Fréttir eftir árum

ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR

12.01.2015ALMENNAR OG SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum,
Meira ...

Jóhanna valin Mosfellingur ársins

08.01.2015Jóhanna valin Mosfellingur ársins
Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, fyrsti sigurvegari Biggest Loser á Íslandi, hefur verið valin Mosfellingur ársins 2014. „Það hefur orðið kúvending í mínu lífi og árið 2014 var vægast sagt viðburðaríkt. Ég fór að hugsa um heilsuna og setti sjálfa mig í fyrsta sætið. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég skráði mig í The Biggest Loser og ætlaði mér frá byrjun að vinna þetta,“ segir Jóhanna í viðtali við Mosfelling.
Meira ...

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2014

08.01.2015Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2014
Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2014. Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2014. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni
Meira ...

FORELDRANÁMSKEIÐ - Ertu að verða foreldri ? Næsta námskeið 21. janúar

06.01.2015FORELDRANÁMSKEIÐ - Ertu að verða foreldri ? Næsta námskeið 21. janúar
Fjölskyldu- og fræðslusvið hefur ákveðið að að styrkja foreldra í nýju hlutverki og bjóða styrk í eflandi foreldranámskeið sem auðveldar og undirbýr verðandi foreldra fyrir breytingar sem verða í parasambandinu við að eignast barn. Næsta námskeið er haldið 21. janúar. Námskeiðið hefur verið vel sótt, foreldrar ánægðir og flestir telja sig færari við uppeldið eftir námskeiðið en áður. Tilgangur verkefnisins Ertu að verða foreldri? er einkum að rétta foreldrum hjálparhönd í nýju hlutverki og styrkja sem best foreldra í uppeldishlutverki sínu.
Meira ...

Þrettándinn haldinn laugardaginn 10. janúar

05.01.2015Þrettándinn haldinn laugardaginn 10. janúar
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 10. janúar. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 18:00. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stormsveitin sjá um tónlistina. Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill sér um glæsileg flugeldasýning. Við viljum biðja alla um að fara gætilega með eld og ekki vera að skjóta upp flugeldum eða öðru nálagt brennustað, því það getur skapað mikla hættu þar sem margt fólk kemur saman
Meira ...

Krakkarnir úr Listaskólanum senda þrettándakveðju

05.01.2015Krakkarnir úr Listaskólanum senda þrettándakveðju
Nokkrir samspilsnemendur Listaskóla Mosfellsbæjar settu saman skemmtilegt myndband þar sem þau leika jólalagið "Jólin eru að koma". Nemendurnir eru allir í hljómsveitarsamspili undir stjórn Ólafs Elíassonar, píanókennara. Hópurinn saman stendur af nemendum frá 11 til 13 ára sem hafa lagt stund á tónlistanám síðast liðin ár.
Meira ...

Mosfellsbær hirðir jólatré 7.-9. janúar

05.01.2015Mosfellsbær hirðir jólatré 7.-9. janúar
Starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu, eins og undanfarin ár, aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina með því að aka um bæinn og hirða þau jólatré sem sett hafa verið út fyrir lóðarmörk frá miðvikudeginum 7. janúar til föstudagsins 9. janúar. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu bs. við Blíðubakka án þess að greiða fyrir.
Meira ...

Laus störf við Lágafellsskóla Mosfellsbæ

02.01.2015Laus störf við Lágafellsskóla Mosfellsbæ
Vegna forfalla auglýsum við eftir bókasafnsfræðingi til starfa fram í júní. Vinnutími 08:00 – 15:00. Starfið felst í umsjón með bókasafni skólans. Einnig viljum við bæta við okkur stuðningsfulltrúa/frístundaleiðbeinanda. Meginverkefni er aðstoð við nemenda í kennslustundum, frímínútum, matartímum, í búningsklefum drengja og í frístundastarfi.
Meira ...

Síða 33 af 33