Fréttir eftir árum

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 og næstu þrjú ár

31.10.2016Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 og næstu þrjú ár
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun. Bæjarráð vísaði áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem mun fara fram 9. nóvember nk. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 9.542 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 8.331 millj. kr. og fjármagnsliðir 653 m.kr.
Meira ...

Útboðsauglýsing - Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum.

31.10.2016Útboðsauglýsing - Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum. Í meginatriðum felst verkið í uppúrtekt og jöfnun grunns fyrir væntanlega byggingu, uppúrtekt og fyllingu undir bílastæði, aðkomuveg og íþróttavöll og að setja niður stofnlagnir og brunna á lóð fyrir regnvatn og fráveitu.
Meira ...

Laus störf við Leirvogstunguskóla

28.10.2016Laus störf við Leirvogstunguskóla
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR leikskólakennara og öðru starfsfólk til starfa við leikskólann Leirvogstunguskóla Mosfellsbæ á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar. Leirvogstunguskóli er þriggja deilda nýlegur og framsækinn leikskóli með um 70 börnum á aldrinum 2-6 ára. Í leikskólanum er unnið öflugt og skemmtilegt starf þar sem kærleikur og gleði ræður ríkjum. Við vinnum eftir kennsluaðferðinni "Leikur að læra" þar sem lögð er áhersla á markvissa og faglega kennslu í gegnum hreyfingu og leik. Mörg spennandi verkefni framundan m.a. erum við í Erasmus verkefni.
Meira ...

Framkvæmdum við Hlíðartúnshverfið lokið

27.10.2016Framkvæmdum við Hlíðartúnshverfið lokið
Nú er nýlokið endurbótum og nýframkvæmdum stíga í Hlíðartúnshverfi frá stofnstíg meðfram Vesturlandsvegi og í átt að Grænumýri og Hamratúni auk þess sem búið er að taka í notkun nýja strætóbiðstöð við Hlíðartúnshverfið. Með þessu ásamt nýjum undirgöngum er búið að stórbæta samgöngur fyrir íbúa og skólabörn í hverfinu með tryggari leið að undirgöngum undir Vesturlandsveginn auk þess að komið var fyrir langþráðri tengingu við strætisvagnaleiðir bæjarfélagsins, en leið 6 stoppar nú við Hlíðartúnshverfið.
Meira ...

Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum

25.10.2016Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum, í netfangið mos@mos.is eða rafrænt í síðasta lagi 30. nóvember nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu.
Meira ...

Kjósendur sem þurfa aðstoð við atkvæðagreiðslu

24.10.2016Kjósendur sem þurfa aðstoð við atkvæðagreiðslu
Kjósendur sem þurfa á aðstoð að halda þegar þeir kjósa til Alþingis, hvort sem er við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eða á kjördag, geta fengið slíka aðstoð samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis. Hér á eftir fer lýsing á tilhögun slíkrar aðstoðar og hvaða skilyrði uppfylla þarf til að geta óskað eftir henni.
Meira ...

Pumptrack hjólaþrautabrautin færð við Íþróttamiðstöðina að Varmá

21.10.2016Pumptrack hjólaþrautabrautin færð við Íþróttamiðstöðina að Varmá
Mosfellsbær í samstarfi við LexGames, opnaði nýja pumptrack hjólaþrautabraut sem sett var upp í Samgönguviku, dagana 6.-22. september síðastliðinn á miðbæjartorginu en brautin hefur staðið þar síðan við mikinn fögnuð ungmenna á öllum aldri. Brautin hefur nú hefur verið færð á sinn varanlega stað við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Meira ...

KVENNAFRÍDAGURINN - MÁNUDAGINN 24. OKTÓBER KL. 14:38

21.10.2016KVENNAFRÍDAGURINN - MÁNUDAGINN 24. OKTÓBER KL. 14:38
Árlegur baráttudagur kvenna er næstkomandi mánudag, 24. október 2016. Vegna viðburðarins sem skipulagður hefur verið á Austurvelli þann dag. Mosfellsbær gefur konum kost á að taka þátt í þessum viðburði. Tryggt verður að grunnþjónusta sé til staðar fyrir öll börn og verður stofnunum ekki lokað að þessu tilefni. Við biðjum foreldra barna í skólum, leikskólum og í tómstundum að sýna þessu skilning.
Meira ...

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi

21.10.2016Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi
Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Beiðni þarf að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 25. október, fyrir klukkan 16.
Meira ...

Tölvufíkn „Þegar skemmtun verður skaðleg“. OPIÐ HÚS HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU

19.10.2016Tölvufíkn „Þegar skemmtun verður skaðleg“. OPIÐ HÚS HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU
Fyrsta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26.október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Þorsteinn K. Jóhansson fara yfir einkenni tölvufíknar, bæði andleg og líkamleg einkenni hjá börnum og unglingum, en einnig verður farið yfir mismunandi gerðir tölvufíknar og leiðir til lausna.Þorsteinn er kennari að mennt og hefur sjálfur glímt við tölvufíkn.
Meira ...

Síða 5 af 30