Fréttir eftir árum

Varmárskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum

01.12.2017Varmárskóli í Mosfellsbæ leitar að öflugum starfsmönnum
Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Barnaskiptifatamarkaður / Swap market for children´s clothes

30.11.2017Barnaskiptifatamarkaður / Swap market for children´s clothes
BARNASKIPTIFATAMARKAÐUR. Laugardaginn 2. des. klukkan 11-14 hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ, Þverholti 7. Þú kemur með föt sem barnið er vaxið upp úr og velur ný í staðinn. Ókeypis og umhverfisvænt! Skiptimarkaðurinn er einnig opinn alla mánudaga og miðvikudaga kl. 13-16.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð

30.11.2017Leikskólinn Hlíð
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að leikskólakennara/starfsmanni. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi í víðum skilningi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er skóli á „grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd stýrir. Verkefninu er ætlað að efla vitund nemenda og kennara um umhverfismál. Stefnt er að því að sækja um Grænfánann.
Meira ...

Álögur lækka og þjónusta efld

30.11.2017Álögur lækka og þjónusta efld
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember sl. Gert er ráð fyrir því að tekjur Mosfellsbæjar nemi 10.582 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 9.268 m.kr. og að fjármagnsliðir verði 649 m.kr. Áætlunin gerir ráð fyrir um 308 m.kr. rekstrarafgangi. Áætlað er að framkvæmt verði fyrir 1.595 m.kr. og þá er gert ráð fyrir því að íbúum fjölgi um 6% sem telst mikill vöxtur á alla mælikvarða.
Meira ...

Breyting á svæðisskipulagi fyrir „Höfuðborgarsvæðið 2040“

30.11.2017Breyting á svæðisskipulagi fyrir „Höfuðborgarsvæðið 2040“
Samgöngu- og þróunarásar fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins auglýsir tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, sbr. . 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006,. Breytingartillagan er tilkomin vegna undirbúnings Borgarlínu – hágæða almenningssamgöngukerfis sem tengja á öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Með breytingunni eru markaðir samgöngu- og þróunarásar en Borgarlína mun liggja innan þeirra. Einnig eru sett fram leiðbeinandi sem lúta að uppbyggingu innan samgöngu- og þróunarása.
Meira ...

Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar

30.11.2017Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 2. desember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert. Skólakór ásamt skólahljómsveit spilar fyrir gesti og gangandi, Stefanía Svavarsdóttir tekur nokkur jólalög og gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni koma ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum. Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög og Afturelding sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöfflum.
Meira ...

Opið hús - Systkinaerjur – hvað er til ráða?

27.11.2017Opið hús - Systkinaerjur – hvað er til ráða?
Miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 20 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem að þessu sinni verður haldið í Krikaskóla. Að þessu sinni mun Kristín Björg Viggósdóttir iðjuþjálfi fjalla um systkinaerjur og hagnýt ráð þeim tengdum, en einnig fara í hvernig stuðla megi að jákvæðum samskiptum á milli systkina. Kristín Björg fjallar um efnið að miklu leyti út frá hugmyndafræði sem á ensku kallast RIE (Resources for Infant Education oft einnig kallað Respectful Parenting) og á íslensku hefur verið þýtt sem virðingaríkt tengslauppeldi.
Meira ...

Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

17.11.2017Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Breyting á landnotkun á Hólmsheiði: Breytingin felst í að afmarka og móta stefnu um nýtt athafnasvæði við Sólheimakot á Hólmsheiði þar sem heimilt verði að byggja upp og þróa græna, orkufreka starfsemi, eins og gagnaver. Svæðið er austan við Hafravatnsveg, skammt frá fangelsinu á Hólmsheiði og er í gildandi Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 skilgreint sem óbyggt svæði og fjarsvæði vatnsverndar. Í nágrenni þess er einnig frístundabyggð og stök frístundahús samkvæmt aðalskipulagi.
Meira ...

Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar

17.11.2017Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar
Fullt var út úr dyrum á Bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár og met slegið í fjölda gesta eða um 360 manns. Kolbeinn Tumi Haraldsson lék ljúfa tóna á flygilinn meðan fólk beið eftir að veislan hæfist. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld en það hefur hún gert sl. 12 ár. Hún hafði á orði að um tíma var hún alltaf verið ófrísk en undanfarin ár stöðugt í stjórnarmyndunarviðræðum.
Meira ...

Krikaskóli fékk sinfóníuhljómsveit í heimsókn

16.11.2017Krikaskóli fékk sinfóníuhljómsveit í heimsókn
Miðvikudaginn 18. október fékk Krikaskóli skemmtilega heimsókn frá Sinfóníuhljóm-sveit Íslands. Skólinn var dreginn út og fékk þessa atvinnutónlistarmenn í heimsókn. Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti sex grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna og lék létt og skemmtileg verk. Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið allt frá stofnun hennar. Skólatónleikar, skólaheimsóknir og leiðsögn nemendahópa er fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar sem leggur ríka áherslu á að vera í góðum tengslum við samfélagið.
Meira ...

Síða 3 af 22