Fréttir eftir árum

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017

13.12.2017
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00.
Meira ...

Krakkar úr Krikaskóla gáfu fatnað til fátækra barna

08.12.2017
Það voru hressir krakkarnir af Spóa, 5 ára deild Krikaskóla, sem kíktu í heimsókn til Rauða krossins í Mosfellsbæ á degi alþjóðadags barna.
Meira ...

Hálkuvarnir - Sandur í Þjónustumiðstöð

07.12.2017
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús.
Meira ...

Sameiginlegur kynningafundur um knatthús að Varmá

06.12.2017
Mosfellsbær hefur samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigravöllur er nú. Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir.
Meira ...

Tilkynning - yfirfærsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs

05.12.2017
Frá og með 1. janúar 2018 færist framkvæmd og greiðsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs. Vinnumálastofnun mun afgreiða öll erindi til og með 31. desember 2017 en eftir það er umsækjendum bent á að beina fyrirspurnum vegna húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs.
Meira ...

Barnaskiptifatamarkaður

30.11.2017
Barnaskiptifatamarkaður fer fram laugardaginn 2. desember kl. 11:00 - 14:00 hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ, Þverholti 7. Þú kemur með föt sem barnið er vaxið upp úr og velur ný í staðinn.
Meira ...

Álögur lækka og þjónusta efld

30.11.2017
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember sl. Gert er ráð fyrir því að tekjur Mosfellsbæjar nemi 10.582 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 9.268 m.kr. og að fjármagnsliðir verði 649 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir um 308 m.kr. rekstrarafgangi. Áætlað er að framkvæmt verði fyrir 1.595 m.kr. og þá er gert ráð fyrir því að íbúum fjölgi um 6% sem telst mikill vöxtur á alla mælikvarða.
Meira ...

Breyting á svæðisskipulagi fyrir „Höfuðborgarsvæðið 2040“

30.11.2017
Samgöngu- og þróunarásar fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, sbr. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Meira ...

Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar

30.11.2017
Laugardaginn 2. desember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Meira ...

Opið hús - Systkinaerjur – hvað er til ráða?

27.11.2017
Miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 20 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem að þessu sinni verður haldið í Krikaskóla.
Meira ...

Síða 2 af 19