Fréttir eftir árum

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 og næstu þrjú ár

01.11.2017
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð hefur góða reynslu af Vináttuverkefninu

30.10.2017Leikskólinn Hlíð hefur góða reynslu af Vináttuverkefninu
Beita snemmtækri íhlutun gegn einelti. Veturinn 2014-2015 var leikskólinn Hlíð einn af sex íslenskum leikskólum sem tók þátt í tilraunavinnu með Vináttuverkefni Barnaheilla (Fri for mobberi). Verkefnið kom til Íslands frá Danmörku en það byggir á snemmtækri íhlutun gegn einelti í leikskólum svo að draga megi úr því í yngri bekkjum grunnskóla. Verkefnið skerpir m.a. á gildi góðra samskipta, vináttu og virðingu fyrir öðrum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þau grunngildi sem verkefnið byggir á í allri vinnu og samskiptum í leikskólasamfélaginu.
Meira ...

Fræðsludagur í leik- og grunnskólunum

30.10.2017
Þann 25. september var haldinn sameiginlegur fræðsludagur leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ. Starfsmönnum í frístundastarfi og dagforeldrum bauðst að taka þátt í deginum ásamt öllum starfsmönnum skólanna og voru þátttakendur hátt í 400 manns.
Meira ...

Knatthús að Varmá

30.10.2017Knatthús að Varmá
Ráðist verður í framkvæmdir við fjölnota íþróttahús að Varmá. Fyrir bæjarráði Mosfellsbæjar liggur nú til samþykktar tillaga um byggingu 3.200 fermetra fjölnota íþróttahúss sem staðsett verði austan við núverandi íþróttamannvirki að Varmá. Um er að ræða svokallað hálft yfirbyggt knatthús þar sem eldri gervisgrasvöllur að Varmá er nú.
Meira ...

Opið hús - Svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells.

26.10.2017Opið hús - Svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells.
Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells. Opið hús um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 31. október nk, kl. 17 – 18.
Meira ...

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi

23.10.2017
Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.
Meira ...

Opnun útboðs - Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur

20.10.2017Opnun útboðs - Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur
Þann 20. október 2017 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í verkið: "Færsla Skeiðholts, gatnagerð, lagnir og hljóðveggur." Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Vetrarleyfi og starfsdagur skólanna

18.10.2017
Dagana 18.-20. október verður vetrarleyfi í grunnskólum bæjarins. Jafnframt verður starfsdagur kennara 23. október í Varmárskóla og verður því engin kennsla þessa daga.
Meira ...

Verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ

17.10.2017Verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ
Umfangsmikil bilun varð á stofnlögn hitaveitu sem orsakaði að loka þurfti fyrir stórt hverfi í suður- og vesturhluta Mosfellsbæjar. Unnið var að viðgerð í dag, 17. október og er komið heitt vatn á kerfið í öllum götum nema Klapparhlíð og Hlíðartúnshverfi en gera má ráð fyrir að heitt vatn verði komið þar á um kvöldmataleitið.
Meira ...

UPPFÆRT : Viðgerð á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ - Tilkynning um lokun 17.október

17.10.2017UPPFÆRT : Viðgerð á stofnlögn hitaveitu í Mosfellsbæ - Tilkynning um lokun 17.október
Heitavatnslaust verður í sunnanverðum Mosfellsbæ þann 17.október 2017 frá klukkan 10:00 vegna lekaviðgerða á stofnlögn hitaveitu í Klapparhlíð. Þær götur sem verða heitavatnslausar eru: Þrastar- og Æðarhöfði, Lækjar-, Skála- og Klapparhlíð, Hlíðartúnshverfi, Desjamýri og Skarhólabraut. Reynt verður að takmarka skerðingu á þjónustu eftir fremsta megni en gera má ráð fyrir að lokað verði fyrir hitaveitu ofangreindra hverfa fram á kvöld þann 17.október 2017.
Meira ...

Síða 4 af 19