Fréttir eftir árum

Frítt í strætó á bíllausa deginum 22. september

22.09.2021Frítt í strætó á bíllausa deginum 22. september
Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn í Samgönguvikunni en á þeim degi eru íbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér frekar vistvæna samgöngumáta sé þess kostur. Af því tilefni mun Strætó bs. bjóða farþegum sínum ókeypis í strætó allan daginn á höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu

21.09.2021Lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu
Þessa dagana stendur yfir Evrópsk samgönguvika en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt áherslu á gott samstarf í samgönguvikunni. Sveitarfélögin hafa m.a. unnið að samræmdu hjólakorti sem sýnir lykilleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið merktar með samræmdum merkingum og auðkenndar hver með sínum lit.
Meira ...

Umsókn um styrk til náms og verkfæra- og tækjakaupa

21.09.2021Umsókn um styrk til náms og verkfæra- og tækjakaupa
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til fatlaðs fólks til náms eða verkfæra og tækjakaupa vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Meira ...

Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu

21.09.2021Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu
Veðurstofa Íslands hefur fært viðvaranir upp á appelsínugult stig á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst samkvæmt spám. Það viðrar illa til ferðalaga og er fólk hvatt til að huga að lausamunum.
Meira ...

Gular viðvaranir í gildi

20.09.2021Gular viðvaranir í gildi
Gert er ráð fyrir vonskuveðri á morgun, þriðjudaginn 21. september, og eru gular viðvaranir í gildi um allt land. Víða verður hvassviðri eða stormur og mikil rigning. Það viðrar illa til ferðalaga og er fólk hvatt til að huga að lausamunum.
Meira ...

Uppfært - Vegna veðurs verður Dr. Bæk inni í Kjarna í dag kl. 15:00-17:00

20.09.2021Uppfært - Vegna veðurs verður Dr. Bæk inni í Kjarna í dag kl. 15:00-17:00
Vegna veðurs verður Dr. Bæk inni í Kjarna, hjá Bókasafni Mosfellsbæjar, í dag kl. 15:00-17:00. Öll sem eiga hjól eru hvött til að koma með hjólhesta sína í fría ástandsskoðun hjá Dr. Bæk.
Meira ...

Korterskortið - Hversu langt kemst þú?

19.09.2021Korterskortið - Hversu langt kemst þú?
Í Samgönguvikunni er vert að vekja athygli á korterskortinu, korter.vistorka.is, sem sýnir vegalengdir sem hægt er að komast á 5 - 30 mínútum innan sveitarfélagsins sem og á höfuðborgarsvæðinu öllu, hvort sem er gangandi eða hjólandi.
Meira ...

Göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í Mosfellsbæ

18.09.2021Göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir í Mosfellsbæ
Í Samgönguviku eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga til útivistar og samgangna. Hægt er að skoða kort af hlaupa-, hjóla- og gönguleiðum á vef bæjarins, mos.is/utivist.

Meira ...

Hinsegin klúbbur Bólsins hlýtur Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021

17.09.2021Hinsegin klúbbur Bólsins hlýtur Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021
Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021 hlýtur Hinsegin klúbbur Bólsins. Hinsegin klúbbur félagsmiðstöðvarinnar Bólsins var stofnaður árið 2019 og er vettvangur þar sem öll geta verið þau sjálf og veita þátttakendum færi á að fræðast frekar um hinsegin málefni.
Meira ...

BMX hátíð á miðbæjartorginu í dag kl. 15:00-17:00

17.09.2021BMX hátíð á miðbæjartorginu í dag kl. 15:00-17:00
BMX-brós sýna listir sínar á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, föstudaginn 17. september, kl. 15:00 - 17:00.

Meira ...

Síða 1 af 23