Fréttir eftir árum

Lausar stöður í Varmárskóla

09.12.2016Lausar stöður í Varmárskóla
Staða tónlistar- eða listakennara er laust, stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur er einnig óskað eftir í 100 % starfshlutfall. Umsóknarfrestur um öll störfin er til 27. desember 2016. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.
Meira ...

Innskráning á íbúagátt Mosfellsbæjar með íslykli eða rafrænum skilríkjum

09.12.2016Innskráning á íbúagátt Mosfellsbæjar með íslykli eða rafrænum skilríkjum
Vakin er athygli á því að nú er eingöngu hægt að skrá sig inn á Íbúagátt Mosfellsbæjar með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ekki verður hægt að nota áfram gömlu innskráningaraðferðina með kennitölu og lykilorði. Íbúar sem ekki hafa orðið sér út um rafræn skilríki eða Íslykil er bent á afla sér upplýsinga um rafræn skilríki hjá sínu símfyrirtæki (sjá http://www.skilriki.is/notendur/skilriki-i-farsima/) eða að panta sér Íslykil á https://www.island.is/islykill/.
Meira ...

Opnunartími Lágafells- og Varmárlauga um jól og áramót

09.12.2016Opnunartími Lágafells- og Varmárlauga um jól og áramót
Afgreiðslutímar um jól og áramót í sundlaugum Mosfellsbæjar má sjá hér neðar. Það er fátt betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum. Í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG
Meira ...

Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ skipta máli

07.12.2016Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ skipta máli
Mosfellsbær hefur átt samstarf við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir og greining ehf. (R&G) í um áratug. Samstarfið felst í því að bæjarfélagið kaupir niðustöður rannsókna sem fyrirtækið framkvæmir árlega meðal grunnskóla bæjarfélagsins. Þar er athygli beint að högum og líðan barnanna; stuðningi og eftirliti foreldra, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Kannað er viðhorf nemenda til náms og skóla ásamt líðan þeirra þar. Þá er fjallað um tengsl nemenda við jafnaldra, notkun þeirra á netmiðlum, lestur bóka og viðhorf þeirra til jafnréttis.
Meira ...

Skóflustunga tekin að nýjum skóla í Mosfellsbæ - mikil uppbygging í bænum

07.12.2016Skóflustunga tekin að nýjum skóla í Mosfellsbæ - mikil uppbygging í bænum
Fyrsta skóflustunga að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verður tekin miðvikudaginn 7. desember klukkan 13.00. Skóflustunguna taka væntanlegir nemendur skólans sem stunda nú nám í Brúarlandi. Þeim til halds og trausts verða bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ.
Meira ...

Laus störf við Leirvogstunguskóla

06.12.2016Laus störf við Leirvogstunguskóla
MOSFELLSBÆR auglýsir eftir leikskólakennara og öðru starfsfólki til starfa við leikskólann Leirvogstungu Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Leirvogstunguskóli er þriggja deilda nýlegur og framsækinn leikskóli með um 70 börnum á aldrinum 2-6 ára. Í leikskólanum er unnið öflugt og skemmtilegt starf þar sem kærleikur og gleði ræður ríkjum. Við vinnum eftir kennsluaðferðinni „Leikur að læra“
Meira ...

Lausar stöður á leikskólanum Hlíð

01.12.2016Lausar stöður á leikskólanum Hlíð
MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leitar eftir almennu starfsfólki/ leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Hlíð er um 80 barna leikskóli, staðsettur í friðsælu umhverfi með fallega náttúru allt um kring. Hlíð er „skóli á grænni grein“ Áherslur í starf leikskólans eru vinátta, jákvæð samskipti og skapandi hugsun. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi

01.12.2016Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi
MOSFELLSBÆR auglýsir stöðu leikskólakennara með deildarstjórn og leikskólakennara og/ eða leiðbeinanda til starfa á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Nýtt símkerfi á bæjarskrifstofum

01.12.2016Nýtt símkerfi á bæjarskrifstofum
Þessa dagana er unnið að því að tengja nýtt símkerfi á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Markmið með innleiðingu á nýju kerfi er að bæta aðgengi og einfalda afgreiðslu símtala og þá sérstaklega í tengslum við símatíma ráðgjafa. Vegna þessa geta orðið einhverjar truflanir á móttöku símtala næstu daga. Vonandi verður það þó í lágmarki.
Meira ...

Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

30.11.2016Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ í síðasta lagi 30. nóvember. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum, í netfangið mos@mos.is eða rafrænt í síðasta lagi 30. nóvember nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu.
Meira ...

Síða 2 af 30