Fréttir eftir árum

Vatnsleki í Skálahlíð

23.12.2020Vatnsleki í Skálahlíð
Af öryggisástæðum verður ekki hægt að gera við vatnsleka í Skálahlíð fyrr en 5. janúar. Vatnslögnin liggur undir 132 kw háspennustreng sem þarf að slá út svo hægt sé að vinna verkið.

Meira ...

Sorphirða yfir jól og áramót

22.12.2020Sorphirða yfir jól og áramót
Yfir jól og áramót fellur oft til meira sorp frá heimilum en á öðrum tíma ársins. Það getur því verið ágætt að vita hvenær tunnurnar eru tæmdar.


Meira ...

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

21.12.2020Afgreiðslutími yfir jól og áramót
Afgreiðslutími á bæjarskrifstofu, bókasafni og íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar verður sem hér segir yfir jól og áramót.


Meira ...

Gleðilega hátíð

20.12.2020Gleðilega hátíð
Starfsfólk Mosfellsbæjar óskar Mosfellingum sem og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Við gerum þetta saman.
Meira ...

Hlustaðu á jólatónleika Mosfellsbæjar í Lágafellskirkju

17.12.2020Hlustaðu á jólatónleika Mosfellsbæjar í Lágafellskirkju
Óskar Einarsson bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020 ásamt þeim Hrönn Svansdóttur og Fanný K. Tryggvadóttur tóku upp hugljúfa jólatónleika á dögunum í Lágafellskirkju.


Meira ...

Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 - Kosning stendur yfir 17. - 23. desember

17.12.2020Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 - Kosning stendur yfir 17. - 23. desember
Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakonu og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020. Kosning fer fram í Íbúagátt Mosfellsbæjar og stendur yfir dagana 17. - 23. desember. Úrslit verða kynnt með rafrænum hætti í byrjun janúar.
Meira ...

Deiliskipulag fyrir Helgadalsveg 60

17.12.2020Deiliskipulag fyrir Helgadalsveg 60
Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulags, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga deiliskipulags nær yfir landbúnaðarland að Helgadalsvegi 60 L229080, utan þéttbýlisins suður af Mosfellsdal.
Meira ...

Aðalskipulagsbreyting landbúnaðarlands við Dalland

17.12.2020Aðalskipulagsbreyting landbúnaðarlands við Dalland
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að stækka landbúnaðarland við Dalland 527-L um 6,1 ha. til austurs.
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Teigahverfi 17. desember kl. 10:00-13:00

16.12.2020Lokað fyrir heitt vatn í Teigahverfi 17. desember kl. 10:00-13:00
Vegna viðgerðar á stofnæð verður lokað fyrir heitt vatn í Teigahverfi fimmtudaginn 17. desember kl. 10:00-13:00. Lokunin nær til Stórateigs, Merkjateigs, Hamarsteigs, Einiteigs, Birkiteigs, Asparteigs og Tröllateigs 53 og 55.
Meira ...

Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst

15.12.2020Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst
Á sameiginlegum fundi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 11. desember sl. var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur sem hafa verið skipulagðar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Síða 1 af 33