Fréttir eftir árum

Röskun á skóla- og frístundastarfi - Tilkynning / Announcement

19.10.2016Röskun á skóla- og frístundastarfi - Tilkynning / Announcement
Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12, are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs
Meira ...

Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.

18.10.2016Tilkynning frá Yfirkjörstjórn  Mosfellsbæjar.
Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 29. október 2016 verður á sama stað.
Meira ...

Tilkynning um framlagningu kjörskrár.

18.10.2016Tilkynning um framlagningu kjörskrár.
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 29. október 2016 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 19. október 2016 og til kjördags.
Meira ...

Opnun útboðs - Klórgerðartæki í Lágafellslaug og Varmárlaug

14.10.2016Opnun útboðs - Klórgerðartæki í Lágafellslaug og Varmárlaug
Þann 14. október 2016 kl. 14:00 voru opnuð tilboð í verkið "innkaup og uppsetning á klórgerðartækjum fyrir Lágafellslaug og Varmárlaug. Athugasemd var gerð við frávikstilboð. Eftirfarandi tilboð bárust
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ástu- Sólliljugata 15

14.10.2016Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ástu- Sólliljugata 15
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Ástu Sólliljugata 15, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin nær til lóðarinnar að Ástu Sólliljugötu 15. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða einbýlishúss með inngangi á efri hæð (2E-e) verði byggt einnar hæðar einbýlishús (E1). Að öðru leyti breytast skilmálar ekki.
Meira ...

Gönguleið meðfram Varmá lokuð vegna skemmda

13.10.2016Gönguleið meðfram Varmá lokuð vegna skemmda
Í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga hefur göngustígur meðfram Varmá ofan Dælustöðvarvegar rofnað þannig að stígurinn er ekki lengur fær. Varmá hefur rofið skarð í göngustíginn á fleiri en einum stað, brotið úr bakkanum, og ekki er mögulegt að komast eftir stígnum milli Dælustöðvarvegar og Bjargsvegar. Fólki er því ráðlagt frá því að nota umræddan göngustíg þar til lagfæringar hafa farið fram og nýta sér aðrar gönguleiðir á meðan. Settar hafa verið upp keilur til viðvörunar enda stígurinn ófær á þessum kafla og umferð varasöm. Ráðist verður í lagfæringar eins fljótt og auðið er.
Meira ...

Fylgigögn með fjárhagsaðstoð

13.10.2016Fylgigögn með fjárhagsaðstoð
Einstaklingar sem sækja um fjárhagsaðstoð eru minntir á að staðgreiðsluyfirlit þarf að fylgja með hverri umsókn. Umsókn um fjárhagsaðstoð þarf að berast með tilskildum gögnum fyrir 20. hvers mánaðar þannig að tryggt sé að afgreiðslu hennar sé lokið fyrir næstu mánaðarmót á eftir. Fastir greiðsludagar fjárhagsaðstoðar eru 1., 10. og 20. hvers mánaðar eða fyrsti virki dagur á eftir.
Meira ...

Hreinsum frá niðurföllum

12.10.2016Hreinsum frá niðurföllum
Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Vatnavextir eru víða við ár og læki í Mosfellsbæ. Mikilvægt er að hreinsa vel frá niðurföllum til að koma í veg fyrir tjón. Starfsmenn þjónustustöðvar verða á ferðinni næstu klukkutímana og hægt er að ná sambandi við þá í síma 566 8450. Einnig er hægt að óska eftir aðstoð í síma 112.
Meira ...

Opnun útboðs - „VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða“

12.10.2016Opnun útboðs - „VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða“
Þann 11.október 2016 voru tilboð opnuð í verkinu „VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða“. Mosfellsbær óskaði eftir verðum í vetrarþjónustu stofnanalóða í Mosfellsbæ 2016 – 2019. Verkið felst í snjóruðningi og hálkueyðingu í þrjá vetur á bílastæðum stofnana í Mosfellsbæ. Einnig er um að ræða tilfallandi snjóruðning í húsagötum í Mosfellsbæ. Verkinu er skipt í þrjú svæði sem hvert um sig inniheldur þrjár til fjórar stofnanalóðir.
Meira ...

Kjörstöðum fjölgað vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

11.10.2016Kjörstöðum fjölgað vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Samkvæmt samkomulagi sem sýslumenn og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu hafa nokkur sýslumannsembætti, í samvinnu við sveitarfélög, fjölgað kjörstöðum til að auðvelda íbúum í umdæmum sínum að greiða atkvæði utan kjörfundar. Í gær bættust við sjö kjörstaðir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi. Áður höfðu sýslumennirnir á Norðurlandi vestra og á Austurlandi auglýst aukna þjónustu í samvinnu við sveitarfélög. Fleiri sýslumannsembætti munu bætast í hópinn þegar nær dregur kosningum. Upplýsingar um kjörstaði vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru uppfærðar reglulega á vefsíðu sýslumanna
Meira ...

Síða 6 af 30