Fréttir eftir mánuðum

Góður árangur á Silfurleikum

30.11.2009
Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember síðastliðinn. Þátttakendur frá Aftureldingu voru 32 talsins og stóðu sig frábærlega, heim komu þau með gull, silfur og brons.
 
Meira ...

Jólahátíð á miðbæjartorgi

30.11.2009
JólahátíðSannkölluð jólahátíð var á Miðbæjartorgi á laugardag þegar kveikt var á ljósum á jólatré Mosfellinga. Jólasveinarnir voru að sjálfsögðu mættir á staðinn til að fagna því að aðventan er í garð gengin.
Meira ...

Bæjaryfirvöld mótmæla frestun framkvæmda við Vesturlandsveg

30.11.2009
VesturlandsvegurBæjaryfirvöld í Mosfellsbæ mótmæla því harðlega að endurbætur á Vesturlandsvegi séu saltaðar en önnur verkefni sett í forgang enda sé kaflinn í gegnum bæinn einn hættulegasti og umferðarþyngsti þjóðvegur landsins.
Meira ...

Heimildarmyndin Rajeev revisited nú í sýningu

27.11.2009
Rajeev og ManjuFöstudaginn 27. nóvember hóf Regnboginn sýningar á heimildarmyndinni Rajeev revisited eftir Birtu Fróðadóttur sem styrkt var af menningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Rajeev ólst upp í Mosfellsdal og fluttist til Indlands á unglingsárum og er Rajeev revisited sjálfstætt framhald myndarinnar Leitin að Rajeev frá árinu 2002.
Meira ...

Opið hús fyrir foreldra í kvöld

26.11.2009
HeiliÍ kvöld, miðvikudag, verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betri vinur og svo framvegis.
Meira ...

Nágrannavarsla í Mosfellsbæ

24.11.2009
NágrannavarslaMosfellsbær, Sjóvá og Lögregla höfuðborgarsvæðisins héldu fund um nágrannavörslu í Mosfellsbæ þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00 í Listasal Mosfellsbæjar. Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti.
Meira ...

Máttur góðra tengsla - Hvað hefur heilinn um þau að segja?

24.11.2009
Miðvikudaginn 25. nóvember næstkomandi verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður gestur opna hússins Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, forvarnar- og meðferðarteymi barna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Guðbrandur mun í erindi sínu leitast við á skýran og léttan máta að veita innsýn inn í hvernig þekking á heilanum getur nýst til að verða betra foreldri, betri maki, betri
vinur og svo framvegis.
Meira ...

Ný reiðhöll vígð í Mosfellsbæ um síðustu helgi

23.11.2009
ReiðhöllNý og glæsileg reiðhöll hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ var vígð á laugardag við mikla viðhöfn. Reiðhöllin er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu, 2400 fermetrar að stærð og er reiðvöllurinn sá stærsti á landinu. Reiðhöllin er byggð með stuðningi Mosfellsbæjar og landbúnaðarráðuneytisins en fjölmargir félagar í hestamannafélaginu hafa lagt sitt á vogarskálarnar svo ljúka mætti við verkið.
Meira ...

Bæjarráð heimsækir stofnanir

20.11.2009
Bæjarráð í BókasafniBæjarráð lauk í gær árlegum heimsóknum sínum í stofnanir  Mosfellsbæjar. Reglubundnar heimsóknir bæjarráðs í stofnanir Mosfellsbæjar eru til þess ætlaðar að styrkja tengsl bæjarráðs við stofnanir og starfsmenn þeirra.
Meira ...

Basar til styrktar bágstöddum

20.11.2009
Basar og sýning á vegum félagsstarfs eldri borgara verður haldinn í Listasal og Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna á morgun, laugardaginn 21. nóvember kl. 12-16. Til sölu og til sýnis verður afrakstur starfs Félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ.
Meira ...

Vegagerð á höfuðborgarsvæðinu ekki á dagskrá á næstunni

17.11.2009
VesturlandsvegurBæjarráð Mosfellsbæjar gekk nýverið á fund Kristjáns Möller samgönguráðherra í því skyni að benda á nauðsyn úrbóta í vegasamgöngum um Vesturlandsveg, einn hættulegasta þjóðveg landsins. Á fundinum gerði samgönguráðherra bæjarráði grein fyrir því að ekki væri unnt að ráðast í neinar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegna niðurskurðar á fé til vegaframkvæmda.
Meira ...

Vesturlandsvegur afskrifaður

17.11.2009
VesturlandsvegurBæjarráð Mosfellsbæjar gekk nýverið á fund Kristjáns Möller samgönguráðherra í því skyni að benda á nauðsyn úrbóta í vegasamgöngum um Vesturlandsveg, einn hættulegasta þjóðveg landsins. Á fundinum gerði samgönguráðherra bæjarráði grein fyrir því að ekki væri unnt að ráðast í neinar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegna niðurskurðar á fé til vegaframkvæmda.
Meira ...

Bókmenntahlaðborð - alger veisla

16.11.2009
Hið árlega bókmenntakvöld Bókasafnsins verður haldið miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20 - 22:00. Tónlist, upplestur, umræður og veitingar að hætti bókasafnsins. Höfundarnir sem mæta í ár eru: Huldar Breiðfjörð, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Stefán Máni og Steinunn Sigurðardóttir.
Meira ...

Stefnt að fækkun innbrota og eignaspjalla

13.11.2009
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt fund með Mosfellingum sl. miðvikudag þar sem skrifað var undir samning milli lögreglunnar og Mosfellsbæjar um aukið öryggi og samvinnu á sviði löggæslu- og forvarnarmála í Mosfellsbæ.
Meira ...

Mjallhvít og dvergarnir sjö

12.11.2009
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir á sunnudaginn, þann 15. nóvember, leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur, en alls taka yfir tuttugu leikarar og tónlistarmenn þátt í sýningunni.
Meira ...

Vöfflutónleikar með rjóma í Lágafellsskóla næsta laugardag

11.11.2009

Skólahljómsveitin stendur í stórræðum um þessar mundir.  Ný afstaðnar æfingabúðir A og B sveitar í Klébergsskóla á Kjalarnesi tókust mjög vel fyrir tveimur vikum.  Næstkomandi laugardag 14. nóvember efnir Skólahljómsveitin til vöfflutónleika í Lágafellsskóla.  Fram koma A – B, og C sveitir, alls um 110 hljóðfæraleikarar.  Efnisskráin fjölbreytt að vanda og tilvalin til að hlusta á meðan áheyrendur gæða sér á vöfflu með rjóma og kaffisopa. Tónleikarnir hefjast kl. 11.00 í Lágafellsskóla.

Myndin er af A og B sveit við Klébergsskóla um síðustu mánaðarmót.

Meira ...

Jazz tónleikar í Listasal á sunnudaginn

11.11.2009
Jazz-kvintett Reynis Sigurðssonar heldur tónleika í Listasalnum sunnudaginn 15. nóvember kl. 17.30. Kvintettinn var stofnaður á þessu ári og hefur verið vel tekið þar sem hann hefur komið fram.
Meira ...

Lögreglan fundar með Mosfellingum í dag

11.11.2009
Árlegur haustfundur lögreglu höfuðborgarsvæðisins með fulltrúum Mosfellsbæjar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 16:30 í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum verður horft til þess árangurs sem náðst hefur og skoðuð tölfræði í því sambandi. Nýtt fyrirkomulag á starfsemi LRH með tilkomu fimm lögreglustöðva verður kynnt á fundinum. Einnig verður horft til framtíðar og hugað að því sem betur má fara í sambandi við löggæslu í Mosfellsbæ. 
Meira ...

Kvartettinn Esja leikur í Listasalnum á laugardaginn

10.11.2009
Laugardaginn 14. nóvember kl. 13:00 mun kvartettinn Esja leika píanókvartett Brahms no 3 í c moll á tónleikum í Listasal Mosfellsbæjar. Kvartettinn skipa Jane Ade Sutjarjo, píanó, Sigrún Harðardóttir, fiðla, Þórunn Harðardóttir, víóla og Karl Jóhann Bjarnason, selló.
Meira ...

Barnafataskiptimarkaður Rauða krossins

09.11.2009
Í tvær vikur hefur Kjósarsýsludeild Rauða krossins staðið fyrir barnafataskiptimarkaði. Þar koma foreldrar með heilleg föt af börnunum sínum og skipta yfir aðra stærð eða aðra tegund.  Viðtökur hafa verið mjög góðar og hefur því verið tekin sú ákvörðun að hafa skiptimarkað á sparifötum og spariskóm í desember.
Meira ...

Þemavika í tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar

05.11.2009
Dagana 9. – 13. nóvember verður þemavika í tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Viðfangsefnið í ár eru íslensk þjóðlög. Nemendur og kennarar æfa þjóðlög, skólinn verður skreyttur í þjóðlegum anda og fólk er hvatt til að klæðast íslenskum fatnaði, eins og lopapeysum og þjóðbúningum, ekki síst á tónleikum, sem haldnir verða í Listasal Mosfellsbæjar 17. og 19. nóvember kl. 18.00.
Meira ...

Skipasmíðastöð í Mosfellsbæ

05.11.2009
Lítil skipasmíðastöð starfar í Mosfellsbænum í húsakynnum ÍSTAKS. Þar var nýsmíðuðum borpramma gefið nafn í gær en hann á að nota við hafnarframkvæmdir í Noregi. Þetta kom fram í fréttum RÚV.
Meira ...

Skólahlaup UMSK

05.11.2009
Skólahlaup UMSK fór fram á Varmárvelli á dögunum en í skólahlaupi UMSK er keppt um Bræðrabikarinn en þann bikar hlýtur sá skóli sem hefur hlutfallslega flesta þátttakendur. Í ár komu flestir nemendur frá Lágafellskóla í Mosfellsbæ og hlýtur því Lágafellsskóli Bræðrabikarinn í ár. Skólanum var afhentur bikarinn á dögunum.12 hlauparar frá Lágafellsskóla lentu á verðlaunapalli en keppendur komu úr 4. – 10.bekk. Við óskum nemendum skólans til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Meira ...

Leikskólinn Hulduberg 10 ára

02.11.2009
Leikskólinn Hulduberg heldur upp á 10 ára afmæli sitt í dag, 2.nóvember. Mikil hátíð verður hjá börnum og starfsmönnum leikskólans í tilefni dagsins, íþróttaálfurinn ætlar að mæta og koma öllum í rétta skapið, krakkarnir skreyta sig svo með andlitsmálningu og gæða sér á pizzu í hádeginu.
Meira ...

Síða 0 af Infinity