Fréttir eftir árum

Laus störf í íþróttahúsi Lágafells

15.12.2017Laus störf í íþróttahúsi Lágafells
Íþróttahús Lágafells í Mosfellsbæ leitar að starfsfólki. Íþróttamiðstöðin Lágafelli er vinsæll áfangastaður landsmanna sem og erlendra ferðamanna. Íþróttamiðstöðin Lágafelli heyrir undir frístundasvið Mosfellsbæjar. Íþróttamiðstöðin Lágafelli auglýsir eftir sundlaugarverði í fullt starf á vöktum. Starfið felst að mestu leiti í sund- og öryggisgæslu, þjónustu og þrifum. Rík áhersla er lögð á gildi Mosfellsbæjar og lagt upp með að starfsmenn tileinki sér þau.
Meira ...

Lágafellsskóli Mosfellsbæ

15.12.2017Lágafellsskóli Mosfellsbæ
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum. Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Hliðrun Skeiðholts

13.12.2017Hliðrun Skeiðholts
Nú stendur yfir undirbúningur þess að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut, auk þess sem biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts og Byggðarholts. Í fyrsta áfanga verður unnið að færslu Skeiðholts sem felur í sér gatnagerð, endurnýjun lagna, vinnu við gangstéttir og gerð hljóð-veggja í norður- og suðurenda Skeiðholts. Miðað er við að fyrsta áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018. Gera má ráð fyrir því að truflun verði á umferð frá Lágholti, Markholti og Njarðarholti til vesturs að Skeiðholti þegar framkvæmdir standa sem hæst. Hjáleiðir verða hins vegar opnaðar til austurs í átt að Skólabraut og Háholti
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017

13.12.2017Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2017
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...

Krakkar úr Krikaskóla gáfu fatnað til fátækra barna

08.12.2017Krakkar úr Krikaskóla gáfu fatnað til fátækra barna
Það voru hressir krakkarnir af Spóa, 5 ára deild Krikaskóla, sem kíktu í heimsókn til Rauða krossins í Mosfellsbæ á degi alþjóðadags barna. Börnin komu færandi hendi með fatnað og skó fyrir börn sem minna mega sín. Fötin nýtast á skiptifatamarkaðnum okkar og í fatapakka sem verða sendir til Hvíta-Rússlands til barnafjölskyldna sem á þurfa að halda.
Meira ...

Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ

07.12.2017Búsetukjarninn Klapparhlíð í Mosfellsbæ
LAUSAR STÖÐUR Í BÚSETUKJARNANUM Í KLAPPARHLÍÐ. Búsetukjarninn í Klapparhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Klapparhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.
Meira ...

Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ

07.12.2017Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúa til vinnu á heimili fyrir börn sem var opnað nú í október. Um er að ræða 35% framtíðarstöðu í vaktavinnu þar sem unnið er aðra hvora helgi og kvöld- og næturvaktir á virkum dögum. Þetta er fjölbreytt hlutastarf við áhugaverð og lærdómsrík verkefni. Áherslur í starfi eru samkvæmt hugmyndafræði sem þjónustukjarnar í Mosfellsbæ starfa samkvæmt. Helstu verkefni stuðningsfulltrúa eru að aðstoða börnin við daglegar athafnir þeirra og stuðla að aukinni færni og sjálfstæði barnanna.
Meira ...

HÁLKUVARNIR - Sandur í Þjónustumiðstöð

07.12.2017HÁLKUVARNIR - Sandur í Þjónustumiðstöð
Hálka er nú mjög víða og eru bæjarbúar hvattir til að fara varlega. Hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandinum og er bæjarbúum velkomið að taka það sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát). Hægt er að senda ábendingar um það sem betur má fara á mos[hjá]mos.is eða hringja í þjónustuver 525 6700.
Meira ...

Sameiginlegur kynningafundur um knatthús að Varmá

06.12.2017Sameiginlegur kynningafundur um knatthús að Varmá
Mosfellsbær hefur samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigravöllur er nú. Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir.
Meira ...

Tilkynning - yfirfærsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs

05.12.2017Tilkynning - yfirfærsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs
Frá og með 1. janúar 2018 færist framkvæmd og greiðsla húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs. Vinnumálastofnun mun afgreiða öll erindi til og með 31. desember 2017 en eftir það er umsækjendum bent á að beina fyrirspurnum vegna húsnæðisbóta til Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður hefur það að markmiði að yfirfærslan verði sem einföldust og þægilegust fyrir umsækjendur. Framkvæmd og greiðsla húsnæðisbóta mun vera með sama hætti og áður en helsta breytingin er að eftir 1. janúar 2018 ber að beina fyrirspurnum um húsnæðisbætur til Íbúðalánasjóðs, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða í síma 569-6900.
Meira ...

Síða 2 af 22