Fréttir eftir mánuðum

Varmárskóli á grænni grein

28.01.2010
GrænfáninnStarfsfólk og nemendur í Varmárskóla eru nú í átaki með flokkun og frágang sorps í samræmi við umhverfisstefnu skólans og skuldbindingar vegna Grænfánans sem Varmárskóli sótti um í febrúar á síðasta ári.
Meira ...

Mataræði og geðheilsa

26.01.2010
Hjúkrunarfræðingurinn Vigdís Steinþórsdóttir fjallar um hvernig mataræði getur haft áhrif á geðheilsu okkar á erindi sínu á opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar á miðvikudag.
Meira ...

Prjónuðu 94 húfur fyrir heimilislausa

22.01.2010
Reykjakotskonur afhenda Hjálpræðishernum húfurStarfsfólk á leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ afhenti í gær Samhjálp og Hjálpræðishernum 94 húfur sem prjónaðar voru til styrktar heimilislausum.
Meira ...

Stefnt að framkvæmdum við Vesturlandsveg í vor

20.01.2010
VesturlandsvegurÚtlit er fyrir að framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar frá hringtorginu við Þverholt að Þingvallarafleggjara hefjist í vor. Gleðifréttir fyrir Mosfellinga, segir bæjarstjóri.
Meira ...

Linda Rún og Kristján Þór íþróttafólk Mosfellsbæjar 2009

19.01.2010
Íþróttafólk MosfellsbæjarLinda Rún Pétursdóttir, hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Herði og Kristján Þór Einarsson, golfíþróttamaður úr golfklúbbnum Kili voru sæmd titlunum íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2009. Alls voru þrjár konur frá þremur félögum og fimm karlar úr fimm félögum tilnefnd.
Meira ...

Embla valin Mosfellingur ársins

15.01.2010
Embla ÁgústsdóttirEmbla Ágústsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2009 af bæjarblaðinu Mosfellingi í Mosfellsbæ. Embla lætur hreyfihömlun ekki hindra sig í að lifa lífinu og ná háleitum markmiðum sínum í námi og starfi. Mosfellsbær óskar Emblu til hamingju.
Meira ...

Komdu út

15.01.2010
Komdu út  er gönguverkefni þar sem skátarnir í Mosfellsbæ hvetja fjölskyldur til að koma út í smá göngutúr til að anda að sér fersku lofti og hreyfa sig. Ekki er verra að félagsskapurinn er alltaf ákaflega góður. Nú er komið að fyrstu ferðinni þetta árið.
Meira ...

19 ára Mosfellingur með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld

14.01.2010
Mattías SigurðssonMatthías I Sigurðsson, 19 ára Mosfellingur, leikur einleik á klarinett með Sinfóníuhljómsvei Íslands 14. janúar nk.. Hann var valinn eftir að vinna keppni ungra einleikara sem Sinfónían og Listaháskólinn standa að árlega.
Meira ...

Kvöldvaka Aftureldingar í kvöld

14.01.2010
AftureldingUngmennafélagið Afturelding býður Mosfellingum á kvöldvöku í kvöld, fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.00-22.00 á sal Lágafellsskóla.
Skemmtileg dagskrá, söngur, dans og sögur! Bæjarbúar hvattir til að koma og skemmta sér í anda gamalla tíma en með nýju ívafi. Kaffi og pönnukökur.
Meira ...

Mikið starf hjá Leikfélaginu

12.01.2010
Það er mikið um að vera hjá Leikfélagi Mosfellssveitar um þessar mundir. Leikfélagið tók að venju þátt í þrettándagleði Mosfellinga og nú eru aðeins tvær sýningar eftir á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö, sunnudagna 17. og 24. janúar kl.14:00. 
Meira ...

Rituhöfðinn fyrsta gatan með nágrannavörslu

11.01.2010
Nágrannavarsla í RituhöfðaÍbúar í Rituhöfða hafa gert samning um nágrannavörslu og eru jafnframt fyrsta gatan til að taka þátt í þessu samvinnuverkefni Mosfellsbæjar, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Sjóvár. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri afhenti íbúum skilti um nágrannavörslu sem sett verður upp í Rituhöfðanum.
Meira ...

Kvenfélagið 100 ára

04.01.2010
Kvenfélag LágafellssóknarKvenfélag Lágafellssóknar fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 26. desember síðastliðinn. Haldin var afmælishátíð í Hlégarði og gaf Mosfellsbær kvenfélaginu afmælisrit af því tilefni.
Meira ...

Síða 0 af Infinity