Fréttir eftir árum

Malbikun Þingvallavegar að kvöldi 21. júní

18.06.2021Malbikun Þingvallavegar að kvöldi 21. júní
Mánudagskvöldið 21. júní og aðfaranótt þriðjudags 22. júní er stefnt á að malbika kafla á Þingvallavegi á milli Vinaskógar og Skálabrekkuvegar. Kaflinn er um 1.120m og verður Þingvallavegi lokað meðan á framkvæmdum stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 06:00.
Meira ...

17. júní hátíð í Mosfellsbæ

15.06.202117. júní hátíð í Mosfellsbæ
Hæ, hó, jibbí, jei... Á lýðveldisdaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og fjölskyldur í Mosfellsbæ. Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hátíðardagskrá við Hlégarð en dreift verður úr smærri viðburðum yfir daginn. Mosfellingar eru hvattir til að gera sér glaðan dag með börnin í forgangi. Góða skemmtun!
Meira ...

Malbikun Vesturlandsvegar að kvöldi 16. júní

14.06.2021Malbikun Vesturlandsvegar að kvöldi 16. júní
Miðvikudagskvöld 16. júní og aðfaranótt fimmtudags 17. júní er stefnt á að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi á milli gatnamóta við Þingvallaveg og Köldukvíslar að því gefnu að veður leyfi.

Meira ...

Mosfellsbær setur aftur Íslandsmet í þátttöku í íbúakosningu

11.06.2021Mosfellsbær setur aftur Íslandsmet í þátttöku í íbúakosningu
Grillskýli rís við Stekkjarflöt, Minigolfvöllur verður settur upp í Ævintýragarðinum, Jólagarður á Hlégarðstúni og baðaðstaða verður byggð við Hafravatn samkvæmt niðurstöðum íbúakosningar um verkefni í Okkar Mosó 2021. Íbúar völdu jafnframt körfuboltavelli við bæði Varmárskóla og Lágafellsskóla auk þess velja merkingu hlaupa- og gönguleiða, fjallstoppa og fjallahjólastíga.
Meira ...

Covid-19: Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri

11.06.2021Covid-19: Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri
Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.
Meira ...

Álafosshlaupið fer fram laugardaginn 12. júní kl. 10:00

10.06.2021Álafosshlaupið fer fram laugardaginn 12. júní kl. 10:00
Álafosshlaupið verður haldið í Mosfellsbæ laugardaginn 12. júní og verður ræst kl. 10:00. Hlaupið verður frá Varmárvelli um austursvæði Mosfellsbæjar og býður Mosfellsbær öllum þátttakendum í sund í Varmárlaug að hlaupi loknu.

Meira ...

Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar í fyrsta þætti NETnótunnar

09.06.2021Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar í fyrsta þætti NETnótunnar
NETnótan samanstendur af stuttum myndböndum frá íslenskum tónlistarskólum en sjónvarpsstöðin N4 sýnir þrjá sjónvarpsþætti sem byggðir eru á völdum bútum úr myndböndum skólanna. Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar verður flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur verður á N4 þann 13. júní kl. 20:30.
Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni

08.06.2021Tilkynning frá Vegagerðinni
Í kvöld, þriðjudaginn 8. júní, milli kl 20:00-01:00, er stefnt að því að fræsa Vesturlandsveg milli Þingvallavegar og Köldukvíslar. Vegurinn verður lokaður meðan á vinnu stendur en hjáleið um Tunguhverfi verður merkt á staðnum.

Meira ...

Nýtt deiliskipulag Ævintýragarðsins í Mosfellsbæ

03.06.2021Nýtt deiliskipulag Ævintýragarðsins í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með nýtt deiliskipulags, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar 19.05.2021. Nýtt deiliskipulag er unnið á grundvelli verðlaunatillögu í hugmyndasamkeppni um Ævintýragarð sem haldin var árið 2009. Deiliskipulagssvæðið er staðsett í Ullarnesbrekkum og afmarkast af Vesturlandsvegi til austurs, Köldukvísl til norðurs að meðtöldum Suðureyrum og mörkum Varmárskólasvæðis til suðurs.
Meira ...

Fundir skipulagsnefndar vegna aðalskipulags

03.06.2021Fundir skipulagsnefndar vegna aðalskipulags
Í vinnslu og undirbúningi er endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Ráðgjafar aðalskipulags, starfsfólk Arkís arkitekta og Mannvits verkfærðistofu, hafa fundað með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og farið fyrir fjölda erinda, ábendinga og umsókna sem liggja fyrir í endurskoðun aðalskipulags.
Meira ...

Síða 1 af 15