Fréttir eftir árum

Tilkynning um framlagningu kjörskrár

17.10.2017
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október 2017 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 18. október 2019 og til kjördags.
Meira ...

Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar

17.10.2017
Kjörstaður vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 28. október 2017 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag þann 28. október 2017 verður á sama stað.
Meira ...

Leiguhúsnæði óskast

16.10.2017
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir að taka 2ja- herbergja íbúð á leigu til allt að 12 mánaða og óskast íbúðin leigð sem fyrst.
Meira ...

Ungmennahús Mosfellsbæjar opnar í Framhaldsskólanum

09.10.2017Ungmennahús Mosfellsbæjar opnar í Framhaldsskólanum
Ungmennahús Mosfellsbæjar hefur verið opnað í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Þar er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára að hittast og byggja upp öflugt og fjölbreytt félagsstarf. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til afþreyingar ásamt því að opna á tækifæri fyrir ungt fólk fyrir Evrópusamstarf.
Meira ...

Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi

06.10.2017Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn þann 18. september síðastliðinn í sal FMOS, framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Mosfellsbær - Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi“. Fjallað var um ofbeldi og birtingarmyndir þess í víðu samhengi. Að umræðu dagsins komu aðilar sem unnið hafa með einum eða öðrum hætti að því að sporna gegn ofbeldi og að opna á umræðuna um málefnið.
Meira ...

Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

06.10.2017Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar 3 verkefnislýsingar skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Meira ...

Forstöðumaður menningarmála

01.10.2017
Auður Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns menningamála hjá Mosfellsbæ. Um nýtt starfsheiti er að ræða sem kemur í stað starfsheitis forstöðumanns bókasafns.
Meira ...

Útiæfingatæki tekin í notkun

29.09.2017
Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnun og kosning fóru fram fyrri hluta árs.
Meira ...

Arnar Jónsson ráðinn til Mosfellsbæjar

29.09.2017
Arnar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar. Arnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess er hann með MPA próf í stjórnsýslufræðum frá University of Birmingham.
Meira ...

Ný framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar

29.09.2017
Að veita þjónustu sem mætir þörfum, vera til staðar fyrir fólk og þróa samfélagið í rétta átt er leiðarljósið í stefnu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. júlí sl.
Meira ...

Síða 5 af 19