Fréttir eftir mánuðum

Nýr vefur Mosfellsbæjar kominn í loftið

28.08.2009
Nýr vefur Mosfellsbæjar hefur verið settur í loftið. Vefurinn er byggður upp með það að markmiði að auðvelda notendum aðgang að hvaða upplýsingum sem leitað er að. Tekin hefur verið í notkun öflug leitarvél sem leita mun jafnt í efni vefjarins sem og fundargerðum nefnda Mosfellsbæjar.
Meira ...

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ með opið hús Í túninu heima

28.08.2009
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ verður með opið hús í tilefni bæjarhátíðarinnar Í túninu heima laugardaginn 29. ágúst kl. 13-17.
Meira ...

Spennandi bæjarhátíð framundan

28.08.2009
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar verður haldin helgina 28.-30. ágúst og er dagskráin að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi á föstudag kl. 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur sunginn.
Meira ...

Spennandi bæjarhátíð framundan

28.08.2009
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar verður haldin helgina 28.-30. ágúst og er dagskráin að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi á föstudag kl. 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur sunginn.
Meira ...

Sumarlestur 2009 - Uppskeruhátíð

28.08.2009
Þetta sumarið tóku 88 börn þátt í sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar. Þau lásu samtals tæplega 500 bækur. Sumarlesturinn er góð leið til að halda lestrarfærninni uppi, orðaforðinn eykst og sjálfstraustið vex.
Meira ...

Hátíðleg setning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ

24.08.2009
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var settur í fyrsta sinn í dag við hátíðarviðhöfn að viðstöddu fjölmenni. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, flutti ávarp ásamt Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra og fyrsta þingmanni kjördæmisins, Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og fleirum. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilaði fyrir utan Brúarland þegar gesti bar að garði. Haraldur Sverrisson og Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar, færðu Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara, gjöf frá Mosfellsbæ í tilefni dagsins. Gjöfin var klukka sem hengja má á vegg og nota til að hringja inn og út úr tímum. Framhaldsskólinn starfar í endurgerðu húsnæði að Brúarlandi sem byggt var á þriðja áratug síðustu aldar og var fyrsti barnaskóli Mosfellinga. Skólinn mun starfa þar í um tvö ár eða uns byggt hefur verið nýtt skólahúsnæði í miðbæ Mosfellsbæjar. Stefnt er að því að hönnunarsamkeppni um nýjan skóla fari af stað í haust. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er nýr framhaldsskóli sem kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi og eru þær áherslur samfléttaðar við skólastarfið. Þar er jafnt átt við auðlindir í náttúrunni sem og mannauð með áherslu á lýðheilsu og menningarlegar auðlindir. Enn fremur er stefnt að því að gera umhverfi skólans að lifandi þætti í skólastarfinu þar sem hugað verður m.a. að náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig njóta má umhverfisins og nýta á skynsamlegan hátt. Hugmyndafræði og kennsluhættir skólans einkennast af því að nemendur eru virkir þátttakendur í eigin námi, öðlast sjálfstæði og stjórna námshraða sínum með góðum stuðningi kennara og námsráðgjafa. Notaðar verða fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat sem er stöðugt í gangi og miðast við hugmyndir um leiðsagnarmat. Upplýsingatækninverður notuð til að auka fjölbreytni í skólastarfinu og fyrir utan námsefni í kennslubókum verður allt námsefni, áætlanir, verkefni og upplýsingar aðgengilegt í gegnum kennslukerfi skólans á netinu. Stundatafla nemenda er sveigjanleg þannig að nemendur stjórna hluta af tíma sínum sjálfir. Skólinn leggur áherslu á að bjóða öllum nemendum metnaðarfullt nám og að það sé sameiginlegt markmið nemenda og kennara að nemendur nái góðum árangri. Síðast en ekki síst er mikil áhersla lögð á að byggja upp öflugt og skemmtilegt félagslíf nemenda þar sem allir nemendur geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Meira ...

Í túninu heima - Nýr hverfislitur

24.08.2009
Vegna fjölda áskorana frá íbúum í Teigum, Krikum, Löndum, Ásum, Tungum og Dal, hefur verið breytt um lit í hverfinu í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Nú verður hverfið BLEIKT. Ekki þótti lukkast vel að skreyta með grænu eða hvítu. Grænn féll of mikið saman við gróðurinn í hverfinu og hvítur þótti einfaldlega ekki nógu skrautlegur! Því hefur verið ákveðið að hverfið verði héðan í frá BLEIKT. Þó skal tekið fram að dómnefnd tekur tillit til tíðra litabreytinga hverfisins og gefur engin mínusstig þótt skreytt verði einnig með grænum og hvítum í hverfinu. Talið er víst að skreytingakeppnin verði harðari en nokkru sinni fyrr og hefur dómnefnd borist til eyrna að mikil áform séu uppi í mörgum götum og því ekki seinna vænna en að hefja skreytingar strax svo þeim verði lokið á föstudag þegar hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.
Meira ...

Íþróttafjör fyrir börn í 1. og 2. bekk grunnskóla.

24.08.2009
Íþróttafjör fyrir börn í 1. og 2. bekk grunnskóla er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar, Aftureldingar, grunnskólanna og frístundarseljanna Í vetur verður boðið upp á skipulagðar æfingar í flestum íþróttagreinum Aftureldingar á opnunartíma frístundaselja Mosfellsbæjar og stendur öllum börnum í 1. og 2 bekk til boða. Æfingarnar eru allar undir eftirliti þjálfara frá hverri deild. Íþróttafjör er samstarf flestra deilda innan Aftureldingar, Mosfellsbæjar, grunnskóla og frístundaselja Mosfellsbæjar. Markmiðið er að hvetja nemendur á þessum aldri til að hreyfa sig og kynnast í leiðinni sem flestum íþróttagreinum. Einungis er hægt að bjóða íþróttfjörið í íþróttamiðstöðinni að Varmá og því verða skipulagðar rútuferðir fyrir krakka milli Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðvar að Varmá. Starfsmenn beggja frístundaselja fylgja börnum í íþróttafjör en auk þeirra verða þjálfarar á vegum Aftureldingar á staðnum. Íþróttafjörið tengist starfi frístundarseljanna og því munu börnin stunda íþróttafjörið á opnunartíma þeirra en æfingatímar eru tvisvar í viku, mánudaga til fimmtudaga kl. 14:10 – 15:30. Hverjum tíma er skipt í tvennt þannig að börnin prófa tvær íþróttagreinar í hvert skipti. Íþróttafjörið hefst mánudaginn 31. ágúst. Öllum hópnum er skipt niður á dagana eftir kyni. Íþróttafjörinu er skipt í 4 tímabil samkvæmt eftirfarandi töflu: Dagsetn. Lengd tblmán-miðvþri-fim 31. ág. - 29. okt.8 vikurStelpur Strákar 1. nóv. - 17. des.8 vikurStrákar Stelpur 4. jan. - 11. mars 10 vikurStelpur Stráka 15. mars - 27. maí 10 vikur Strákar Stelpur Íþróttafjörið er innifalið í gjaldi fyrir frístundarsel og því eru öll börn í frístundaseli forskráð í íþróttafjör. Óski foreldri/forráða- maður eftir því að barn fari ekki í íþróttafjör þar sem það er ekki skylda þarf að láta forstöðumann viðkomandi frístundasels vita af því í gegnum skilaboð á íbúagátt (undir ábyrgðarmaður í málin mín). Börn sem ekki sækja frístundasel en hafa áhuga að vera með í íþróttafjöri eru velkomin, sækja þarf um það á íbúagátt Mosfellsbæjar undir frístundarsel/íþróttafjör. Athugið að hægt verður að nota frístundarávísunina til að greiða niður frístundasel/íþróttafjör barna í 1. og 2. bekk.
Meira ...

Skólasetning grunnskóla Mosfellsbæjar.

24.08.2009
Skólasetning í grunnskólum Mosfellsbæjar verður þriðjudaginn 25. ágúst nk. Tímasetningu á boðun árganga er að finna á vef skólanna: lagafellsskoli.is varmarskoli.is ásamt upplýsingum um upphaf kennslu, innkaupalista og skóladagatali. Skráning í frístundasel, mötuneyti og ávaxtabita (ávaxtabiti seldur í áskrift í 1. – 7. bekk) skal vera lokið 20. ágúst. Skráning fer fram á íbúagátt Mosfellsbæjar. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar
Meira ...

Jafnréttisviðurkenning - ósk um tilnefningu.

24.08.2009
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar gerir ráð fyrir því að árlega sé þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best að vinna að framgangi jafnréttis­áætlunarinnar veitt jafnréttisviðurkenning. Með hliðsjón af fyrrgreindu er hér með óskað eftir tilnefningu um aðila sem til greina geta komið. Tilnefningin skal vera skrifleg og er að finna á rafrænu formi hér.... Einnig má skila tilnefningu til Þjónustuvers Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Tillögurnar berist í síðasta lagi 4. september nk. Í tilnefningunni skal koma fram lýsing á því jafnréttisstarfi eða verkefni sem viðkomandi aðili hefur innt af hendi í bæjarfélaginu ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni. Viðurkenningin verður veitt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar þann 18. september 2009. Umsókn/tilnefningar blað er einnig að finna undir: Stjórnsýsla/umsóknir/Fjölskyldusvið - Tilnefning um jafnréttisviðurkenningu Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar
Meira ...

Umferðartafir í Baugshlíð í dag.

24.08.2009
Hringtorgið við Baugshlíð - Klapparhlíð verður malbikað í dag. Áætlað að framkvæmdir hefjist um kl. 10 og má búast við töfum fram yfir hádegi. Íbúar Klapparhlíðar komast í gegnum Lækjarhlíð. Beðist er velvirðingar á töfum vegna framkvæmdanna. Tæknideild
Meira ...

Spennandi bæjarhátíð framundan

24.08.2009
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar verður haldin helgina 28.-30. ágúst og er dagskráin að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi á föstudag kl. 20 og verður gengið í karnivalskrúðgöngu að lokinni setningarathöfn yfir í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður og brekkusöngur sunginn. Mosfellingar eru hvattir til að mæta í hverfislitunum og má jafnframt benda á að í ár verður breytt um lit á einu hverfi. Vegna fjölda áskorana verður hvíta hverfið BLEIKT í ár, þ.e. Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur. Íbúum er þó frjálst að nota áfram hvítan með í skreytingar. Fjöldi viðburða verður alla helgina, víðs vegar um bæinn. Á laugardag og sunnudag verður dagskrá í Íþróttamiðstöðinni að Varmá milli klukkan 13 og 17. Þar verða kynningarbásar frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í Mosfellsbæ og jafnframt fjöldi skemmtiatriða sem miðast við yngstu kynslóðina. Til að mynda munu hinar sívinsælu Skoppa og Skrítla mæta á svæðið á laugardag. Á sama tíma verður fjölbreytt dagskrá á Varmárvelli, t.a.m. verður hópflug og karamellukast á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar á laugardag og hundasýning á vegum hundaskólans Gallerí Voff. Á laugardeginum verður jafnframt tónlistardagskrá í Hlégarði frá klukkan 14. Hápunktur bæjarhátíðarinnar verður á laugardagskvöld. Haldin verða götugrill víðs vegar í hverfum bæjarins og að þeim loknum verða útitónleikar fyrir alla fjölskylduna á Miðbæjartorgi. Tónleikarnir hefjast með barnadagskrá kl. 20.30 þar sem Björgvin Franz og dvergurinn Dofri úr Stundinni okkar munu skemmta börnunum í um hálftíma. Því næst taka við ekki minni númer en Paparnir, Bubbi og Egó og einnig mun Mosfellingurinn hæfileikaríki, Hreindís Ylfa og einnig Alan, sem sló í gegn í X-Factor. Að tónleikum loknum verður flugeldasýning og við tekur stórdansleikur í Íþróttamiðstöðinni Varmá í umsjón Knattspyrnudeildar Aftureldingar. Dúettinn Hljómur, Bubbi og Egó og Paparnir leika fyrir dansi. Útimarkaðir verða á tveimur stöðum á laugardaginn klukkan 12 til 16. Annars vegar í Mosskógum í Mosfellsdal og hins vegar Álafosskvos. Lokaatriði bæjarhátíðinnar verður í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á sunnudag kl. 15. Þá mun Stórsveit Reykjavíkur ásamt Ragga Bjarna og Kristjönu Stefánsdóttir skemmta Mosfellingum. Formlegri dagskrá lýkur kl. 17. Dagskráin verður nánar auglýst á næstu dögum og mun m.a. birtast í heild sinni í næsta Mosfellingi á föstudaginn.
Meira ...

Vel heppnað skuldabréfaútboð hjá Mosfellsbæ.

24.08.2009
-Lánskjör með þeim bestu sem sveitarfélögum hefur boðist á árinu og því viðurkenning á sterkri stöðu Mosfellsbæjar- Mosfellsbær efndi á dögunum til skuldabréfaútboðs til lífeyrissjóða á verðtryggðum skuldabréfum og sá Saga Capital Fjárfestingarbanki um útboðið. Saga Capital mun jafnframt sjá um skráningu bréfanna í Kauphöll Íslands. Boðnar voru út 1.000 milljónir króna á 5,0% vöxtum til tíu ára. Sölunni er að mestu lokið og er jákvæð niðurstaða útboðsins viðurkenning á sterkri fjárhagslegri stöðu Mosfellsbæjar. Þetta er með bestu lánskjörum sem sveitarfélögum hefur boðist á árinu. Lánsféð verður nýtt til endurfjármögnunar skulda og til þess að ljúka þeim verkefnum sem eru í gangi vegna uppbyggingar í Mosfellsbæ. Þar á meðal er bygging nýs, framsækins skóla, Krikaskóla, sem tekinn verður í notkun snemma á næsta ári. Saga Capital, sem sá um sölu skuldabréfanna, hefur verið leiðandi aðili í fjármögnun sveitarfélaga það sem af er árinu. Bankinn er óháður fyrirtækjabanki sem veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, útlána og verðbréfamiðlunar til fyrirtækja og fjárfesta. Rekstur Mosfellsbæjar á árinu 2008 gekk vel – ekki síst ef miðað er við aðstæður í þjóðfélaginu. Rekstrarafgangur af A-hluta að undanskildum fjármagnsgjöldum var 414 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru tæpar 439 milljónir og er því rekstrarhalli á A-hluta sem nemur rúmum 25 milljónum á árinu 2008. Veltufé frá rekstri var 402 milljónir og handbært fé frá rekstri var 541 milljón. Mosfellsbær er ekki skuldsett bæjarfélag og er með lágt hlutfall skulda í erlendri mynt. Sveitarfélagið hefur ekki tekið langtímalán síðan 2004 og hefur undanfarin fimm ár greitt niður skuldir. Mosfellsbær er sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins með um 8400 íbúa og hefur þeim fjölgað um 57% á síðustu tíu árum. Í aðeins einu öðru sveitarfélagi á landinu hefur íbúum fjölgað hlutfallslega meira en í Mosfellsbæ á síðasta áratug. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir: “Það er ánægjulegt að okkur hefur tekist að fjármagna brýn verkefni með betri kjörum en almennt bjóðast. Viðtökurnar eru viðurkenning á ábyrgum rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum. Rekstrarniðurstaða síðasta árs er mjög ásættanleg og í raun afrakstur mikillar vinnu sem starfsfólk Mosfellsbæjar hefur lagt á sig til þess að gæta aðhalds í rekstri bæjarins og vil ég nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til þeirra.”
Meira ...

Atvinnulausir í Mosfellsbæ fá frítt í sund

24.08.2009
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að veita fólki í atvinnuleit með lögheimili í Mosfellsbæ frían aðgang að sundstöðum bæjarins. Ákvörðun þessi er í samræmi við hugmyndir sem ASÍ sendi sveitarfélögum. Þar kemur meðal annars fram að rannsóknir sýni að virkni sé lykilatriði þegar kemur að því að tryggja eins og kostur er að fólk sem er án atvinnu haldi líkamlegri og andlegri heilsu og takist með uppbyggjandi hætti á við aðstæður sínar. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að veita fólki í atvinnuleit óheftan aðgang að sundstöðum bæjarins á opnunartíma þeirra. Sækja skal um sundkortin í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og verða sundkortin send á lögheimili viðkomandi. Umsókninni verður að fylgja mynd og afrit af staðfestingu Vinnumálastofnunar á því að viðkomandi sé í atvinnuleit. Sundkortin gilda í þrjá mánuði í senn.
Meira ...

Kaldavatnslaust Litlakrika

24.08.2009
Kaldavatnslaust verður í Litlakrika frá kl. 10 í dag og fram eftir degi. Vatnsveita Mosfellsbæjar
Meira ...

Útimarkaður á bæjarhátíðinni - viltu taka þátt?

24.08.2009
Útimarkaður verður haldinn í Álafosskvosinni laugardaginn 29. ágúst kl. 11-16. Þetta er í fjórða sinn sem Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Margvíslegt góðgæti og skemmtilegur varningur verður á boðstólnum s.s. grænmeti, silungur, lax, harðfiskur, sultur og mauk, fatnaður, skartgripir, snyrtivörur, blóm, kompudót, kaffiveitingar o.fl. Mikil aðsókn hefur frá upphafi verið að útimarkaðnum og áhersla lögð á fjölbreytt góss og góðar vörur. Sölubásar eru til leigu í tjöldum og er enn pláss fyrir sölufólk. Áhugasamir geta haft samband við Sigrúnu í síma 866 9376.
Meira ...

Frábær árangur.

24.08.2009
Meistaramót Íslands 11 - 14 ára í frjálsum var haldið á Höfn í Hornafirði dagana 15-16. ágúst síðastliðinn. Mótið var í alla staði vel skipulagt og heimamönnum til mikils sóma og þökkum við þeim kærlega fyrir góða helgi. Fulltrúar Aftureldingar létu 444 km ekki aftra sér og mættu galvösk á staðinn, fáliðuð en einbeitt uppskáru þau frábæran árangur og komu heim með fimm silfur og tvö brons auk þess að margir voru að bæta sinn fyrri árangur og setja persónuleg met. Óskum við þessum krökkum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í vetur, greinilegt að hér eru á ferð efnilegir krakkar sem vert er að fylgjast með. Meðfylgjandi er mynd af krökkunum og þjálfara (ansi hvasst var á Höfn eins og sjá má á fánanum).
Meira ...

Vetrarstarf Kjósarsýsludeildar RKÍ að hefjast.

24.08.2009
Nú er undirbúningur vetrarstarfsins okkar í fullum gangi. Föt sem framlag hópurinn, sem hittist í Þverholtinu á miðvikudögum kl. 13-15, tók stutt sumarfrí og er farinn að prjóna aftur á fullu fyrir Rauða kross búðirnar og ungabörn í Afríku. Aðrir hópar eru að fara í gang. Upplýsingar um verkefnin okkar og starfið í deildinni má finna á heimasíðunni www.raudikrossinn.is/kjos. Einnig er opið í Þverholtinu alla þriðju- og fimmtudaga kl. 10-13 ef þið viljið kíkja við hjá okkur. Kjósarsýsludeildin ætlar að taka þátt í bæjarhátíðinni Í túninu heima og hvetjum við alla til að kíkja við í básinn okkar þar. Nú er deildin komin með síðu á Facebook. Slóðin er www.facebook.com/RKIKjos og eru áhugasamir boðnir velkomnir í sístækkandi vinahóp deildarinnar. Að lokum er vert að benda á að gjaldfrjálsi hjálparsíminn 1717 veitir nú allar almennar upplýsingar um Inflúensu A(H1N1)v. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Hjálparsímans hafa fengið staðgóða fræðslu frá Landlæknisembættinu um Inflúensuveiruna og eru þar af leiðandi vel í stakk búnir til þess að svara almennum spurningum. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er landsverkefni allra deilda Rauða krossins. Hann sinnir því hlutverki að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila. Hjálparsíminn veitir einnig upplýsingar um þjónustu og aðstoð einstakra deilda Rauða krossins. Einkunnarorð 1717 eru hlutleysi, skilningur, nafnleysi og trúnaður. Allir sem starfa við 1717 eiga það sameiginlegt að vilja sýna náungakærleika og vera til staðar fyrir þá sem þurfa á einhverjum að halda til að ræða við. Nánari upplýsingar um Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Kjósarsýsludeild Rauða kross Íslands
Meira ...

Fræðsludagur Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

24.08.2009
Hugsjónir eru akkeri í stormi - Fræðsludagur Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldinn 24. ágúst. Dagskrá: 8:00 - 8:30 Mæting – Morgunmatur í boði Skólaskrifstofu 8:30 - 10:00 “Við erum öll áhöfn á sama bát” Vilmar Pétursson ráðgjafi hjá Capacent segir frá pólafaranum. Ernest Shackleton sem fór með áhöfn sína þvert yfir suður- pólinn við afar erfiðar aðstæður eftir að skip hans Endurance strandaði við suðurpólinn snemma á síðustu öld. Fyrirlestur haldinn í Lágafellsskóla fyrir alla starfsmenn leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar 10:00-10:30 Kaffihlé 10:30 Fræðsluerindi og fundir haldnir í skólunum, Ath! Aðeins er hægt a velja eitt af neðangreindum atriðum: 10:30-11:50 í Lágafellsskóla 1. Sameiginlegir fræðslu- og umræðufundir grunnskólakennara Námskrá – fjölbreyttir kennsluhættir, fjölbreytt námsmat – njóta bæði kynin sín í skólastarfinu ? Bekkjarkennarar í 1. - 6. bekk funda saman, hver bekkur fyrir sig (sjá auglýsingu) Fagkennarar í 7. – 10. bekk funda saman (sjá auglýsingu) 10:30-11:50 í Hlíð 2. “Hvers vegna eru árin sem enginn man svona mikilvæg í lífi hvers einstaklings ?”. Fyrirlestur um mikilvægi leikskólastarfs með yngstu börnunum. Fyrirlesari Ingunn Stefánsdóttir leikskólakennari í Hlaðhömrum. 10:30-11:50 í Huldubergi 3. “Hvers vegna er nauðsynlegt að meta skólastarf og hvernig eigum við að meta það ?” Helga Dís Sigurðardóttir matsfræðingur og starfsmaður á Huldubergi fjallar um mat á skólastarfi. 10:30-16:30 í Huldubergi 4. “Myndum við vilja að allir væru eins ?” (PALS) Fyrirlestur/smiðja um menningu og umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika. Fyrirlesari og umsjónarmaður er Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi. 13:00-16:30 5. Vinnustofur/smiðjur í skólunum a. Að vinna í anda Hjallastefnunnar, starfshættir, markmið og leiðir i. Haldið í Reykjakoti. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Reykjakots b. Að vinna í anda Reggiostefnunnar i. Haldið í Hlaðhömrum. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Hlaðhamra c. Samþætting leik-og grunnskóla, hugmyndafræði Krikaskóla i. Haldið í Krikaskóla. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Krikaskóla d. Skapandi starf í leikskóla, ljós og skuggi i. Haldið í Hlíð. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Hlíðar e. Vettvangs- og fræðsluferðir í eftirtalda leikskóla: i. Rauðhóll, Sandavaði 7. Náttúruskóli, fjögurra deilda skóli fyrir 88 börn ii. Garðaborg Bústaðavegi 81. Einingakubbaskóli, tveggja deilda skóli fyrir 54 börn iii. Hlíðarendi Laugarásvegi 77. Könnunarleikur og yngri börn, tveggja deilda skóli fyrir 24 börn samtímis iv. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Huldubergs Brottfarastaður er Huldubergi, sameinast í bíla kl. 13:10 f. Að bæta sig – um markmið, sjálfstraust og jákvæð viðhorf, fyrirlesari er Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur i. Fyrirlestur á sal Varmárskóla. Umsjón stjórnendur Varmárskóla g. Vinnufundir og skipulag í Lágafellsskóla i. Haldið í Lágafellsskóla. Umsjón: Stjórnendur og starfsmenn Lágafellsskóla
Meira ...

Síða 0 af Infinity