Fréttir eftir árum

Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2018

07.12.2018Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2018
Á næstunni er mikið um að vera í Listaskólanum. Jólatónleikar Listaskólans í nóvember og desember eru 13 talsins. Dagskráin er með ansi fjölbreyttu sniði og fara fram víða í sveitarfélaginu. Nokkrir tónleikar eru afstaðnir en hér má sjá dagskrá næstu daga. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir
Meira ...

Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu

06.12.2018Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum þann 31. október 2018 samþykkt eftirfarandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem athugasemd hafði verið gerð við í auglýsingu: Stök íbúðarhús í Mosfellsdal, breyting á skipulagsákvæðum. Í tillögunni felst breyting á skipulagsákvæðum stakra íbúðarhúsa á óbyggðum svæðum (Ó) og landbúnaðarsvæðum (L) sem sett eru fram í kafla 4.2 í greinargerða aðalskipulagsins, þar sem heimilt verður að byggja annað íbúðarhús til viðbótar því sem fyrir er á viðkomandi landareign/lóð. Tillagan var auglýst og lá frami til kynningar frá 4. júní með athugasemdarfresti til 17. júlí 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa

06.12.2018Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa
Við leitum að öflugum aðstoðarmatráði til starfa. Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi. Við leitum að starfsmanni í mötuneyti/aðstoðarmatráði í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Meira ...

Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast
Helgafellsskóli óskar eftir að ráða tómstundafræðing í fullt starf til að sjá um frístunda- og félagsstarf skólans ásamt því að koma að félagsfærni nemenda í samstarfi við kennara skólans. Starfsupphaf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Meira ...

Helgafellsskóli - Skólaritari óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Skólaritari óskast
Við óskum eftir að ráða skólaritara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Starf skólaritara miðar fyrst og fremst að því að sinna þjónustu við nemendur, starfsmenn, foreldra og annarra sem til skólans leita. Ritari sér um daglega afgreiðslu, símaþjónustu, upplýsingagjöf og póstafgreiðslu á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - Sérkennarar óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Sérkennarar óskast
Við óskum eftir að ráða sérkennara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Sérkennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Hann mun sinna nýbúastarfi og halda utan um alla stoðþjónustu skólans þar með talið skimanir og greiningar nemenda.
Meira ...

Helgafellsskóli - Leikskólakennarar óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Leikskólakennarar óskast
Við óskum eftir að ráða þrjá leikskólakennara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Fyrsta hálfa árið verður eingöngu elsta deild í leikskólanum en á næstu árum fjölgar þeim. Leikskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - Grunnskólakennarar óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Grunnskólakennarar óskast
Við óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 50% starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Grunnskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Viðkomandi vinnur að uppeldi og menntun grunnskólabarna. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - Deildastjóri óskast

06.12.2018Helgafellsskóli - Deildastjóri óskast
Við óskum eftir að ráða deildarstjóra á yngsta stig og í leikskólahluta skólans í 50% starf frá og með 15. janúar 2019. Um framtíðarstarf er að ræða. Verksvið deildarstjóra verður að móta og halda utan um faglegt starf allra leikskóladeilda skólans og yngstu deilda grunnskólans. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.
Meira ...

Laus störf í Lágafellsskóla

06.12.2018Laus störf í Lágafellsskóla
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum? Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt leikskóladeildum 5 ára barna.
Meira ...

Síða 2 af 35