Fréttir eftir árum

Opnun útboðs - Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - eftirlit

26.11.2018Opnun útboðs - Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - eftirlit
Þann 23. nóvember 2018 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Súluhöfði 32-50, gatnagerð & fráveita - eftirlit". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun.
Meira ...

Öflugt starfsfólk óskast á leikskólann Hlaðhamra.

23.11.2018Öflugt starfsfólk óskast á leikskólann Hlaðhamra.
Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ auglýsir eftir deildarstjóra, leikskólakennurum og starfsfólki á deildir. Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna. Okkur vantar gott fólk sem hefur áhuga og ánægu á að vinna með gullmolunum okkar.
Meira ...

Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu

22.11.2018Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu en einnig á heimasíðu bæjarfélagsins
Meira ...

Ábendingar um ljóslausa staura

19.11.2018Ábendingar um ljóslausa staura
Þar sem nú er svartasta skammdegi og mikilvægt að ljósastaurar lýsi okkur leiðina er rétt að minna á að verði íbúar varir við ljóslausa staura er rétt að koma ábendingum til þjónustuvers Orkuveitu Reykjavíkur sem í framhaldinu útbýr verkbeiðni til vinnuflokks á vegum Orku Náttúrunnar sem annast lýsingu í Mosfellsbæ.
Meira ...

Leikskólakennari/leiðbeinendur óskast á Hulduberg

19.11.2018Leikskólakennari/leiðbeinendur óskast á Hulduberg
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða leikskólakennara og/eða leiðbeinendur til starfa í fullt starf, hlutastarf mögulegt ef annað hentar ekki. Starfið er laust sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Hulduberg er sex deilda leikskóli með 120 börn. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.
Meira ...

Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa

18.11.2018Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa
Sunnudaginn 18. nóvember nk. verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til athafnar við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík og hefst athöfnin kl. 11. Nánari upplýsingar á www.samgongustofa.is/umferd/
Meira ...

Vel mætt á Bókmenntahlaðborð 2018

16.11.2018Vel mætt á Bókmenntahlaðborð 2018
Að vanda var vel mætt á Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar og hlýddu um 330 gestir á lestur úr glænýjum jólabókum í notalegu umhverfi Bókasafnsins. Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Ingi Bjarni Skúlason ljúfa tóna á gítar og flygil. Rithöfundar kvöldsins voru þau Halldóra Thoroddsen með bók sína Katrínarsaga, Hallgrímur Helgason með Sextíu kíló af sólskini, Þórdís Gísladóttir með Horfðu ekki í ljósið, Jónas Reynir Gunnarsson með Krossfiskar og handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, Auður Ava Ólafsdóttir, en hún las úr nýrri bók sinni Ungfrú Ísland.
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018

16.11.2018Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018
Útnefningar og ábendingar óskast vegna kjörs íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2018. Þeir sem eru gjaldgengnir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins. Útnefningar og ábendingar óskast vegna kjörs íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2018. Allar útnefningar og ábendingar sendist á dana@mos.is
Meira ...

Vinna við gerð nýrrar umhverfisstefnu vekur athygli

16.11.2018Vinna við gerð nýrrar umhverfisstefnu vekur athygli
Nýlega kom út skýrsla á vegum norrænu fræðastofnunarinnar Nordregio um vinnu sveitarfélaga á Norðurlöndum við að ná fram heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Skýrslan ber heitið Global goals for local priorities: The 2030 Agenda at local level, og fjallar um sveitarfélög sem teljast frumkvöðlar í vinnu við útfærslu heimsmarkmiðanna. Í skýrslunni er Mosfellsbær tekinn sem dæmi um sveitarfélag sem hefur tryggt að vinna við nýja umhverfisstefnu hafi hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og önnur sveitarfélög geti horft til. Sérstaklega er fjallað um það hvernig Mosfellsbær tengir markmið umhverfisstefnunnar við heimsmarkmiðin og samráð við og þátttöku íbúa við gerð hennar.
Meira ...

Skrifuðu bæjarstjóranum bréf

15.11.2018Skrifuðu bæjarstjóranum bréf
Drengir úr 4. bekk í Krikaskóla skrifuðu á dögunum bréf til bæjarstjórans í Mosfellsbæ og báðu um að fá „Brassavöll“. Um er að ræða lítinn battavöll sem hægt er að spila fótbolta á en drengirnir heita Vésteinn Logi, Jökull Ari, Stormur, Sölvi Geir og Eyþór. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur beiðni drengjanna verið vel tekið og eiga þeir von á svari frá bæjarstjóranum von bráðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar heimsótti alla skóla og stofnanir í síðustu viku og hittu því bréfritarar Harald bæjarstjóra þar sem farið var yfir málin.
Meira ...

Síða 4 af 35