Fréttir eftir árum

Vel heppnað bókmenntakvöld

14.11.2013
Árlegt bókmenntakvöld Bókasafns Mosfellsbæjar var í gærkvöldi, 13. nóvember. Alls lögðu um 260 manns leið sína í safnið af þessu tilefni. Páll Helgason lék á flygilinn þar til dagskrá hófst. Rithöfundarnir sem kynntu nýjar bækur sínar voru: Bjarki Bjarnason, Edda Andrésdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Vigdís Grímsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrði umræðunum líkt og undanfarin ár. Rithöfundar og stjórnandi léku á alls oddi og mikil gleði ríkti meðal gesta.
Meira ...

Basar á laugardaginn

14.11.2013
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ heldur sinn árlega basar laugardaginn 16. nóv. kl 13:30 á Eirhömrum. Einnig verður kirkjukórinn með kaffisölu og sýningar á tréverkum og málverkum verða á staðnum. Kór eldri borgara Vorboðinn tekur nokkur lög. Eins og áður rennur allur ágóðinn beint til þeirra sem minna mega sín hér í Mosfellsbæ. Komum og styðjum gott málefni og kaupum handgerða og glæsilega muni fyrir sanngjarnt verð. Allir hjartanlega velkomnir.
Meira ...

Áfangasigur fyrir íbúasamtökin

14.11.2013
Íbúasamtök Leirvogstungu fagna því að urðun verði hætt. Nú hefur verið gert samkomulag um að urðun verði hætt á Álfsnesi á næstu árum og komið verði fyrir gas- og jarðgerðarstöð á næstu 2-3 árum. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Mosfellinga, ekki síst íbúa í Leirvogstungu en þar starfa öflug íbúasamtök sem barist hafa hetjulega fyrir þessum stóra áfanga...
Meira ...

Nemendur úr Varmár- & Lágafellsskóla með upplestur á Degi íslenskrar tungu

13.11.2013
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á Gljúfrasteini sem er að þessu sinni helgaður börnum. Nemendur úr Lágafellsskóla, sem tóku þátt í upplestrarkeppninni „Laxnessinn“ sem haldin er árlega á afmælisdegi Halldórs Laxness 23. apríl ásamt nemendum úr Varmárskóla, sem tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni lesa upp kl.16:00. Auk þeirra munu tveir barnabókarithöfundar koma fram. Boðið verður upp á upplestur kl. 16
Meira ...

Bæjarráð heimsækir stofnanir

08.11.2013
Síðustu tvo daga hafa kjörnir fulltrúar í bæjarráði gert víðreist og farið í árlega heimsókn sína í stofnanir bæjarins. Forstöðumenn í grunnskólum, leikskólum, íþróttamiðstöðvum, áhaldahúsi og bókasafni svo eitthvað sé nefnt hafa tekið vel á móti fulltrúunum. Farið var yfir reksturinn almenn
Meira ...

Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014

07.11.2013Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi fyrir A og B hluta á næsta ári. Gengið var út frá því við gerð fjárhagsáætlunar að þjónustustig héldist óbreytt, áætlun launa miðast við gildandi kjarasamninga og annar kostnaður miðast við verðlag og gildandi samninga.
Meira ...

Framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ - óskað eftir ábendingum frá íbúum

07.11.2013
Mosfellsbær er tvö grunnskólahverfi. Lágafellsskóli er á vestursvæði, en Varmárskóli og Krikaskóli á austursvæði. Varmárskóli og Lágafellsskóli teljast stórir grunnskólar á landsvísu. Fjölgun heldur áfram í Mosfellsbæ og því er viðbúið að á næstu misserum verði nemendafjöldi þeirra slík að hagræði stærðarinnar eigi ekki lengur við vegna þess að bæta þarf við viðbótarrými m.a. til almennrar kennslu, sérgreinakennslu og annarra stoðrýma. Bæjarstjórn, að tillögu fræðslunefndar, hefur tekið þá ákvörðun um að byggja tvo aðra skóla í bænum á komandi árum. Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ, þar sem teknir eru saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf.
Meira ...

Reykjahverfið - gatnagerð

07.11.2013
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð í Reykjahverfi (Reykjahvoll) í Mosfellsbæ. Um er að ræða jarðvinnu, holræsalagnir, vatns- og hitaveitulagnir auk lagningu strengja og ídráttarröra. Verklok 1.maí 2014
Meira ...

7. KÁ í Varmárskóla tekur þátt í verkefninu „Komum heiminum í lag“

07.11.2013
Tæknin nýtt - Hitta vinabekkinn á Skype. Varmárskóli er annar tveggja skóla á landinu sem í haust hafa tekið þátt í verkefninu „Komum heiminum í lag“. Nemendur í 7. KÁ hafa ásamt Kristínu Ástu Ólafsdóttur, umsjónarkennara sínum, unnið að verkefni með vinabekknum sínum í Kariobangi skólanum í Nairobi í Keníu í samstarfi við ABC barnahjálp. Krakkarnir bjuggu til spurningar til að leggja fyrir kenísku krakkana ásamt því að svara spurningum sem brunnu á þeim á móti. Einnig bjuggu krakkarnir til veggspjöld með ýmsum fróðleiksmolum um Ísland, íslenska náttúru, snjó, áhugamál íslenskra barna og margt fleira. Krakkarnir tóku myndir og myndbönd í skólanum og fengu á móti myndir og myndbönd frá vinabekknum.
Meira ...

Grunnskólakennari í Krikaskóla

07.11.2013
Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1-9 ára og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2013-2014 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf. Krikaskóli er þróunarskóli með heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Skilyrði fyrir ráðningu í Krikaskóla er að viðkomandi hafi ánægju af börnum í öllum sínum fjölbreytileika, hafi ríka samskiptahæfni í hröðu og lifandi umhverfi skólastarfsins og eigi auðvelt með að taka ábyrgð á sjálfum sér.
Meira ...

Síða 5 af 33