Fréttir eftir árum

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

30.11.2016Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu. Heimilt er að veita styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.
Meira ...

HÁLKUVARNIR - Sandur í Þjónustumiðstöð

29.11.2016HÁLKUVARNIR - Sandur í Þjónustumiðstöð
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjónustumiðstöð 566 8450.
Meira ...

OPIÐ HÚS HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR - Má börnum leiðast?

28.11.2016OPIÐ HÚS HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR - Má börnum leiðast?
Miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 20:00 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar. Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Meira ...

Mosfellsbær lækkar útsvar og fasteignaskatt

25.11.2016Mosfellsbær lækkar útsvar og fasteignaskatt
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær að lækka útsvarsprósentu úr 14,52% í 14,48%. Ákvörðunin er tekin í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir því að lækka fasteignaskatt úr 0,265% í 0,253% og að vatnsgjald lækki einnig. Lagt er til að álagningarhlutföll fasteignagjalda lækki til að koma til móts við þá auknu eignarmyndun sem átt hefur sér stað hjá íbúum með hækkun fasteignamats.
Meira ...

Þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi

25.11.2016Þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Snæfríðargata, Voga- og Laxatunga ásamt Helgafellsskóla. Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 25. nóvember 2016 til og með 6.janúar 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar fyrir 6. janúar 2017.
Meira ...

Nýtt símkerfi á bæjarskrifstofum

25.11.2016Nýtt símkerfi á bæjarskrifstofum
Þessa dagana er unnið að því að tengja nýtt símkerfi á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Markmið með innleiðingu á nýju kerfi er að bæta aðgengi og einfalda afgreiðslu símtala og þá sérstaklega í tengslum við símatíma ráðgjafa. Vegna þessa geta orðið einhverjar truflanir á móttöku símtala næstu daga. Vonandi verður það þó í lágmarki. Við bendum á að hafa samband rafrænt hér eða senda í ábendingar í netfangið mos@mos.is. Í neyðartilfellum er hægt að hringja í síma 566 8450.
Meira ...

Lausar stöður í Lágafellsskóla

18.11.2016Lausar stöður í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi. Leitað er eftir Stærðfræði- og náttúrufræðikennara, matreiðslumanni og skólaliða. Umsóknarfrestur er til 2. desember 2016.
Meira ...

Jólaljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar

18.11.2016Jólaljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 26. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar kl. 16:00 á Miðbæjartorginu. Skólakór ásamt Skólahljómsveit spila fyrir gesti og gangandi. Jólasveinar koma í heimsókn að venju og Ingó mætir með gítarinn. Afturelding sér um Kakó- kaffi og vöfflusölu
Meira ...

Opnun útboðs- Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum.

17.11.2016Opnun útboðs- Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskaði eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum. Í meginatriðum felst verkið í uppúrtekt og jöfnun grunns fyrir væntanlega byggingu, uppúrtekt og fyllingu undir bílastæði, aðkomuveg og íþróttavöll og að setja niður stofnlagnir og brunna á lóð fyrir regnvatn og fráveitu. Tilboð voru opnuð dags. 17.11.2016 kl.11:00 að þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óskuðu.
Meira ...

Afmælistónleikar - 50 ár frá stofnun tónlistarskóla í Mosfellsbæ

16.11.2016Afmælistónleikar -	50 ár frá stofnun tónlistarskóla í Mosfellsbæ
Í tilefni af afmælinu verður efnt til nokkurra tónleika. Mánudaginn 14. nóvember, fimmtudaginn 17. nóvember og föstudaginn 18. nóvember leika nemendur tónlistardeildar Listaskólans frá kl. 15.00 – 18.00 á torginu í Kjarna, framan við bókasafnið. Fimmtudaginn 17. nóvember verða svo sérstakir afmælistónleikar í Bókasafninu. Þar koma fram kennarar við Listaskólann og verða með sannkallaða tónlistarveislu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Meira ...

Síða 3 af 30