Fréttir eftir árum

Umferðarmerki í Mosfellsbæ

10.11.2015Umferðarmerki í Mosfellsbæ
Þjónustustöð vinnur að því að rétta við skilti. Mikið er um að staurar með umferðarmerkingum og götuheitum hafa skekkst td. vegna frostlyftinga. Til að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda er brýn þörf á að hafa skilti bæjarins bein og skýr. Eru þessar aðgerðir liður í að tryggja öryggi bæjarbúa og viðhalda okkar nærumhverfi.
Meira ...

Haustlaufin

10.11.2015Haustlaufin
Haustið er sá tími þegar tré og runnar fella laufin og garðar og götur fyllast af laufblöðum. Það er góð regla að athuga rennur og ræsi næst húsum og hreinsa frá þeim ef þörf er á svo ekki myndist vatnselgir við húsið.
Meira ...

Stækkun Leirvogstungu, framlengdur frestur

03.11.2015Stækkun Leirvogstungu, framlengdur frestur
Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu, stækkun hverfisins til austurs, hefur verið framlengdur til 20. nóvember.
Meira ...

Leiðir til þátttöku íbúa

03.11.2015Leiðir til þátttöku íbúa
Í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar segir að kjörnir fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar skuli fá viðeigandi þjálfun og fræðslu í lýðræðismálum. Betri Reykjavík er samráðsvettvangur á netinu þar sem íbúum borgarinnar gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir sínar um málefni er varða þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar. Efstu hugmyndir eru sendar nefndum borgarinnar til meðferðar.
Meira ...

Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó

03.11.2015Farmiðasala hættir hjá vagnstjórum Strætó
Gildir frá og með áramótum. Frá og með 1. janúar 2016 verða ekki lengur seldir farmiðar hjá vagnstjórum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er fyrst og fremst ört dvínandi eftirspurn í vögnunum og aukin áhersla á rafræn fargjöld. Farmiðar verða áfram seldir hjá tæplega 30 söluaðilum Strætó víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, gegnum heimasíðu Strætó og í Strætó appinu.
Meira ...

Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu

01.11.2015Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár.
Meira ...

Malbikun í Mosfellsbæ í dag föstudag 30. október

30.10.2015Malbikun í Mosfellsbæ í dag föstudag 30. október
Vegagerðin hefur gefið heimild til framkvæmda við viðgerð á malbiki á , Vesturlandsvegi. milli hringtorgs (Skarhólabraut) og að hringtorgi (Langatanga) sem mun eiga sér stað í dag föstudag 30. nóvember. Akrein vestur (úr Rvk) verður lokaður meðan á framkvæmdum stendur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi milli 10:00 og 13:00.
Meira ...

Stuðningsfulltrúa vantar við skólann og í útibú skólans, Höfðaberg

30.10.2015Stuðningsfulltrúa vantar við skólann og í útibú skólans, Höfðaberg
Meginverkefni er aðstoð við nemendur í leik og starfi, m.a. í búningsklefum drengja. Sérstaklega er leitað eftir karlmönnum til starfa. Vinnutími frá kl. 08:00. Möguleiki á vinnu í frístundaseli síðari hluta dags og þar með hærra starfshlutfalli . Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðan en 1.desember.
Meira ...

Rafræn samskipti vegna leikskóla

29.10.2015Rafræn samskipti vegna leikskóla
Um þessar mundir er verið að taka upp nýtt vinnulag við samskipti milli foreldra barna á leikskólaaldri við Mosfellsbæ og leikskólana í Mosfellsbæ. Um nokkurn tíma hafa íbúar sótt um leikskólavist rafrænt gegnum Íbúagátt en samningar, breytingar og uppsagnir hafa farið fram á pappír. Nú hafa allir ferlar í leikskólamálum verið færðir inn á Íbúagátt. Foreldrar munu framvegis fylla út umsókn, fá afgreiðslu umsóknar, fá senda vistunarsamninga til staðfestingar og geta sótt um breytingu á vistunartíma eða sagt uppleikskólavist gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Meira ...

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár

29.10.2015Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun. Bæjarráð vísaði áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. nóvember nk. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 8.762 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 7.927 millj. kr. og fjármagnsliðir 696 m.kr.
Meira ...

Síða 5 af 33