Fréttir eftir árum

Opinn kynningarfundur um urðunarstað Sorpu bs. í Álfsnesi

03.12.2018Opinn kynningarfundur um urðunarstað Sorpu bs. í Álfsnesi
Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og aðgerðir rekstraraðila til að lágmarka umhverfisáhrif vegna starfsemi urðunarstaðarins í Álfsnesi. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði, að Háholti 2, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 17:00.
Meira ...

Plastsöfnun í poka

03.12.2018Plastsöfnun í poka
Það hefur aldrei verið auðveldara að endurvinna plast — eins og sést í þessu litla myndbandi. Nú býðst íbúum í Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi ný leið til að endurvinna plast á þægilegan máta. Þú skolar plastið, setur það í poka að eigin vali og bindur vel fyrir. Síðan setur þú pokann beint í sorptunnuna ásamt öðrum úrgangi.
Meira ...

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

03.12.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 - 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)

02.12.2018Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)
Fjölskyldutímar í Varmá Mosfellsbæ eru alla sunnudaga milli kl. 10:30-12:00 í vetur. Boðið er upp á fjölskyldutíma ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Frábær samvera og aðgangur ókeypis. Leikir, íþróttir, boltar og fleira skemmtilegt. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tíma loknum.
Meira ...

Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla

29.11.2018Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla
Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 verða um 215 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð – aðstoð í mötuneyti

29.11.2018Leikskólinn Hlíð – aðstoð í mötuneyti
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að aðstoðarmanni í mötuneyti. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára
Meira ...

Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar

28.11.2018Ljósin tendruð á Jólatré Mosfellsbæjar
Laugardaginn 1. desember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn á Miðbæjartorginu kl. 16:00. Tendrun ljósanna á jólatrénu á miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Meira ...

Mikilvægi öruggra tengsla - Opið hús

28.11.2018Mikilvægi öruggra tengsla - Opið hús
Miðvikudaginn 28. nóvember er komið að öðru opna húsi vetrarins hjá Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00. Í þessum fyrirlestri fjallar Unnur Valdemarsdóttir, leikskólasérkennari og fjölskyldufræðingur, um mikilvægi þess að börn myndi örugg tengsl.
Meira ...

Framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús hafnar

28.11.2018Framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús hafnar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á síðasta ári að ráðast í byggingu fjölnota íþróttahúss. Húsið verður byggt á gervigrasvellinum austan við íþróttahúsið að Varmá. Nú eru þær framkvæmdir hafnar með tilheyrandi raski fyrir íþróttaiðkendur, aðstandendur og aðra íbúa er leið eiga um þetta svæði.
Meira ...

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

26.11.2018Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Mosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. Markmið styrkjanna er að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Meira ...

Síða 3 af 35