Fréttir eftir árum

Áramótabrenna með hefðbundnu sniði

31.12.2014Áramótabrenna með hefðbundnu sniði
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog á sama stað og árleg þrettándabrennan. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima fyrir.
Meira ...

Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks

30.12.2014Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks
Þann 1. janúar 2015 taka gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Helstu atriði: Strætó tekur við rekstri akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra á höfuðborgarsvæðinu, utan Kópavogs. Markmið Strætó er að veita sveigjanlegri og öruggari þjónustu.Samstarf við hagsmunaaðila er lykilatriði við innleiðingu breytinganna.
Meira ...

Sandur í Þjónustumiðstöð

30.12.2014Sandur í Þjónustumiðstöð
Hjá Þjónustumiðstöð ( áhaldahúsi ) bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát).
Meira ...

SORPHIRÐA UM HÁTÍÐARNAR

30.12.2014SORPHIRÐA UM HÁTÍÐARNAR
Sorphirða almenns sorps um hátíðarnar er 31. desember og 2. janúar og tæming bláu pappírstunnunnar er 27. og 29. desember. Snjóskaflar eru víða við íbúðarhús sem gera sorphirðu erfiða. Gott er að moka frá sorptunnum til að starfsmenn í sorphirðu geti komist að tunnunum. Íbúar geta nálgast sand við þjónustustöð Mosfellsbæjar við Völuteig til að bera á stéttar og innkeyrslur til hálkuvarna.
Meira ...

Tvær verkefnislýsingar: Deiliskipulag Þingvallavegar og aðalskipulagsbreyting Selholti v. víkingabæjar

22.12.2014
Auglýstar eru til kynningar verkefnislýsingar skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir ofangreind verkefni. Ábendingar eða athugasemdir berist þjónustuveri eða skipulagsfulltrúa fyrir lok janúar.
Meira ...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

22.12.2014Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Upplýsingar um opnunartíma á Bæjarskrifstofu: 24.desember, aðfangadag er lokað, 29. desember opið frá 10:00 - 16:00, 31. desember, gamlársdag er lokað en skrifstofur opna aftur 2. janúar kl. 10:00
Meira ...

Laugabakki Mosfellsdal, tillaga að breytingu á deiliskipulagi

22.12.2014
Breytingar skv. tillögunni felast í því að landi Laugabakka, sem nú er óskipt, er skipt upp í þrjá hluta með nokkuð öðrum hætti en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Athugasemdafrestur er til 3. febrúar 2015.
Meira ...

Heitavatnslaust á og við Reykjalund

22.12.2014Heitavatnslaust á og við Reykjalund
Heitavatnslaust verður á Reykjalundi og nágrenni (gamla Reykjalundarsvæðið) frá kl. 10 í dag og fram eftir degi. Unnið er að viðgerðum.
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2014

21.12.2014Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2014
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2014 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 22. janúar 2015 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða er íbúi í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...

Snjómokstursáætlun

19.12.2014Snjómokstursáætlun
Enn á ný hefur snjóað talsvert í bænum og starfsmenn bæjarins eru í óða önn að moka götur og stíga eftir snjómokstursáætlun. Mokað er eftir forgangsáætlun og þegar búið er að moka helstu forgangsleiðir þá hefst snjómokstur í íbúagötum. Hægt að skoða forgangssnjómokstursáætlun hér fyrir Mosfellsbæ og fyrir Mosfellsdal.
Meira ...

Síða 1 af 26