Fréttir eftir árum

Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

16.12.2015Útskriftarhátíð í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ verður haldin föstudaginn 18. desember 2015 og hefst athöfnin kl. 14:00 Allir velunnarar skólans eru velkomnir á útskriftarhátíðina.
Meira ...

Hálkuvarnir

15.12.2015Hálkuvarnir
Hálka er nú mjög víða nú á höfuðborgarsvæðinu þar sem snöggfryst hefur snemma í morgunsárið. Hvetjum við alla til að fara varlega. Hjá Þjónustumiðstöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Unnið er að söltun og söndun stofnstíga, göngu- og hjólastíga í dag
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015

14.12.2015Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Hægt er að senda útnefningar á mos@mos.is fyrir 18. desember. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...

Jólatráasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

11.12.2015Jólatráasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður haldin í Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá 10. - 23. desember, kl. 10-16 um helgar en 12-17 virka daga. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum ef óskað er. Hægt er að fara í skóginn og saga sjálfur tré en einnig verða til söguð tré á staðnum. Jólasveinar verða í skóginum helgina 12.-13. desember og helgina 19. – 20. desember.
Meira ...

Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna

10.12.2015Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna
Í Mosfellskirkju í kvöld, fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00. Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna hafa verið sérstakur tónlistarviðburður í menningarlífi Mosfellsbæjar í tvo áratugi. Á tónleikunum hafa frá upphafi verið frumfluttar umskriftir á klassískum verkum fyrir blásarasextett og sópran, en þetta er ekki algeng samsetning hljóðfæra og radda. Margir Mosfellingar og gestir hafa árvisst sótt litlu sveitakirkjuna í Mosfellsdal heim af þessu tilefni, enda eru tónleikar í Mosfellskirkju á jólaföstu orðnir ómissandi hluti af undirbúningi fyrir helgihald jóla.
Meira ...

Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.

10.12.2015Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla.
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla sunnudaginn 13. desember klukkan 17:00. Börn og unglingar á aldrinum 8 – 16 ára flytja fjölbreytt úrval jólalaga. Ásdís Arnalds syngur einsöng með kórnum. Hátíðleg stund á aðventunni.
Meira ...

Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness

08.12.2015Gjöf til barna landsins í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness
Verið velkomin í Varmárskóla í Mosfellsbæ hinn 10. desember 2015 kl. 13.00. Þann dag eru liðin 60 ár frá því Halldór Laxness veitti Nóbelsverðlaununum viðtöku. Af því tilefni mun Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands færa börnum landsins dagskrána "Þegar lífið knýr dyra – um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness" að gjöf fyrir hönd Gljúfrasteins og Radda – samtaka um vandaðan upplestur og framsögn.
Meira ...

Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below

08.12.2015Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag - English below
Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks. Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann. Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00

07.12.2015Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.00 í dag. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.
Meira ...

Reykjavik: Don't leave the house after 5 pm

07.12.2015Reykjavik: Don't leave the house after 5 pm
The Civil Protection in Iceland has issued a statement warning people in South Iceland to stay put after 12 noon and people in Reykjavik and all other parts of Iceland to stay put after 5 pm this afternoon. The magnitude of the approaching storm is so great that such conditions occur only every 10 to 20 years, reports The Iceland Civil Protection.
Meira ...

Síða 2 af 33