Fréttir eftir mánuðum

Vel heppnuð samgönguvika í Mosfellsbæ

30.09.2009

SamgönguvikaNú er nýlokið þátttöku Mosfellsbæjar í samevrópskri samgönguviku, þar sem vakinn var athygli á áhrifum aukinnar umferðar í þéttbýli og hvatt til breyttra og betri samgöngumáta.

Af því tilefni var almenningi í Mosfellsbæ boðið að reyna sig í vistakstri í vistaksturshermum Landverndar, bæjarfulltrúar og nefndarmenn kepptu í sparaksturskeppni og sett var upp hjólaþrautabraut á nýja miðbæjartorginu þar sem fjöldi barna og unglinga lagði leið sína til að sjá landslið BMX hjólreiðakappa sýna ótrúlegar listir á hjólunum.

Meira ...

Vetrarstarf Tómstundaskólans í Mosfellsbæ hafið

30.09.2009

Hafliði skreytirVetrarstarf Tómstundaskólans í Mosfellsbæ er hafið og mjög góð þátttaka á hin ýmsu námskeið.

 Næsta laugardag, 3.október, verður Hafliði Ragnarsson konditormeistari með sitt vinsæla konfektgerðarnámskeið og helgina þar á eftir verður haldið eftirréttanámskeið. Hafliði er þekktur fyrir snilldartakta í sínu fagi og býður aðeins upp á það allra besta á námskeiðunum. Skráning stendur nú yfir og aðeins 3 pláss laus.

Meira ...

Líf og fjör í Leikhúsinu

29.09.2009
Fúttlús leiksýningÞað er mikið um að vera þessa dagana í Leikfélagi Mosfellssveitar. Sýningum á söngleiknum Fúttlús sem 13-16 ára hópur Leikgleði námskeiðanna setti upp í sumar var að ljúka. Krakkarnir stóðu sig með mestu prýði og sýndu 10 sýningar fyrir fullu húsi.
Meira ...

Glæsihallir byggðar í 4.HH

29.09.2009
4.HH kubbarÍ 4.bekk hjá Hafdísi Hilmarsdóttur kennara í Varmárskóla er ekki fúlsað við “rusli” eins og plast töppum eða afsöguðum viðarbútum. Eftir smávægilega fínpússun nemenda með sandpappír og tilfæringar á töppunum er þetta orðinn fínasti efniviður í glæsihallir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Meira ...

Lýðveldið við lækinn

29.09.2009
Álafoss lýðveldiðNú stendur yfir myndlistarsýningin Lýðveldið við lækinn í Þrúðvangi við Varmá í Álafosskvosinni. Sýningin stendur til 11. október og er opið frá kl. 14-18.  Sýningin er hluti af þríþættu sýningarverkefni sem hverfist um hugmyndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýningarstaða.

Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Önnur sýningin nefndist Lýðveldið við fjörðinn og var hún haldin í sumar í yfirgefnum verbúðum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.
Meira ...

Mosfellsbær og PrimaCare í viðræðum um einkasjúkrahús og hótel

25.09.2009
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform forsvarsmanna fyrirtækisins PrimaCare um byggingu einkarekins sjúkrahúss og hótels á Íslandi og fagnar því að PrimaCare sýni Mosfellsbæ áhuga varðandi hugsanlega staðsetningu.  Mosfellsbær og forsvarsmenn PrimaCare hafa verið í viðræðum um samvinnu varðandi hið nýja sjúkrahús.
Meira ...

Reykjakot fékk jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2009

25.09.2009
Leikskólinn Reykjakot hlaut jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2009 þegar þau voru veitt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar á dögunum. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar gerir ráð fyrir því að árlega sé þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best að vinna að framgangi jafnréttis­áætlunarinnar veitt viðurkenning.
Meira ...

Börnin virk á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar

25.09.2009
Börn á jafnréttisdegiJafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði þann 18. september síðastlitðinn. Dagurinn er haldinn árlega á fæðingardegi Helgu J. Magnúsdóttur, en hún var fyrst kvenna til að vera oddviti í Mosfellsbæ og lét sig málefni kvenna varða með ýmsum hætti. Um 40 gestir komu á jafnréttisdaginn, og auk þess tóku á annað hundrað barna úr Mosfellsbæ þátt í deginum.
Meira ...

Rýnt í Kvæðakverið á Gljúfrasteini

24.09.2009
Vilborg Dagbjartsdóttir og Guðmundur Andri rýna í Kvæðakverið á Gljúfrasteini. Hið ástsæla skáld, rithöfundur og kennari Vilborg Dagbjartsdóttir ýtir Verki mánaðarins úr vör í september, með hugrenningum sínum og upplestri úr Kvæðakveri Halldórs Laxness, sem fyrst kom út árið 1930.
Meira ...

Kynning vistvænna bíla og hjóla

22.09.2009
Í dag, þriðjudaginn 22. september, fer fram í Mosfellsbæ kynning á vistvænum bílum og hjólum.
Boðið verður uppá kynningu og reynsluakstur á rafmagnsbílum, metanbílum, tvinnbílum, rafmagnshjólum og ýmsum áhugaverðum reiðhjólum.
Þessi vistvænu farartæki verða staðsett á bílaplani austan við Kjarna, til móts við Bónus, frá kl. 16:30-18:00.

Í boði verða:

Prius tvinnbílar frá Toyota

Reva rafmagnsbílar frá Orkuveitunni

Metanbílar frá Metan

Rafmagnshjól frá Icefin

Ný sjálfskipt reiðhjól frá Erninum

Endilega látið sjá ykkur og fáið að prófa þessi farartæki og berið saman hina mismunandi kosti í umhverfisvænum samgöngum.


Meira ...

Friðartónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar

18.09.2009
auglýsingMánudaginn þann 21.september fagnar Listaskóli Mosfellsbæjar alþjóðlega friðardeginum með tónleikum í Kjarnanum. Tónleikarnir hefjast kl: 20:00 og er ókeypis inn. Að tónleikum loknum verður kveikt á firðarkertum við tjörn bæjarins. Fjölmennum og hvetjum til friðar í heiminum

Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar.
Meira ...

Hjóladagur fjölskyldunnar

18.09.2009

Samgönguvika hjólreiðarNæstu tvo daga er áhersla lögð á hjólreiðar í Mosfellsbæ. Í tilefni af samgönguviku verður í dag, föstudag, sett upp hjólaþrautabraut á miðbæjartorgi og boðið uppá sýningu BMX landsliðsins hjólreiðum og á morgun, laugardag, er hjóladagur fjölskyldunnar þar sem hjólalestir úr hverfum höfuðborgarsvæðisins hjóla saman niður að Ráðhúsi Reykjavíkur.  Tilgangurinn er sá að vekja athygli á áhrifum aukinnar umferðar í þéttbýli og hvetja til breyttra og betri samgöngumáta, og sérstaklega aukinnar notkunar reiðhjóla.

Hjólaþrautabrautin verður sett upp á nýja miðbæjartorginu í dag, föstudaginn 18. september, kl. 16:30-18:30.

Landslið BMX hjólreiðakappa mun mæta á staðinn og sýna listir sýnar og öllum síðan boðið að leika sér á hjólaþrautabrautinni og sýna hvað þeir geta. 

Hjóladagur fjölskyldunnar verður laugardaginn 19. september.

Þátttakendur munu hittast á völdum áfangastöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem reyndir hjólreiðamenn munu stýra hjólalestum í Nauthólsvík.  Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu munu hittast á reiðhjólum í Nauthólsvík og hjóla ásamt hópnum í Ráðhús Reykjavíkur þar sem boðið verður upp á hressingu og uppákomur af ýmsu tagi.

Hjólalestinn frá Mosfellsbæ fer frá nýja miðbæjartorginu kl. 11:30, hjólar á hjólastígum meðfram ströndinni og sameinast hjólalestinni í Grafarvogi á leið sinni í Elliðaárdal, þar sem Orkuveita Reykjavíkur býður uppá hressingu í Minjasafni Orkuveitunnar á leiðinni niður í Nauthólsvík.  Sjá má kort af hjólaleiðum og tímasetningum með því að smella á mynd hér að neðan:


Meira ...

Skiljum bílinn eftir heima á föstudag

17.09.2009
Í dag, föstudag, er bíllausi dagurinn í Mosfellsbæ þar sem fólk er hvatt til þess að skilja bílinn eftir heima. Af því tilefni munu leikskólar í Mosfellsbæ hvetja starfsfólk og foreldra barna til að skilja bílinn eftir heima þennan dag og nýta sér aðra samgöngumáta ef þeir geta, t.d. labba, hjóla eða nota almenningssamgöngur.
Meira ...

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar í dag

17.09.2009
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Hlégarði í dag, föstudag 18. september kl. 10-12. Yfirskrift jafnréttisdagsins í ár er Jafnrétti í skólum - Raddir barna. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er árlegur viðburður og er 18. september fæðingardagur Helgu J. Magnúsdóttur sem var fyrst kvenna til að vera oddviti Mosfellsbæjar.
Meira ...

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009

11.09.2009
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009 er Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettleikari. Hann tók á móti útnefningunni á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Sigurður hefur leikið kammertónlist með hinum ýmsu tónlistarhópum og komið fram á mörgum hljómdiskum t.d. Ave María Diddúar og drengjanna, einnig “Og fjöllin urðu kyr”, afmælisdagskrá Mosfellsbæjar, sem gefinn var út í tilefni 20 ára afmælis Mosfellsbæjar. Þá eru til margvíslegar  hljóðritanir þar sem Sigurður leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Meira ...

Mosfellsbær í fararbroddi í sjálfbærri þróun

09.09.2009
Mosfellsbær og Landvernd skrifuðu nýverið undir nýjan samning vegna verkefnisins Vistvernd í verki.  Mosfellsbær er með fyrstu sveitarfélögum á landinu til að endurnýja samning sinn við Landvernd vegna verkefnisins og er þannig í fararbroddi í sjálfbæri þróun.
Meira ...

Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi í Miðbæ - Forkynning

04.09.2009
Í undirbúningi er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024. Um er að ræða breytingar í Miðbænum, annars vegar á afmörkun hverfisverndar á klapparholtinu Urðum, og hinsvegar stækkun miðbæjarsvæðis að gatnamótum Langatanga og Vesturlandsvegar.
Meira ...

Gullætur og ísbjarnarkjöt í Listasal

04.09.2009
Laugardaginn 5. september kl. 14:00 opnar sýning Bjargeyar Ólafsdóttur Gullæturnar / The Gold Eaters (Ég les ítalska Vouge og borða ísbjarnarkjöt með puttunum / I read Italian Vouge and eat polarbear meat with my fingers) í Listasalnum.
Meira ...

Umhverfisviðurkenningarnar 2009

03.09.2009
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 voru afhentar á bæjarhátíðinni Í túninu heima um síðustu helgi. Þrennar viðurkenningar voru afhentar.
Meira ...

Vel lukkuð bæjarhátíð

01.09.2009
Í túninu heimaBæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, fór fram um síðustu helgi og eru þátttakendur sem og skipuleggjendur almennt sammála um að hátíðin í ár hafi verið sú best heppnaða til þessa enda var þátttaka með eindæmum góð.
Meira ...

Síða 0 af Infinity