Fréttir eftir árum

Röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu

07.12.2015Röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu
Vegna veðurs verður röskun á ferðaþjónustu, heimaþjónustu og matarþjónustu í Mosfellsbæ sem og annarsstaðar. Samkvæmt Ferðaþjónusta fatlaðra verður ekki tekið á móti pöntunum á ferðum sem er ætlað að fara eftir kl 14:00 í dag og er stefnt á að ná öllum farþegum heim fyrir kl 16:30 í dag. Mælst er til þess að farþegar sem eiga pantaðar ferðir eftir þann tíma að hafa samband við þjónustuver til að breyta ferðum eða afpanta í vefþjónustu akstursþjónustunnar. Það sama á við um akstursþjónustu aldraðra.
Meira ...

Ráðstafanir vegna óveðurs

07.12.2015Ráðstafanir vegna óveðurs
Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra er ekki ráðlegt að vera á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan 17:00 í dag. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna. Nánari upplýsingar um þjónustu Mosfellsbæjar verða hér á heimasíðunni og eins má sjá upplýsingar um veðrið á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is og í upplýsingasíma 1777 og 1779 og á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is.
Meira ...

Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015

04.12.2015Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2015
Á næstunni er mikið um að vera í Listaskólanum. Jólatónleikar Listaskólans í desember eru 15 talsins. Dagskráin er með ansi fjölbreyttu sniði og fara fram víða í sveitarfélaginu. Hér má sjá dagskrá næstu daga. Allir hjartanlega velkomnir.
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015

04.12.2015Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2015
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2015 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...

Fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun samþykkt í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar

03.12.2015Fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun samþykkt í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ásamt þriggja ára áætlun. Heildartekjur á næsta ári eru áætlaðar rúmlega sjö milljarðar og veltufé frá rekstri er áætlað um 10% af heildartekjum. Leikskólagjöld munu ekki hækka á árinu 2016 en gert er ráð fyrir að aðrar gjaldskrár hækki í takt við verðlag. Þó munu gjaldskrár mötuneyta skóla og í frístund ekki hækka fyrr en næsta haust. Systkinaafsláttur verður reiknaður á frístundaávísanir þannig að barnmargar fjölskyldur njóta góðs af.
Meira ...

Snjómokstur í Mosfellsbæ

02.12.2015Snjómokstur í Mosfellsbæ
Þjónustustöð Mosfellsbæjar hefur umsjón með snjómokstri í Mosfellsbæ. Undanfarna daga hefur verið mikið álag á starfsmenn og tæki í snjómokstri, enda hefur miklum snjó kyngt niður á stuttum tíma. Mokstur er í fullum gangi og er unnið dag og nótt.
Meira ...

Óveðursáætlun vegna veðurs sem gæti raskað skólastarfi

01.12.2015Óveðursáætlun vegna veðurs sem gæti raskað skólastarfi
Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið í dag þriðjudaginn 1. desember bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast til og frá skóla. Grunnskólar verða opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar eru á vef Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Meira ...

Deildarstjóri - Lágafellsskóli

30.11.2015Deildarstjóri - Lágafellsskóli
Deildarstjóri óskast í stjórnendateymi skólans. Meginverkefni viðkomandi er þátttaka í þriggja manna stjórnunarteymi í Höfðabergi sem er útibú frá Lágafellsskóla. Viðkomandi er einnig í stjórnendateymi skólans. Í Höfðabergi eru 190 börn í þremur 5 ára deildum leikskóla ásamt 1. og 2. bekk grunnskóla. Markvisst samstarf er milli árganganna þriggja. Höfðaberg er staðsett við Æðarhöfða í Mosfellsbæ.
Meira ...

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar

26.11.2015Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 28. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar á torginu nokkur hátíðleg lög í anda jólanna. Leikskólabörn koma og aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu. Skólakór Varmárskóla syngur fyrir gesti og gangandi.
Meira ...

Leiksvæði við Víðiteig

26.11.2015Leiksvæði við Víðiteig
Hafnar eru breytingar og endurnýjun á leiksvæði við Víðiteig. Verkefninu er skipt niður í þrjá áfanga. Í þessum fyrsta áfanga verður gróður á svæðinu fjarlægður. Annar áfangi verkefnisins felst í því að drena svæðið ásamt því að fjarlægja ónýtan stíg innan svæðisins. Þriðji og síðasti áfangi verður með vorinu og fellst hann í uppbyggingu á svæðinu með nýjum leiktækjum og gróðri. Samkvæmt skipulagi er þetta svæði skipulagt sem opið leiksvæði og er áætlun um að halda því sem slíku.
Meira ...

Síða 3 af 33