Fréttir eftir árum

Fjölnota íþróttahús vígt að Varmá

14.11.2019Fjölnota íþróttahús vígt að Varmá
Nýtt fjölnota íþróttahús var vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember við hátíðlega athöfn. Húsið er sérútbúið fyrir knattspyrnu en einnig eru þar þrjár hlaupabrautir ásamt göngubraut umhverfis völlinn. Húsið er um 4000m² að stærð og kærkomin viðbót við þá aðstöðu sem fyrir er.
Meira ...

Vinna við aðveitulagnir norðan Bjarkarholts - áhersla lögð á lágmarks röskun

12.11.2019Vinna við aðveitulagnir norðan Bjarkarholts - áhersla lögð á lágmarks röskun
Í tengslum við uppbyggingu nýrra húsa við Bjarkarholt stendur yfir vinna við allar aðveitulagnir norðan götunnar. Áhersla er lögð á að röskun á starfsemi við götuna verði sem minnst á framkvæmdatímanum enda um að ræða bæði leið strætisvagna og verslunargötu.
Meira ...

Frábært tækifæri fyrir frumkvöðla - Umsóknarfrestur til 14. nóv.

12.11.2019Frábært tækifæri fyrir frumkvöðla - Umsóknarfrestur til 14. nóv.
Menningar- og nýsköpunarnefnd auglýsir eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019. Hér er um að ræða tækifæri fyrir frumkvöðla sem hafa hugmyndir um nýsköpun til að koma verkefni sínu á framfæri.
Meira ...

Viðurkenning fyrir verkefni í þágu fjöl-/tvítyngdra

11.11.2019Viðurkenning fyrir verkefni í þágu fjöl-/tvítyngdra
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hlutu viðurkenningu fyrir tvö Erasmus+ verkefni: „Stuðningur til að efla læsi og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“ og „Starfsspeglun í kennslu og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“.
Meira ...

Nafnasamkeppni fyrir nýja fjölnota knattspyrnuhúsið

08.11.2019Nafnasamkeppni fyrir nýja fjölnota knattspyrnuhúsið
Nýtt fjölnota knattspyrnuhús verður vígt að Varmá laugardaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00. Í tilefni þess verður efnt til nafnasamkeppni og eru allir hvattir til að taka þátt og senda inn tillögu að nafni á húsið.
Meira ...

Lokað frá kl. 13:00-16:00 fimmtudaginn 7. nóvember

06.11.2019Lokað frá kl. 13:00-16:00 fimmtudaginn 7. nóvember
Vegna starfsdags bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar fimmtudaginn 7. nóvember verður lokað frá kl. 13:00-16:00. Þjónustuverið svarar áríðandi erindum í síma 525-6700 og verður leitast við að sinna öllu slíku eins vel og frekast er unnt.
Meira ...

Úthlutun 15 lóða við Súluhöfða

01.11.2019Úthlutun 15 lóða við Súluhöfða
Umsóknarfresti vegna úthlutunar 15 lóða við Súluhöfða lauk á miðnætti 31.10.2019. Alls bárust umsóknir frá 26 umsækjendum. Lögmaður Mosfellsbæjar, skjalastjóri og persónuverndarfulltrúi munu opna umsóknir frá kl. 10:00 mánudaginn 4.11.2019 í Helgafelli, fundarsal bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Meira ...

Rammaskipulag Helgafellshverfis frá 2005

01.11.2019Rammaskipulag Helgafellshverfis frá 2005
Í framhaldi af kynningarfundi 28. október á tillögu að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, er hægt að nálgast rammaskipulag Helgafellshverfis frá 2005 á vef Mosfellsbæjar.
Meira ...

Gert ráð fyrir 350 m.kr. afgangi á rekstri Mosfellsbæjar árið 2020

31.10.2019Gert ráð fyrir 350 m.kr. afgangi á rekstri Mosfellsbæjar árið 2020
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 30. október.
Meira ...

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, kynning fyrir íbúa Helgafellshverfis

29.10.2019Tillaga að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, kynning fyrir íbúa Helgafellshverfis
Mánudaginn 28. október sl. var haldinn kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis. Haldnar voru fjórar kynningar og að þeim loknum voru umræður um málin.
Meira ...

Síða 3 af 20