Fréttir eftir árum

Tilkynning til íbúa vegna óveðurs

10.12.2019Tilkynning til íbúa vegna óveðurs
Mosfellsbær vill benda íbúum á að hafa samband við 112 í neyðartilvikum sem kunna að skapast vegna veðursins sem gengur yfir landið núna. Neyðarvakt bæjarins er með síma 5668450. Jafnframt er neyðarstjórn Mosfellsbæjar í viðbragðsstöðu svo lengi sem þörf krefur og í samskiptum við Aðgerðamiðstöð Almannavarna.
Meira ...

Foreldrar sæki börn í skólann fyrir klukkan 15:00 þriðjudaginn 10. desember

09.12.2019Foreldrar sæki börn í skólann fyrir klukkan 15:00 þriðjudaginn 10. desember
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl.15:00 á morgun þriðjudaginn 10. desember fyrir höfuðborgarsvæðið vegna óveðurs. Appelsínugul viðvörun þýðir að miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum.
Meira ...

Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir Fellið

09.12.2019Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir Fellið
Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun. Efnt var til nafnasamkeppni fyrir nýja húsið og skipuð var sérstök nafnanefnd Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Meira ...

Appelsínugul viðvörun 10. desember

09.12.2019Appelsínugul viðvörun 10. desember
Veðurstofa Íslands hefur spáð fyrir um appelsínugula viðvörun fyrir þriðjudaginn 10. desember og er gert ráð fyrir norðan stormi eða roki sem flokkast sem appelsínugult ástand samkvæmt viðvörunarkerfi veðurstofunnar.
Meira ...

Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi á laugardaginn 30. nóvember

29.11.2019Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi á laugardaginn 30. nóvember
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar í Kjarna frá kl. 15:30. Dagskrá á Miðbæjartorginu hefst kl. 16:00. Skólakór Varmárskóla syngur jólalög, og söngkonan Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm kemur fram.
Meira ...

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023

28.11.2019Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 27. nóvember gerir ráð fyrir að tekjur verði 13.380 m.kr., gjöld án fjármagnsliða 12.412 m.kr., fjármagnsliðir 628 m.kr. og að rekstrarafgangur verði 340 m.kr.
Meira ...

Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag í Hlíðahverfi - Hamraborg, Mosfellsbæ

27.11.2019Kynning á deiliskipulagslýsingu: Deiliskipulag í Hlíðahverfi - Hamraborg, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags sem afmarkast af Langatanga í austri, Bogatanga í norðri og verslunar- og þjónustusvæði við Vesturlandsveg í suðri. Stærð skipulagssvæðisins er tæpir 2,6 ha og er í aðalskipulagi Mosfellsbæjar skilgreint sem íbúðarhúsasvæði, 120-íb.
Meira ...

Úthlutun lóða - Súluhöfði og Desjamýri

25.11.2019Úthlutun lóða - Súluhöfði og Desjamýri
Til úthlutunar eru fjórar einbýlishúsalóðir við Súluhöfða 36, 43, 45 og 47 og þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri.

Meira ...

Vel heppnað Bókmenntahlaðborð

25.11.2019Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar, sem fór fram 21. nóvember sl., var að vanda vel sótt. Hátt í 300 gestir mættu til að hlýða á rithöfunda lesa úr nýútkomnum bókum sínum.
Meira ...

Skrifað undir samning vegna 2. og 3. áfanga Helgafellsskóla

20.11.2019Skrifað undir samning vegna 2. og 3. áfanga Helgafellsskóla
Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskólans Helgafellsskóla og hefur það verið gert í nokkrum áföngum. Byggingu 1. áfanga skólans er lokið, búið er að innrétta leikskóla sem telst til 4. áfanga og unnið er að hluta lóðar og á þeirri vinnu að ljúka á næstu mánuðum.
Meira ...

Síða 2 af 20