Fréttir eftir mánuðum

Sveitarfélögin forgangsraða þjónustu vegna inflúensunnar

30.10.2009
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðsáætlunum sem gerðar voru undir umsjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að tryggja órofna lykilþjónustu á meðan inflúensufaraldur gengur yfir. Gerðar eru ráðstafanir til að hindra útbreiðslu inflúensunnar meðal starfsfólks og dreifa þannig álaginu sem annars skapast vegna forfalla. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum hefur gengið vel að tryggja íbúunum lykilþjónustu þrátt fyrir forföll meðal starfsfólks.
Meira ...

Við tökum þátt - aðkoma foreldra að skólastarfi

28.10.2009
Miðvikudaginn 28. október kl: 20:00-21:00 verður fyrsta opna hús vetrarins á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Að þessu sinni verður fjallað um tilgang og markmið skóla- og foreldraráða leik- og grunnskóla skv. lögum um leik- og grunnskóla. Foreldrar í Krikaskóla efna til samræðu við gesti um aðkomu foreldra að skólastarfi í Mosfellsbæ.
Fyrirlesturinn er haldinn í Listasal Mosfellsbæjar og er öllum opinn, aðgangur ókeypis.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar
www.mos.is
Meira ...

Bólið opnar útibú í Lágafellsskóla

28.10.2009
Opnunarhátíð Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins við Lágafellskóla var haldin 2. október. Gestum var boðið að skoða nýendurgert húsnæði og kynna sér það sem er í boði í Bólinu fyrir ungmenni Mosfellsbæjar. Opnunarhátíðin var vel sótt enda glæsilega að öllu staðið við gerð félagsmiðstöðvarinnar, tækjakostur er mjög góður og húsnæðið allt í samræmi við óskir unglinganna. Starfsmenn voru á staðnum og bökuðu vöfflur og kynntu starfsemina fyrir gestum.
Meira ...

Fjölbreytt heilsuþjónusta í boði

27.10.2009
Í Lágafellslaug er 25 metra útisundlaug, innilaug með færanlegum botni, heitir pottar, eimbað, sauna og renni-brautir. Í innilauginni er kennd vatnsleikfimi og ungbarnasund. Stór íþróttasalur er í húsinu sem er vel nýttur meðan sundlaugin er opin. Einnig er líkamsræktar-stöðin World Class með mjög góða starfsemi í húsinu.
Meira ...

Við erum Krikaskóli

26.10.2009
Nemendur Krikaskóla eru farnir að hlakka til að flytja í nýju skólabygginguna við Sunnukrika sem tekinn verður í notkun í byrjun næsta árs. Einn góðviðrisdag í október fengu þau sér göngutúr með fána sem þau höfðu útbúið sem á stóð: Við erum Krikaskóli og var hann dreginn að húni við mikinn fögnuð. Fyrsti hádegisverðurinn var einnig borðaður og nokkur létt lög sungin.
Meira ...

Mosfellsbær boðar til málþings um stöðu sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögum á Íslandi

23.10.2009

Sveitarfélög á Íslandi eru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun undir merkjum Staðardagskrár 21. Áhugavert er að fara yfir og bera saman mismunandi áherslur og aðferðafræði sveitarfélaga í þessum efnum.

Um þetta fjallar málþingið, sem fram fer í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2 í Mosfellsbæ (innangengt frá
bókasafni), fimmtudaginn 5. nóvember n.k. kl. 16:00-18:00 sem er öllum opið og án endurgjalds.
Meira ...

Bæjarráð samþykkir viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar

22.10.2009
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar vegna heimsfaraldurs inflúensu og jafnframt stofnað neyðarstjórn sem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand ríkir. Viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar er gerð í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og er hluti af svæðisáætlun almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. 
Meira ...

Einar Kárason og Brekkukotsannáll

21.10.2009
Rithöfundurinn Einar Kárason mætir galvaskur á Gljúfrastein, sunnudaginn 25.október kl. 16:00, og fjallar um Brekkukotsannál. Skáldverkið kom fyrst út árið 1957, það fyrsta sem kom út eftir að Halldór hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955.
Meira ...

Tónleikar í Bókasafninu á sunnudaginn 25. okt.

21.10.2009

Tríó Vadims Fyodorov leikur í Bókasafni Mosfellsbæjar sunnudaginn 25. október kl. 16.00. Tónlistarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir tónleikunum. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og 500 kr. fyrir skólafólk og eldri borgara.
Meira ...

Námskeiðið Barnið komið heim!

21.10.2009
Mosfellsbær í samstarfi við ÓB-ráðgjöf stendur fyrir námskeiði fyrir væntanlega foreldra og foreldra barna allt að þriggja ára. Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu foreldra á þörfum barna og stuðla að auknum hæfileikum þeirra til að takast á við breytingar samfara tilkomu barns.

Námskeiðið er hannað af sálfræðingunum og hjónunum John og Julie Gottman í samstarfi við The Swedish Medical Center í Seattle. Niðurstöður rannsókna meðal þátttakenda námskeiðsins sýna að fleiri pör upplifa aukin gæði í parsambandinu og bæði feður og mæður sem sóttu námskeiðið voru næmari fyrir þörfum barnanna og brugðust betur við þeim. Þetta átti sérstaklega við um feðurna. Börnin sýndu einnig merki um minni streitu og brostu meira. Stöðumat meðal íslenskra þátttakenda sem sótt hafa námskeiðið sýnir að þeir eru mjög ánægðir og telja gagnsemi námskeiðsins mikla.
Meira ...

Skipulagsþing - jákvæðar og uppbyggjandi umræður

19.10.2009
Mosfellsbær hélt skipulagsþing síðastliðinn laugardag þar sem um 40 Mosfellingar fjölluðu um skipulagsmál í Mosfellsbæ í ljósi endurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir. Markmiðið með þinginu var að stuðla að lifandi umræðu um skipulagsmál í Mosfellsbæ og framtíð bæjarins.
Meira ...

Dagforeldrar í Mosfellsbæ á slysavarnar- og skyndihjálparnámskeiði.

19.10.2009

Síðastliðinn föstudag sátu allir dagforeldrar í Mosfellsbæ á sérsniðnu skyndihjálpar- og slysavarnarnámskeiði fyrir starfsemi dagforeldra. Námskeiðið var  haldið að tilstilli Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Leiðbeinandi á námskeiðinu var  Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Forvarnarhúss.  Skv. reglum Mosfellsbæjar ber dagforeldrum að endurnýja þekkingu sína á skyndihjálp og forvörnum eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.

 Hér má sjá nokkrar myndir frá námskeiðinu.

Meira ...

Tónfundur Íslands og Noregs

14.10.2009
Rithöfundasetrin Gljúfrasteinn og Skriðuklaustur stíga nú fyrstu skrefin í samstarfi sín á milli og efna til tónleika. Laugardaginn 17. október klukkan 16.00 munu söngkonan Liv Skrudland og sellóleikarinn Karin Nielsen flytja norsk og íslensk lög í stofunni á Gljúfrasteini. Listamennirnir koma frá Norður-Noregi og hafa að undanförnu dvalist í gestaíbúðinni Klaustrinu á Skriðuklaustri og er dvölin hluti af samstarfi menningarráðanna í Vesterålen og á Austurlandi.
 
Meira ...

Mosfellsbær kynnir sér kosti vistvænna bíla

06.10.2009

Mosfellsbær hefur fengið að láni tvo Prius tvinnbíla frá Toyota til reynsluaksturs fyrir starfsfólk bæjarskrifstofunnar og áhaldahús bæjarins.  Tilgangurinn er að kynna kosti umhverfisvænna bíla fyrir starfsfólki, sem gefst kostur á að nýta sér þessa bíla til vinnutengdra ferða.  Tvinnbílar geta eytt um helmingi minna eldsneyti en sambærilegar bílar með því að nýta rafmagn sem þeir framleiða sjálfir við akstur og minnka við það útblástursmengun töluvert.  Bæjarstarfsmenn munu því væntanlega vera á sveimi á tveimur vel merktum vistvænum Toyota bifreiðum næstu daga.

Meira ...

Milljarðaverkefni í undirbúningi í Mosfellsbæ

02.10.2009
Mosfellsbær úr lofti séðurMosfellsbær, PrimaCare ehf. og Ístak hf. munu í dag rita undir viljayfirlýsingu um byggingu einkasjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ sem mun sérhæfa sig í mjaðmaliða- og hnjáaðgerðum fyrir útlendinga. Um er að ræða allt að 20-30 þúsund fermetra byggingar og munu skapast 600-1000 störf í bæjarfélaginu. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 13-20 milljarða króna en fjármögnun þess er í höndum svissnesks fjármögnunarfyrirtækis, Oppenheimer Investments AG. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að fyrstu sjúklingarnir verði komi til aðgerða í árslok 2011. “Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikil lyftistöng þetta verkefni verður fyrir samfélagið hér í Mosfellsbæ og nágrenni. Ekki einungis munu skapast hér 600-1000 störf á einu bretti heldur mun verkefnið hafa gífurleg áhrif vegna afleiddrar þjónustu sem af því skapast, jafnt vegna starfsfólks á sjúkrahúsinu og þeim sjúklingum og gestum sem þangað koma,” segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Meira ...

Orgone-boxið - sýning í Listasal

01.10.2009
Orgone-boxOrgone-boxið er ný sýning Steingríms Eyfjörðs sem opnuð verður í Listasal Mosfellsbæjar á laugardaginn þann 3. október kl. 14 - 16:00.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.


Meira ...

Síða 0 af Infinity