Fréttir eftir árum

Sorphirða um hátíðirnar

21.12.2018Sorphirða um hátíðirnar
Almennt sorp: 27. og 28. desember og 5. og 7. janúar Bláa tunnan: 22. og 24. desember og 11. og 14. janúar Að gefnu tilefni eru húsráðendur hvattir til að merkja húsin með húsnúmerum og moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar bæjarbúum gleðilegra jóla.
Meira ...

Gleðileg jól og farsælt komandi ár - Upplýsingar um opnunartíma

21.12.2018Gleðileg jól og farsælt komandi ár - Upplýsingar um opnunartíma
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Opnunartími á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar verða sem hér segir yfir jól og áramót:
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða matráð til starfa

21.12.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða matráð til starfa
Matráður í mötuneytiseldhús Varmársskóla óskast til starfa. Um tímabundna stöðu matráðs er að ræða í 100% starfshlutfall, frá og með janúar 2019. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir forfallakennara til starfa

21.12.2018Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir forfallakennara til starfa
Grunnskólakennari eða uppeldismenntaður aðili óskast til starfa. Um tímabundna stöðu forfallakennara er að ræða í 80% starfshlutfall, frá og með janúar 2019. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í kennslufræði og/eða reynslu af lausnamiðuðu og skapandi starfi með kraftmiklum börnum.
Meira ...

Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillagna

15.12.2018Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillagna
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 14. nóvember 2018 samþykkt eftirtaldar aðal- og deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu. Tillögurnar voru auglýstar 28. júlí 2018 með athugasemdarfresti til 9. september 2018:
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018

14.12.2018Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018
Hjálpið okkur að finna íbúa Mosfellsbæjar sem iðka íþróttir utan sveitarfélagsins og hafa orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hefur tekið þátt í og/eða æft með landsliði. Vinsamlegast sendið útnefningar á dana@mos.is fyrir 23. desember 2018. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar í síma 6600750. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar.
Meira ...

Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru

12.12.2018Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru
1. desember í köldu en fallegu veðri voru ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorginu. Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru sem á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa, og þeir fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Meira ...

Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið uppfærð

11.12.2018Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið uppfærð
Ný útgáfa af Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið tekin í notkun. Sú nýjung sem blasir fyrst við, þegar íbúar skrá sig inn, er nýtt og léttara útlit vefsins. Þá er vefurinn einnig orðinn snjalltækjavænn. Umsóknakerfi vefsins hefur verið endurbætt þannig að auðveldara er að hafa yfirsýn yfir stöðu umsókna og fylgjast með samskiptum við starfsfólk bæjarin
Meira ...

Miklu hvassviðri spáð seinnipartinn

10.12.2018
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út veðurviðvörun sem á sérstaklega við efri byggðir höfuðborgarsvæðisins seinnipartinn í dag. Foreldrar yngri barna en 12 ára eru hvattir til að sækja börn sín eftir kl. 16 í dag.
Meira ...

Deiliskipulag Vesturlandsvegar - Kynning á vinnslutillögu

10.12.2018Deiliskipulag Vesturlandsvegar - Kynning á vinnslutillögu
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að vinna deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg innan Mosfellsbæjar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar vinnslutillögu deiliskipulags Vesturlandsvegar. Vinnslutillaga og drög að umhverfisskýrslu eru kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en bæjarstjórn tekur ákvörðun um að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi.
Meira ...

Síða 1 af 32