Fréttir eftir árum

LOKUN / Breytingar á endurvinnslustöðinni við Blíðubakka í Mosfellsbæ

15.11.2016LOKUN / Breytingar á endurvinnslustöðinni við Blíðubakka í Mosfellsbæ
Nú standa yfir breytingar á endurvinnslustöðinni við Blíðubakka í Mosfellsbæ, verið er að stækka stöðina. Á morgun miðvikudag verður stöðin lokuð vegna þessa. Vera má að framkvæmdir dragist yfir fimmtudag einnig en hvetjum við fólk til að fylgjast með á heimasíðu SORPU um framvindu mála
Meira ...

Bókmenntahlaðborð á Bókasafni Mosfellsbæjar

15.11.2016Bókmenntahlaðborð á Bókasafni Mosfellsbæjar
Glæsilegt bókmenntahlaðborð er haldið í Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld, þriðjudaginn 15. nóvember milli kl. 20-22. Katrín Jakobsdóttir, bókmenntafræðingur stýrir umræðum að vanda. Þekktir höfundar lesa upp úr bókum sínum og leikin verður létt tónlist. Hvetjum við áhugasama að mæta tímanlega
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

15.11.2016Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Lokað verður fyrir heitt vatn í Reykjabyggð, Krókabyggð, Lindarbyggð, Reykjamel og Reykjavegi þriðjudaginn 15. nóvember 2016 vegna viðgerða á stofnlögn frá kl:13:30 og fram eftir degi
Meira ...

Málþing um Borgarlínu og áhrif hennar

11.11.2016Málþing um Borgarlínu og áhrif hennar
Iðnó miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13:00 – 16:00. „Hoppaðu um borð í Borgarlínu – framtíðin er nær en þig grunar“, er yfirskrift opins málþings SSH um Borgarlínu og áhrif hennar. Málþingið er liður í vinnu við að móta tillögu að legu Borgarlínu og staðsetningu stoppistöðva, verkefni sem danska verkfræðistofan COWI mun leiða. Þátttökugjald 2.000 kr. -Innifalið eru kaffiveitingar.
Meira ...

Tilkynning vegna veðurs / Announcement due to weather

11.11.2016Tilkynning vegna veðurs / Announcement due to weather
Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla./ Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school.
Meira ...

ÞJÓNUSTA AUKIN OG SKATTAR LÆKKAÐIR

10.11.2016ÞJÓNUSTA AUKIN OG SKATTAR LÆKKAÐIR
Ungbarnaþjónusta og Ungmennahús. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2020 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur næsta árs verði 201 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir að frádregnum tekjum af gatnagerðargjöldum nemi 746 millj. kr. og að íbúum fjölgi um 3,4% milli ára. Þá er gert ráð fyrir að tekjur nemi 9.542 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 8.331 millj. kr. og fjármagnsliðir 653 m.kr.
Meira ...

Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

09.11.2016Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum, í netfangið mos@mos.is eða rafrænt í síðasta lagi 30. nóvember nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu.
Meira ...

Tillögur að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á deiliskipulagi

04.11.2016Tillögur að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að deiliskipulagi og skv. 1.mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Lækjartún 1, tillaga að deiliskipulagi, Frístundalóð í Úlfarsfellslandi við Hafravatn, tillaga að deiliskipulagi og Sölkugata 1-5, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Meira ...

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir íbúð til leigu

02.11.2016Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir íbúð til leigu
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir að taka 3ja-4ja herbergja íbúð á leigu til allt að 12 mánaða og óskast íbúðin leigð sem fyrst. Nauðsynlegt er að um samþykkt íbúðarhúsnæði sé að ræða og unnt sé að þinglýsa leigusamningi. Fjölskyldusvið ábyrgist leigugreiðslur til leigusala. Áhugasamir hafi samband við Berglindi Ósk B. Filippíudóttur deildarstjóra barnaverndar-og ráðgjafardeildar í síma 525-6700 eða á netfangið bof@mos.is
Meira ...

Frístundaleiðbeinendur í Lágafellsskóla

31.10.2016Frístundaleiðbeinendur í Lágafellsskóla
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR frístundaleiðbeinendum til starfa við Frístundsel Lágafellsskóla á fræðslu- og frístundasviði MOSFELLSBÆJAR. Frístundaleiðbeinendur taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk. Um hlutastörf er að ræða og vinnutími frá kl. 13:00 – 17:00. Gæti hentað vel skólafólki sem vantar vinnu með skólanum nokkra daga í viku.
Meira ...

Síða 4 af 30