Fréttir eftir árum

Útboð - Súluhöfði - Stígar og landmótun 1. áfangi

07.08.2020Útboð - Súluhöfði - Stígar og landmótun 1. áfangi
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Súluhöfði - Stígar og landmótun 1. áfangi. Verkið felur í sér uppbyggingu og frágang á göngu- og hjólastíg við Súluhöfða í Mosfellsbæ, en búið er að fjölga lóðum og bæta við einni götu norðvestan við núverandi byggð. Leggja skal nýjan stíg sem skal aðlaga að núverandi stígum sem tengjast framkvæmdasvæðinu og landmótun meðfram nýjum stígum. Frágangur miðast við jarðvinnu, mulning undir malbik, grassáningu og fleira.
Meira ...

Framkvæmdir á grænum svæðum í Leirvogstunguhverfi

06.08.2020Framkvæmdir á grænum svæðum í Leirvogstunguhverfi
Nú standa yfir framkvæmdir á grænum svæðum í Leirvogstunguhverfi. Á milli Laxatungu 10-34 og Leirvogstungu 19-33 hafa framkvæmdir staðið yfir undanfarnar vikur við að fjarlægja allt illgresi og jafna út svæðið með sléttu moldarlagi með því markmiði að mynda þar snyrtilega grasbrekku. Á opnu grænu svæði við Laxatungu 116-134 er verið að búa til nýtt og glæsilegt leiksvæði sem mun meðal annars innihalda sleðabrekku, grasflöt, áningastað með bekkjum og ýmis leiktæki.
Meira ...

Breyting á heitu vatni í Mosfellsbæ

06.08.2020Breyting á heitu vatni í Mosfellsbæ
Hitaveita Veitna breytti í júní afhendingu heits vatns í Mosfellsbæ og nokkrum hverfum Reykjavíkur svo þau fái upphitað vatn frá virkjunum ON á Hellisheiði og á Nesjavöllum í stað vatns úr borholum á jarðhitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ.
Meira ...

Notum rafrænar þjónustuleiðir

04.08.2020Notum rafrænar þjónustuleiðir
Mosfellsbær leggur áfram áherslu á að hvetja viðskiptavini sína til að nýta rafrænar þjónustuleiðir eins netspjall og tölvupóst í eins ríku mæli og unnt er vegna Covid-19.
Meira ...

Ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu

03.08.2020Ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu
Það er ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Mælt er með því að viðskiptavinir geti sett upp grímu ef vagninn er þétt setinn og erfitt verður að halda 2 metra fjarlægð. Það er einnig mælt með grímunotkun fyrir fólk sem er í áhættuhópum.
Meira ...

Viðbragðsstaða vegna Covid-19

31.07.2020Viðbragðsstaða vegna Covid-19
Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur sveitarfélagið farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megindráttum óbreytt en vinnulag verður sniðið að nýjum samkomutakmörkunum.
Meira ...

Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2020 - Umsóknarfrestur rennur út í dag

31.07.2020Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga fyrir 2020 - Umsóknarfrestur rennur út í dag
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2020. Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum.
Meira ...

Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí

30.07.2020Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 frá hádegi 31. júlí
Á hádegi þann 31. júlí næstkomandi taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.
Meira ...

Rafmagnslaust við Dalland og nágrenni 29. júlí kl. 9:00-12:00

28.07.2020Rafmagnslaust við Dalland og nágrenni 29. júlí kl. 9:00-12:00
Vegna viðgerðar verður rafmagnslaust við Dalland og nágrenni miðvikudaginn 29. júlí kl. 09:00-12:00.

Meira ...

Efnistaka í Seljadalsnámu í Mosfellsbæ

28.07.2020Efnistaka í Seljadalsnámu í Mosfellsbæ
Mosfellsbær áformar að bjóða út efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla jarðefnis og fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Meira ...

Síða 1 af 19