Fréttir eftir árum

ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR

31.12.2015ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Meira ...

Áramótabrenna með hefðbundnu sniði

30.12.2015Áramótabrenna með hefðbundnu sniði
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Munið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð, stjörnuljós og blys eru hættuminni en flugeldar og tertur skulu geymast heima fyrir.
Meira ...

Lausar stöður við Lágafellsskóla

30.12.2015Lausar stöður við Lágafellsskóla
Umsjónarkennsla á miðstigi, 100 % starfshlutfall, tímabundin ráðning til loka skólaárs. Skólaliði, daglegur vinnutími frá kl. 07:50 –15:00. Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa við Frístundasel Lágafellsskóla.
Meira ...

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækja-kaupa fatlaðs fólks

28.12.2015Styrkir vegna námskostnaðar  og verkfæra- og tækja-kaupa fatlaðs fólks
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka mögu-leika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira ...

Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó

28.12.2015Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó
Gildir frá og með áramótum. Frá og með 1. janúar 2016 verða ekki lengur seldir farmiðar hjá vagnstjórum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er fyrst og fremst ört dvínandi eftirspurn í vögnunum og aukin áhersla á rafræn fargjöld. Farmiðar verða áfram seldir hjá tæplega 30 söluaðilum Strætó víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, gegnum heimasíðu Strætó og í Strætó appinu.
Meira ...

Mikið hefur mætt á snjó­moksturstækjum bæjarins

27.12.2015Mikið hefur mætt á snjó­moksturstækjum bæjarins
Vetur konungur hefur heldur betur látið að sér kveða í desember. Í byrjun mánaðarins kyngdi niður snjó í miklu magni á stuttum tíma. Þegar slíkar aðstæður skapast mæðir mikið á snjómoksturstækjum og þeim mannskap sem þeim stýra en Þjónustustöð Mosfellsbæjar ber ábyrgð á snjómokstri í bænum. Nýverið voru settir GPS sendar í moksturstækin. Þannig er hægt að fylgjast betur með þeim svæðum sem búið er að ryðja.
Meira ...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

23.12.2015Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Sjá má nánar um opnunartíma stofnanna yfir hátíðirnar hér
Meira ...

Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa

22.12.2015Verkefnislýsing, aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag vegna orlofshúsa
Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga fyrir fyrirhugaða skipulagsvinnu vegna orlofshúsa sunnan Hafravatns til þjónustu fyrir ferðamenn.
Meira ...

Laust starf í Þjónustustöð

22.12.2015Laust starf í Þjónustustöð
Laust er til umsóknar starf almenns starfsmanns í Þjónustustöð Mosfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða. Þjónustustöð Mosfellsbæjar sér um alla almenna þjónustu við bæjarbúa á sviði umhverfismála, svo sem snjóruðning, viðhald og rekstur gatna, holræsa, veitna, umferðarmannvirkja og opinna svæða. Þjónustustöð annast einnig viðhald á fasteignum bæjarins.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausa stöðu.

21.12.2015Leikskólinn Hulduberg auglýsir lausa stöðu.
Staða leikskólakennara. Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ auglýsir lausa stöðu. Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 120 börn á aldrinum 2-4 ára og er aldursblöndun á öllum deildum. Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Síða 1 af 33