Fréttir eftir árum

Samningur til eflingar málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna

15.11.2018Samningur til eflingar málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna
Þann 31. október var undirritaður samningur milli Menntamálastofnunar og Mosfellsbæjar um samstarf og samvinnu um að efla, málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna í Mosfellsbæ. Í samningnum felst meðal annars að leikskólarnir muni leggja áherslu á snemmtæka íhlutun varðandi málfærni, málþroska og læsi og í samræmi við áherslur sem settar voru fram í Þjóðarsáttmála um læsi 2015.
Meira ...

Þjónusta efld, álögur lækka og traustur rekstur

15.11.2018Þjónusta efld, álögur lækka og traustur rekstur
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2019-2022 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 31. október. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjármagnsliðir 620 m.kr. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 559 m.kr., að framkvæmdir nemi 1.820 m.kr. og að íbúum fjölgi um tæplega 5% milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ.
Meira ...

Baráttudagur gegn einelti í Lágafellsskóla

15.11.2018Baráttudagur gegn einelti í Lágafellsskóla
Fimmtudagurinn 8. nóvember var líflegur í Lágafellsskóla, en þá komu saman allir skólavinir skólans og perluðu saman armbönd, en þessi dagur er helgaður baráttunni gegn einelti og var hann haldinn í áttunda sinn. Nemendur úr 10. bekk fengu skólavini sína úr 5. bekk í heimsókn, 9. bekkur fékk 4. bekk, 3. bekkur heimsótti 8. bekk og í Höfðabergi tóku 1. og 2. bekkingar á móti 6. og 7. bekkingum.
Meira ...

Hugum að endurskinsmerkjum

14.11.2018Hugum að endurskinsmerkjum
Nú þegar dagur fer að styttast er gott að huga að endurskinsmerkjum en þau eru nauðsynleg til að sjást vel í umferðinni. Hér er skemmtilegt myndband sem tilvalið er að horfa á með börnum til að minna á notkun endurskinsmerkja og skapa umræðu um þau.
Meira ...

Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

12.11.2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli auglýsir eftir deildarstjóra í 80 – 100% starf á elstu barna deild og starfsmanni í 100% starf inn á deildum. Leirvogstunguskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, forn og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Lionsklúbbarnir afhenda lestrarhvetjandi efni

11.11.2018Lionsklúbbarnir afhenda lestrarhvetjandi efni
Veturinn 2017 leitaði Menntamálastofnun til Lestrarátaks Lions á Íslandi varðandi samstarf um hvort Lionsklúbbar landsins gætu séð um að afhenda leikskólum hver í sínu nærsamfélagi gjafapakka sem inniheldur læsishvetjandi námsefni sem Menntamálastofnun gefur út. Í pakkanum er námsefni sem býður upp á fjölbreytta vinnu tengda orðaforða og stafa- og hljóðvitund barna. Einnig má finna hreyfispil, tónlistarleiki, bókstafi, léttlestrarbækur o.fl. Lions er aðili að þjóðarsáttmála um læsi þar sem lögð er áhersla á að efla læsi 2–16 ára barna. Verkefnið hófst nú í haust 2018 þar sem Lionsklúbbar um land allt hafa unnið að þessu skemmtilega og gefandi verkefni.
Meira ...

Breytingar á nefndum Mosfellsbæjar

09.11.2018Breytingar á nefndum Mosfellsbæjar
Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ. Til varð ný nefnd sem heitir lýðræðis- og mannréttindanefnd og mun sinna lýðræðismálum sem áður voru á borði bæjarráðs og jafnréttismálum sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd. Þá varð til ný nefnd sem nefnist menningar- og nýsköpunarnefnd sem tekur við verkefnum sem áður var sinnt af menningarmálanefnd og þróunar- og ferðamálanefnd.
Meira ...

Bilun í símkerfi og nettengingu

09.11.2018Bilun í símkerfi og nettengingu
Upp kom bilun í símkerfi og nettengingu á Bæjarskrifstofu um hádegisbil í dag. Kerfið lá niðri um nokkurn tíma á meðan unnið var að því að leita að bilun og lagfæra hana. Biðjumst við velvirðingar á þessum óþægindum
Meira ...

Samráðsvettvangur bæjarins og UMFA

08.11.2018Samráðsvettvangur bæjarins og UMFA
Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá. Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um framkvæmdaáætlun og forgangsröðun til næstu ára í samvinnu við fulltrúa Mosfellsbæjar.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð

07.11.2018Leikskólinn Hlíð
Hlíð er um 80 barna, 5 deilda, leikskóli fyrir 1 til 4 ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Unnið er að þróunarverkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“ í samstarfi við Menntamálastofnun. Stefnt er að því að Hlíð verði ungbarnaleikskóli fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir kennurum með áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fagstarfs með yngstu börnunum.
Meira ...

Síða 5 af 35