þá máttu börnin fara á milli deilda/svæða og velja sér leikefni og fengu þeir sem vildu andlitsmálingu. Helgi kom líka með gítarinn og söng með börnunum eins og alltaf á föstudögum og í nónhressingu var afmæliskaka á borðum. Börnin voru ánægð með daginn og allir skemmtu sér vel.
Meira ...

FMOS flytur í glæsilegt nýtt hús í desember

18.11.2013
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (FMOS) flytur í nýtt skólahúsnæði í desember. Skólinn hefur verið í bráðabirgðahúsnæði í Brúarlandi frá stofnun árið 2009. Undanfarin tvö ár hafa þrengslin verið mjög mikil því um 250 nemendur stunda nám í skólanum, en nú er stutt í að það breytist þegar skólinn fer úr um það bil 700 fermetrum í um 4000 fermetra í nýja húsinu eftir nokkrar vikur. Það þýðir að hægt verður að byrja að fjölga nemendum frá og með áramótum, en áætlað er að nýja skólahúsið fyllist á næstu misserum, en það rúmar um 500 nemendur.
Meira ...

Leikskólasamstarf

18.11.2013
Varmárskóli hefur að undanförnu verið í leikskólasamstarfi við leikskóla bæjarins. Skiptidagar hafa verið í skólanum þar sem nemendur í Varmárskóla fara í heimsókn í leikskólana. Að auki koma leikskólabörnin einn skóladag í Varmárskóla eftir hádegi og fá kynningu á skólanum. 1.-HLB fór í heimsókn á Hlaðhamra 8. október og elstu börnin af Hlaðhömrum voru með í kennslustund í 1. – HLB.
Meira ...

Skólaþing í kvöld þriðjudaginn 26.nóvember

15.11.2013
Minnum á að haldið verður skólaþing í kvöld, þriðjudaginn 26.nóvember, kl. 19:30-22:00 í Lágafellsskóla til að ræða skýrslu sem gerð hefur verið um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ og þá álitaþætti sem fram koma í skýrslunni um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ þar sem óskað er eftir ábendingum frá íbúum. Teknir hafa verið saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf. Fræðslunefnd hefur lagt mikla áherslu á samráðsferli vegna þeirra ákvarðana sem þarf að taka um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ. Skýrslan hefur verið send hverri skólastofnun og foreldraráðum ásamt því að vera birt á heimasíðu Mosfellsbæjar og er óskað eftir ábendingum við framlagðar tillögur sem fram koma í skýrslunni.
Meira ...

Hollvinasamtök stofnuð

14.11.2013Hollvinasamtök stofnuð
Stofnfundur vel sótturStofnfundur hollvinasamtaka Reykjalundar var haldinn laugardaginn 2. nóvember á Reykjalundi. Mæting á fundinn var afar góð eða rétt um 200 manns. Samkomusalurinn var því þétt setinn og þurftu sumir að standa. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fundarstjóri og stýrði samkomunni af röggsemi. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar flutti ávarp og Birgir Gunnarsson kynnti starfsemi Reykjalundar. Lög voru samþykkt fyrir samtökin og kosið í stjórn.
Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar veittar

14.11.2013
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent í annað sinn þann 13. nóvember í Listasalnum. Einar Grétarsson hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Neðanjarðar sem er listaverk úr jarðlögum og þær Sigrún Jensdóttir og Ingibjörg B. Ingólfsdóttir (S.jens) fyrir Spilalist sem er meðal annars App fyrir lesblinda. Margar áhugaverðar umsóknir bárust. Þróunar- og ferðamálanefnd auglýsti eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu.
Meira ...

Síða 4 af 33