Fréttir eftir árum

Lausar stöður við leikskólann Hlíð

07.11.2013
Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða annað starfsfólk óskast við leikskólann Hlíð Mosfellsbæ sem fyrst. Um er að ræða stuðning við barn svo og almennt starf á deildum. Leikskólakennaramenntun eða reynsla af uppeldisstörfum með ungum börnum æskileg.
Meira ...

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013

06.11.2013
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar verður afhent næstkomandi þriðjudag 12.nóvember. Viðurkenningin er nú afhent í annað sinn en alls bárust átta umsóknir. Afhendingin fer fram í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16.30 þar sem verður hægt að sjá og kynna sér hluta af þeim umsóknum sem bárust í ár. Allir velkomnir.
Meira ...

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

01.11.2013
Verkefnislýsing fyrir nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í ágúst 2012 með sér samning um endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Sameiginleg svæðisskipulagsnefnd leiðir verkefnið, sameiginleg stefna sveitarfélaganna um hagkvæma og sjálfbæra þróun höfuðborgarsvæðisins. Tekin hefur verið saman lýsing á því hvernig staðið verður að verkefninu. Lýsingin er forskrift að þeirri vinn
Meira ...

Fagna 50 ára afmæli Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar

31.10.2013
Sunnudaginn 3. nóvember efnir Skólahljómsveitin til 50 ára afmælistónleikanna. Tónleikarnir fara fram í Íþróttahúsinu að Varmá og hefjast kl. 14:00. Með hljómsveitinni koma fram einsöngvararnir Íris Hólm, María Ólafsdóttir, Jóhannes Freyr Baldursson og Þórunn Lárusdóttir. Einnig taka þátt félagar úr 11 af 12 kórum Mosfellsbæjar og verða því um 400 manns sem taka þátt í tónleikahaldinu. Í nýjasta Mosfelling er viðtal við Daða Þór Einarsson stjórnanda hljómsveitarinnar og Birgir D Sveinsson stofnanda hljómsveitarinnar og stjórnanda til 40 ára.
Meira ...

Urðun á Álfsnesi verður hætt innan 4-5 ára.

29.10.2013
Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur samþykkt eigendasamkomulag um meðhöndlun úrgangs og stefnt er að undirritun þess á aðalfundi samtakanna föstudaginn 25. október. Í samkomulaginu felst að reist verður gas og jarðgerðarstöð í Álfsnesi en jafnframt verður Gými lokað og urðun sorps hætt. Sú framtíðarsýn sem lögð er fram í eigendasamkomulaginu byggist á því að auka samstarf við önnur sorpsamlög með það að markmiði að Sorpa bs. hafi innan 3-5 ára aðgang að heildarlausn með jarð- og gasgerðarstöð, urðun, sem og brennslustöð.
Meira ...

Útboð - Opið svæði við leikskóla í Leirvogstungu

29.10.2013
Umhverfissvið Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í frágang á 8425 m2 opnu svæði við leikskólann í Leirvogstungu. Í frágangi felst m.a. gröftur og tilfærsla á efni, lagnin fráveitu og rafstrengja. Gera sparkvöll, körfuboltavöll og göngustíga, ásamt því að grasþekja og gróðursetja.
Meira ...

Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja

28.10.2013
Laugardaginn 26. október hélt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar samráðsfund meðal íbúa og félagasamtaka í bænum. Markmið fundarins var forgangsröðun uppbygginga mannvirkja fyrir íþrótta og tómstundastarfsemi í Mosfellsbæ. Fjölmargir mættu á fundinn úr ýmsum áttum. Gylfi Dalmann ráðgjafi stjórnaði fundinum i í samstarfi við Halldór Hallldórsson sérfræðingi í forgangsröðun opinberra verkefna.
Meira ...

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á móti þingmönnum í Hlégarði

28.10.2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á móti þingmönnum kjördæmisins í Hlégarði á morgunverðarfundi síðastliðinn fimmtudag. Kjördæmavika var á Alþingi og hana nýttu þingmennirnir m.a. til að hitta sveitarstjórnarmenn í kjördæminu. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hélt erindi fyri
Meira ...

Unnið að stórbættum aðgangi að nettenginum

28.10.2013
Míla langt komin með uppbyggingu á Ljósveitu – Verulega aukinn gagnaflutningshraðiLjósnetið. Um þessar mundir er unnið markvisst að bættum nettengingum í Mosfellsbæ. Þess vegna er jarðrask víða um bæ og starfsmenn að leggja lagnir í jörðu. Míla er langt komin með uppbyggingu á Ljósveitu. Á vormánuðum gerði Míla ehf. og Mosfellsbær með sér samkomulag um uppbyggingu á opnu aðgangsneti, Ljósveitu, í bæjarfélaginu. Vinna er nú þegar hafin í Töngum og Holtum, en auk þess er á áætlun að tengja Löndin, Ásahverfið og Skálatúnshverfið á þessu ári. Á fyrri hluta næsta árs er síðan áætlað að tengja Reykjahverfið.
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu - Reiða barnið og skapvondi unglingurinn

27.10.2013
Miðvikudaginn 30. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í vetur verður lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Á þessu fyrsta kvöldi mun Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur við Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, fjalla um reiði og skapvonsku.
Meira ...

Síða 6 af 33