Fréttir eftir mánuðum

Heilsuvika í Mosfellsbæ hefst á mánudag

30.04.2010
Heilsuvika í MosfellsbæMánudaginn 3. maí næstkomandi hefst heilsuvika í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni "Förum heilbrigð inn í sumarið". Heilsuvikunni lýkur laugardaginn 8. maí með heilmikilli heilsuhátíð við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Meira ...

Frábær árangur Lágafellsskóla í Skólahreysti

30.04.2010
Lið Lágafellsskóla í SkólahreystiLágafellsskóli náði þeim frábæra árangri í gærkvöldi að tryggja sér þriðja sætið í úrslitakeppninni í skólahreysti. Lið Lágafellsskóla setti jafnframt Íslandsmet í hraðabrautinni.
Meira ...

Vor á Hulduhólum - Opin vinnustofa og tónleikar

29.04.2010
Steinunn MarteinsdóttirMyndlistarkonan Steinunn Marteinsdóttir opnar vinnustofu sína að Hulduhólum í kvöld, fimmtudag kl. 20.00 í tilefni Menningarvors í Mosfellsbæ. Reynir Sigurðsson flytur tónlist að Hulduhólum af þessu tilefni.
Meira ...

Lágafellsskóli keppir í úrslitum í Skólahreysti annað kvöld

28.04.2010
Skólahreysti 2010Lágafellskóli keppir í úrslitum í Skólahreysti í Laugardalshöll annað kvöld, fimmtudaginn 29. apríl. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV en keppnin hefst kl. 20.
Meira ...

Greta Salóme ásamt Ólafi Arnalds á Menningarvori í Mosfellsbæ í kvöld

27.04.2010
Greta SalómeFiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir heldur tónleika á Menningarvori í Mosfellsbæ í kvöld ásamt gestum. Greta Salóme stefnir á að halda skemmtilega og fjölbreytta tónleika en með henni spilar m.a. Ólafur Arnalds ásamt strengjatríói. Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Kreisler, Massenet auk nokkurra verka eftir Ólaf Arnalds.
Meira ...

Karlakór Kjalnesinga Vortónleikar 2010

25.04.2010

Karlakór Kjalnesinga heldur sína árlegu vortónleika í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 29. apríl kl. 20 og laugardaginn 1. maí kl. 16.

Fjölbreytt efnisskrá með lögum eftir Emil Thoroddsen, Bellman ofl., einnig nýjar útsetningar á klassískum dægurlögum.

Meira ...

Undirritun samnings um byggingu hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ

23.04.2010
Árni Páll Árnason og Haraldur SverrissonFélags- og tryggingamálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. Ráðgert er að hefja framkvæmdir í sumar og að heimilið verði tekið í notkun vorið 2012.
Meira ...

Skólaþing á laugardaginn

23.04.2010

Á morgun, laugardaginn 24. apríl verður haldið skólaþing í Lágafellsskóla þar sem lögð verður fyrir lokaútgáfa af nýrri skólastefnu Mosfellsbæjar og tækifæri gefst til að koma með síðustu athugasemdir.

 

Meira ...

Dagur umhverfisins á sunnudag – fuglahús og útikennslusvæði

23.04.2010
Dagur umhverfisins Opið hús verður í fuglaskoðunarhúsinu við Leiruvog og útikennslusvæði Varmárskóla sunnudaginn 25. apríl n.k í tilefni af Degi umhverfisins.
Meira ...

Vel heppnaðir tónleikar

22.04.2010
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar voru haldnir í Guðríðarkirkju sl. mánudagskvöld.   Kirkjan var þétt skipuð áheyrendum og góður rómur gerður af hljóðfæraleika barnanna. 
Meira ...

Rekstrarafgangur hjá Mosfellsbæ fyrir fjármagnsliði

21.04.2010
Mosfellsbær úr lofti séðurÁrsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 var kynntur á 534. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 21. apríl 2010 og honum vísað til seinni umræðu sem er fyrirhuguð er 5. maí.
Meira ...

Viðbragðsáætlanir sveitarfélaga virkjaðar vegna eldgoss

21.04.2010
Eldgos í EYjafjallajökliMosfellsbær hefur í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við ákvarðanir Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, jafnvel þó að hverfandi líkur séu á að öskufall verði á höfuðborgarsvæðinu að mati Veðurstofu Íslands. Er það gert til að tryggja viðeigandi vöktun og undirbúning í ljósi eldgossins í Eyjafjallajökli.
Meira ...

Úr sveit til sjávar - Gljúfrasteinn Grótta

20.04.2010
Á sumardaginn fyrsta verður í fimmta sinn boðið uppá að hlaupa, hjóla eða skauta frá Gljúfrasteini að Gróttu. Úr sveit til sjávar. Farið er eftir göngu- og hjólreiðastígum höfuðborgarinnar. Leiðin er tæpir 40 km. Þetta er uppbyggjandi og skemmtileg leið til að byrja sumarið.
Meira ...

Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla

19.04.2010
Vinnuskóli MosfellsbæjarHægt verður að sækja um í Vinnuskóla Mosfellsbæjar hér á mos.is frá og með deginum í dag. Slóðin á umsóknirnar er: www.mos.is/lifaoglaera/vinnuskolinn
Meira ...

Sparnaður með Strætó

19.04.2010
Strætó bs. býður nú 33% lengri gildistíma á tímabilskortum sem keypt eru á vefnum Strætó.is og mun gera það næsta hálfa árið, eða fram til 15. október nk. Þannig munu 30 daga kort sem keypt eru á vefnum á þessu tímabili gilda í 40 daga, 90 daga kort í 120 daga og 9 mánaða kort í 12 mánuði. Tilboðið gildir á gjaldsvæði 1, þ.e. höfuðborgarsvæðinu.
Meira ...

Flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu

19.04.2010
Á sumardaginn fyrsta verður haldinn flóamarkaður í Bæjarleikhúsinu kl. 14-17. Til sölu verða ýmsir gamlir dýrgripir úr sögu leikfélagsins, bæði búningar og leikmunir. Verði verður mjög stillt í hóf og leyfilegt að prútta. Einnig verður pokamarkaður þar sem hægt verður að kaupa troðfullan poka af fötum á aðeins 500 krónur.
Meira ...

Úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla

16.04.2010
FMOS vinningstillagaTilkynnt var um úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar í dag. Architecture.cells, sem er alþjóðlegt net arkítekta og hönnuða, hlaut fyrstu verðlaun.
Meira ...

Matjurtagarðar í Mosfellsbæ

16.04.2010
Matjurtagarðar í MosfellsbæNú er búið að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Garðarnir verða aðallega staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og garðar hafa verið til útleigu undanfarin ár. 
Meira ...

Úrslit um nýjan framhaldsskóla tilkynnt í dag

15.04.2010
Nemendur í FMOSMosfellsbær og menntamálaráðuneytið tilkynna í dag um úrslit í hönnunarsamkeppni um nýjan framhaldsskóla í miðbæ Mosfellsbæjar. Alls bárust 40 tillögur í samkeppnina. Úrslitin verða kynnt í Hlégarði í dag kl. 15 og eru allir velkomnir.
Meira ...

Vortónleikar Skólahljómsveitarinnar

13.04.2010
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi mándudaginn 19. apríl n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Fram koma allir hópar Skólahljómsveitarinnar samtals 100 hljóðfæraleikarar.  Efnisskráin er bæði skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi fyrir hljóðfæraleikarana.
Meira ...

Vorið í tali og tónum á Bókasafninu

13.04.2010
Vorið í tali og tónumÍ kvöld, þriðjudagskvöldið, 13. apríl kl. 20-21 býður Bókasafn Mosfellsbæjar upp á dagskrána Vorið í tali og tónum, í tilefni Menningarvors í Mosfellsbæ.
Notaleg stemning, kaffi og kertaljós. Aðgangur ókeypis.

Meira ...

Menningarvika leikskólanna

13.04.2010
Þessa vikuna stendur yfir árleg menningarvika leikskólanna og er búið að setja upp þessa fínu myndlistarsýningu á Torginu í Kjarna. Menningarvikan stendur til 16. apríl.
Meira ...

Frumsýning hjá Leikfélagi Mosfellssveitar

09.04.2010
Nú er æfingum að ljúka á vordagskrá Leikfélagsins. Um er að ræða ellefu einþáttunga sem félagsmenn sjálfir hafa skrifað. Efni leikritanna er fjölbreytt og spannar allt frá léttu gríni til djúpra meininga. Samnefnari einþáttunganna er að þeir glefsa í áhorfandann og skilja oftar en ekki spurningar frekar en svör.
Meira ...

Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn

09.04.2010
Ungmennaráð og bæjarstjórnUngmennaráð Mosfellsbæjar hélt í fyrsta skipti fund með bæjarstjórn síðastliðinn miðvikudag og lagði fyrir bæjarfulltrúa ýmsar spurningar sem brenna á ungmennum bæjarins.  Þar var m.a. rætt um samgöngur milli hverfa, útivistarsvæði, umferðaröryggi, almenningssamgöngur og skólamál.
Meira ...

Nemendasýning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar

07.04.2010
Nemendasýning Myndlistarskóla Mosfellsbæjar Á sumardaginn fyrsta verður opnuð myndlistarsýning í Hraunhúsum í Mosfellsbæ. Það eru nemendur í hópum fullorðinna í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar sem sýna verk sín. Myndlistarskóli Mosfellsbæjar fagnaði 10 ára afmæli sínu á síðasta ári og á þeim áratug, sem hann hefur starfað, hafa fjölmargir stundað þar myndlistarnám bæði börn og fullorðnir. Skólastjórinn, Ásdís Sigurþórsdóttir, kennir barna- og unglingahópum en hún hefur einstakt lag á að ná til unga fólksins og virkja áhuga þess og sköpunargleði.
Meira ...

Lágafellsskóli í úrslit í Skólahreysti

06.04.2010
SkólahreystiFulltrúar Lágafellsskóla náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslitakeppni í Skólahreysti í ár og munu keppa í Laugardalshöll þann 20. apríl. Úrslitakeppnin verður sýnd á RÚV.
Meira ...

Síða 0 af Infinity