Fréttir eftir mánuðum

Mozart og Salieri fyrir sex

26.02.2010
Tónleikar í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna við Þverholt, þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00. Miðasala við innganginn frá kl. 19.30, miðaverð kr. 2.000/1.000.

Meira ...

Mosfellsbær skaraði fram úr í Lífshlaupinu

26.02.2010
VarmárskóliMosfellsbær skaraði framúr í Lífshlaupinu sem ÍSÍ hefur staðið fyrir um allt land undanfarnar vikur. Varmárskóli vann stórsigur í sínum flokki skóla og hafnaði Lágafellsskóli í þriðja sæti sem verður að teljast frábær árangur. Ennfremur sigruðu bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í sínum flokki vinnustaða og er því ljóst að Mosfellingar eru í fararbroddi í hreyfingu á landsvísu enda er Mosfellsbær mikill íþrótta- og heilsueflingarbær.
Meira ...

Margt í mörgu

23.02.2010
Í Listasal Mosfellsbæjar var laugardaginn 20. febr. sl. opnuð sýning Hildigunnar Birgisdóttur "Margt í mörgu". Hildigunnur sýnir teikningar og skúlptúra sem eru framhald af vangaveltum hennar um kerfi og reglur - glundroða og útnára efnisheimsins. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 20. mars.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis
Meira ...

Hvernig er skóli án eineltis?

22.02.2010
BarnMiðvikudaginn 24. febrúar verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og að þessu sinni verður velt upp spurningunni: Hvernig er skóli án eineltis?
Meira ...

Átak í söfnun skjala sóknarnefnda

19.02.2010
LágafellskirkjaBiskup Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi standa fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í landinu.
Meira ...

Prjónasamvera, samskiptaleikni og kærleiksþjálfun í dag

18.02.2010
Prjónað á KærleiksvikuDagskrá Kærleiksviku í dag samanstendur af kærleiksþjálfun og fyrirlestri um samskiptaleikni, sem hvorttveggja fer fram í Hraunhúsum og prjónasamveru í safnaðarheimili Lágafellssóknar.
Meira ...

Qi gong á Kærleiksviku í dag

17.02.2010
Qi GongLeikarinn landskunni, Gunnar Eyjólfsson, kennir Qi gong aðferðina í Lágafellslaug í dag kl. 18 og er það liður í Kærleiksviku í Mosfellsbæ.
Meira ...

Öskudagsgleði í Kjarna

17.02.2010
ÖskudagurFjöldi trúða, púka og furðuvera sást fara um syngjandi í hópum um Kjarna í dag. Einnig sást til Línu langsokks, kúreka-klans, eightís-gengis og hóps skuggalegra náunga sem allir voru þó með bros á vör.
Meira ...

Barnafata-skiptimarkaður Rauða krossins í Mosfellsbæ

15.02.2010
Barnafata skiptimarkaðurBarnafata-skiptimarkaður fyrir fatnað á börn12 ára og yngri er haldinn í Sjálfboðamiðstöð Kjósarsýsludeildar Rauða krossins, Þverholti 7, alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-13. Síðdegismarkaðir eru haldnir eftirfarandi þriðjudaga kl. 17-19: 16. febrúar, 2. mars og 16. mars
Meira ...

Settu Íslandsmet í hópknúsi

15.02.2010
Hópknús í MosfellsbæÁ fjórða hundrað einstaklingar komu saman á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í gær og gerðu tilraun til að setja heimsmet í hópknúsi. Það tókst ekki en hins vegar er að öllum líkindum um Íslandsmet að ræða.
Meira ...

Stefnt á heimsmet í hópknúsi í Mosfellsbæ í upphafi Kærleiksviku

12.02.2010
KærleiksknúsNæstkomandi sunnudag hefst Kærleiksvika í Mosfellsbæ og upphaf vikunnar verður á Miðbæjartorgi Mosfellinga þar sem stefnt er að því að setja heimsmet í hópknúsi. Að því loknu verður Kærleikslagið 2010 frumflutt.
Meira ...

Landsmót skólalúðrasveita í Mosfellsbæ um helgina

12.02.2010
Skólahljómsveit MosfellsbæjarLandsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) verður haldið í Mofellsbæ um helgina. Mótið verður sett föstudagskvöldið 12. febrúar kl. 21.30 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Meira ...

Safnanótt í Mosfellsbæ í kvöld

12.02.2010
KK á GljúfrasteiniTónlistarmaðurinn KK verður með stofutónleika að Gljúfrasteini í tilefni af safnanótt kl. 21 í kvöld. Gljúfrasteinn tekur þátt í safnanótt í fyrsta sinn í ár og verður með opið frá klukkan 19-24 föstudaginn 12. febrúar.
Meira ...

Kærleiksvika í Mosfellsbæ 14.- 21. febrúar 2010

11.02.2010
Kærleiksvika í MosfellsbæKærleiksvika verður haldin í Mosfellsbæ 14. - 21. febrúar og á að verða vika þar sem kærleikurinn verður ofar öllu. Hugmyndin er sjálfsprottin í grasrót Mosfellsbæjar og hefur fjöldi fólks tekið þátt í undirbúningi vikunnar. Stefnt er að því að vikan verði full af kærleiksríkum viðburðum, verkefnum og uppákomum.
Meira ...

Vel heppnað íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ

10.02.2010
Mosfellsbær hélt á þriðjudag vel heppnað íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ.  Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins.
Meira ...

Farþegar hafa aldrei verið ánægðari með Strætó

08.02.2010
strætóVegin gæðavísitala þjónustu Strætó bs. hefur aldrei verið hærri frá stofnun byggðasamlagsins en nú, að því er fram kemur í niðurstöðum þjónustumats sem fram fór fyrir áramót. Skýrist það einkum af því að ánægja farþega með hitastig og innanþrif vagna mælist meiri en áður, stundvísi og aksturlag hefur batnað og  viðmót vagnstjóra mælist nú mun betra en áður.
Meira ...

Íbúaþing um sjálfbæra þróun á þriðjudag

08.02.2010
HjólreiðamaðurMosfellsbær boðar til íbúaþings um sjálfbæra þróun og vonast eftir þátttöku íbúa í endurskoðun Staðardagskrár 21 og setningu markmiða Mosfellsbæjar um sjálfbæra þróun.
Meira ...

Diddú, blásarasveit og Reykholtskórinn í Reykholtskirkju

05.02.2010
Diddú og drengirnirDiddú og drengirnir ásamt Reykholtskórnum munu halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 7. febrúar kl. 16:00.
Meira ...

Dagur leikskólans í dag

05.02.2010
Dagur leikskólansHaldið er upp á dag leikskólans um allt land í dag. Markmið með degi leikskólans er að vekja athygli á starfsemi leikskólans og mikilvægi hans fyrir menntakerfið í heild sinni
Meira ...

Síða 0 af Infinity