Fréttir eftir árum

Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum, 3. áfangi, uppbygging og fullnaðarfrágangur

17.02.2020Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum, 3. áfangi, uppbygging og fullnaðarfrágangur
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum, 3. áfangi, uppbygging og fullnaðarfrágangur“.
Meira ...

Skilaboð frá Veðurstofu Íslands

14.02.2020
Samkvæmt Veðurstofu Íslands: Vindur er nú að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu eins og spár gerðu ráð fyrir. Appelsínugul viðvörun tók gildi kl. 11 og rennur hún út kl. 14 eins og gefið var út í gær. Ekki eru lengur líkur á snjókomu og minnka því áhrif veðursins hratt. Eins og við bentum á í tilkynningum okkar í gær þá eru veðurskilyrði ólík innan höfuðborgarsvæðisins bæði eftir sveitarfélögum og hverfum. Örfá hverfi voru í þokkalegu skjóli fyrir austanátt og veðrið náði sér því síður á strik þar. Nánar á vefnum okkar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
Meira ...

Almennt skólahald í Mosfellsbæ fellur niður

13.02.2020
Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­daginn 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 07:00 í fyrramálið til klukkan 11:00 sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar sem og frístund verða engu að síður opin með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – hér er átt við fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Allur skólaakstur fellur niður. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður eftir kl. 15:00 samkvæmt spá sem þýðir að ýmis þjónusta raskast eða fellur niður í fyrramálið og jafnvel allan daginn. Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar í Mosfellsbæ og bókasafn verða lokaðar til klukkan 15:00. Þjónustuver Mosfellsbæjar verður lokað en símsvörun sinnt. Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir á síðu Veðurstofunnar.
Meira ...

Frítt í Safnanæturvagna Strætó 7. febrúar

07.02.2020
Hin árlega Safnanótt verður haldin föstudaginn 7. febrúar og er hún hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Strætó mun aka sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Það verður frítt í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:00 til ca. 22:40.
Meira ...

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnarlækni

04.02.2020Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnarlækni
Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman föstudaginn 31. janúar 2020 að beiðni sóttvarnalæknis. Tilefni fundarins var samræming og skipulag viðbragða við kórónaveirunni (2019-nCoV). Sóttvarnalæknir fór yfir hlutverk höfuðborgarsvæðisins í viðbrögðum ef og þegar veiran kemur upp á Íslandi.
Meira ...

Varasöm hengja í vesturbrún Mosfells

31.01.2020Varasöm hengja í vesturbrún Mosfells
Veðurstofa Íslands varar við snjóhengju í vesturbrún Mosfells og má fá finna nánari upplýsingar um það á vefnum þeirra.

Meira ...

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Tímavinna iðnaðarmanna“

31.01.2020Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Tímavinna iðnaðarmanna“
Mosfellsbær óskar eftir verðum í ófyrirséð (tilfallandi) viðhald og minni háttar fyrirséð viðhald sem Mosfellsbær ákveður að bjóða ekki út sérstaklega á fagsviðunum trésmíði, pípulögn, raflögn, málun, múrverk, dúkalögn, stálsmíði, blikksmíði og garðyrkju.
Meira ...

Mosfellsbær á verðlaunapalli í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga

30.01.2020Mosfellsbær á verðlaunapalli í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga
Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir þannig viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Að venju er Mosfellsbær í efstu sætum og yfir landsmeðaltali í öllum málaflokkum utan eins þar sem sveitarfélagið er jafnt öðrum sveitafélögum.
Meira ...

Viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara við Bjarkarholt í Mosfellsbæ

30.01.2020Viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara við Bjarkarholt í Mosfellsbæ
Í lok nóvember síðastliðins skrifaði Mosfellsbær undir viljayfirlýsingu ásamt Eir öryggisíbúðum, Arion banka og Ásgeiri Erni Hlöðverssyni fjárfesti og ráðgjafa fyrir hönd væntanlegs eiganda og framkvæmdaaðila óstofnaðs eignarhaldsfélags, um þróun og uppbyggingu íbúðar- og þjónustuhúsnæðis fyrir eldri borgara við Bjarkarholt í Mofellsbæ.
Meira ...

Álagning fasteignagjalda 2020

30.01.2020Álagning fasteignagjalda 2020
Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á island.is og Íbúagátt Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar.
Meira ...

Síða 1 af 4