Fréttir eftir mánuðum

MosBus hefur göngu sína á þriðjudag

28.05.2010
Ókeypis ferðamannastrætó í Mosfellsbæ, MosBus, hefur áætlun þriðjudaginn 1. júní og gengur fjórum sinnum á dag fram til 31. ágúst.
Meira ...

Sumaráætlun Strætó tekur gildi 30. maí

28.05.2010
Logo Strætó Líkt og undanfarin ár breytist tíðni strætóferða á níu strætóleiðum í samræmi við minni eftirspurn á sumrin, auk þess sem nokkrar smávægilegar breytingar verða gerðar þegar sumaráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 30. maí næstkomandi.
Meira ...

Drög að endurskoðuðu aðalskipulagi kynnt

28.05.2010
Markmiðið með kynningunni er að upplýsa bæjarbúa og umsagnaraðila um stöðu verksins, og gefa þeim kost á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum sem síðan verði hægt að hafa til hliðsjónar við fullvinnslu tilögunnar í upphafi nýs kjörtímabils.
Meira ...

FRAMBOÐSFUNDUR Í MOSFELLSBÆ

25.05.2010
Merki MosfellsbæjarFramboðin til bæjarstjórnarkosninganna í Mosfellsbæ boða til sameiginlegs framboðsfundar með íbúum bæjarins.  Fundurinn verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 27. maí og hefst kl. 20:00.
Meira ...

Aukin þjónusta við atvinnulíf í Mosfellsbæ

21.05.2010
HraunhúsMosfellsbær hefur blásið til aukins samstarfs við Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar og Hraunhús að Völuteigi 6. Gerður hefur verið samningur um áframhaldandi stuðning til verkefnisins og að auki leggur Mosfellsbær til starfsmann í hlutastarf sem hefur það verkefni að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum í Mosfellsbæ ráðgjöf á sviði markaðsmála og almannatengsla með áherslu á nýsköpun og þróun.
Meira ...

Styttist í 7 tinda hlaupið

20.05.2010
7 tinda hlaupið7 tinda hlaupið, utanvegahlaup í Mosfellsbæ, verður haldið í annað sinn laugardaginn  5. júní næstkomandi. Hlaupið hefst kl 10:00 við Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Hlaupið eru utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Lágafellslaug.
Meira ...

Listasalur auglýsir eftir umsóknum fyrir næsta sýningarár

20.05.2010
Auglýsing um ListasalMenningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá myndlistarmönnum sem vilja sýna í Listasal Mosfellsbæjar á tímabilinu september 2010 – ágúst 2011.
Listasalurinn er 80 fermetra fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og standa sýningar að jafnaði í fjórar vikur í senn. Um er að ræða einka- og samsýningar. Hann er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.

Meira ...

Elísabet Stefánsdóttir, Beta Gagga, sýnir í Listasal

17.05.2010
Elísabet StefánsdóttirFöstudaginn 14. maí var opnun sýningar Elísabetar Stefánsdóttur / Betu Göggu, Handföng, í Listasal Mosfellsbæjar og stendur hún til 29. maí.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis

Meira ...

Fjöldi gekk saman í tilefni vígslu

14.05.2010
Stikaðar gönguleiðirHátt í 60 manns komu saman við vígslu stikaðra gönguleiða sem fram fór í gær og Skátafélagið Mosverjar og Mosfellsbær stóðu fyrir. Stikun 65 km gönguleiða um útivistarsvæði í Mosfellsbæ er verkefni sem Mosverjar hafa unnið í samstarfi við Mosfellsbæ.
Meira ...

Vinnustofur Skálatúns - opið hús

12.05.2010
Vinnustofur SkálatúnsNú fögnum við sumri og birtu með opnu húsi í Vinnustofum Skálatúns miðvikudaginn 12. maí.

Húsið opnar á slaginu 11 og verður opið til kl. 17:30.
Meira ...

Sýning í tilefni af 70 ára árstíð hernáms á Íslandi

11.05.2010
HermannasýningNú stendur yfir á Bókasafni safnarasýning úr stríðsminjasafni Tryggva Blumenstein í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá hernámi breta á Íslandi.

Meira ...

Vígsla stikaðra gönguleiða

11.05.2010
HafravatnsréttFimmtudaginn 13. maí n.k. (uppstigningardag) kl. 11-14 verða vígðar stikaðar gönguleiðir um útivistarsvæði í Mosfellsbæ sem er verkefni sem Mosverjar hafa unnið í samstarfi við Mosfellsbæ. Hist verður á bílastæðinu við Reyki.
Meira ...

Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla 2010

10.05.2010
Skólakórs Varmárskóla 2010Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla verða í sal Varmárskóla þriðjudaginn 11. maí klukkan 20:00.
Þar gefst áheyrendum kostur á að heyra margt af því sem kórinn hefur verið að æfa í vetur
Meira ...

Metþátttaka í heilsuhlaupi

10.05.2010
HeilsuhlaupiðMetþátttaka var í heilsuhlaupinu á laugardag sem var liður í lokahátíð Heilsuvikunnar sem stóð yfir í Mosfellsbæ í síðustu viku. Alls tóku á þriðja hundrað þátt í hlaupinu.
Meira ...

Heilsuhátíð að Varmá í dag

08.05.2010
HeilsuhátíðHeilsuhátíð Mosfellsbæjar fer fram við Íþróttamiðstöðina að Varmá í dag kl. 12-14 og er lokahnykkurinn á Heilsuviku Mosfellsbæjar sem staðið hefur yfir frá því á mánudag undir yfirskriftinni "Förum heilbrigð inn í sumarið".
Meira ...

Brennókeppni í kvöld og heilsuhátíð á laugardag

06.05.2010
Heilsuhátíð í MosfellsbæÍ kvöld verður haldin brennókeppni á sparkvellinum við Lágafellsskóla sem liður í Heilsuviku Mosfellsbæjar. Markmiðið er að allir skemmti sér og hafi gaman af og hreyfi sig svolítið í leiðinni. Heilsuhátið verður haldin að Varmá kl. 12-14 á laugardag.
Meira ...

Vinnustofutónleikar - Inga Elín, Þórarinn og Signý Sæmunds

06.05.2010
Inga ElínÁ Menningarvori í kvöld verður myndlistarkonan Inga Elín með opna vinnustofu og haldnir verða stofutónleikar með Þórarni Sigurbergssyni og Signýju Sæmundsdóttur að heimili Ingu Elínar og Þórarins, Svöluhöfða 12 kl. 20.
Meira ...

Matjurtagarðar í Mosfellsbæ

06.05.2010
Matjurtagarðar í MosfellsbæNú er búið að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Garðarnir verða aðallega staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og garðar hafa verið til útleigu undanfarin ár. 
Meira ...

Matjurtagarðar í Mosfellsbæ

06.05.2010
Matjurtagarðar í MosfellsbæNú er búið að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Garðarnir verða aðallega staðsettir í Skarhólamýri, á sama stað og garðar hafa verið til útleigu undanfarin ár. 
Meira ...

Afturelding í úrvalsdeild í handboltanum

05.05.2010
Afturelding komin í úrvalsdeild á nýAfturelding tryggði sér sæti í úrvalsdeild á ný þegar meistaraflokkur karla í handbolta sigraði Gróttu á mánudag í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild næsta vetur.
Meira ...

Menningarvor - Land osta í tali og tónum á Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld

04.05.2010
Franskt kvöld- Le pays du fromage en musique et paroles -
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. maí, kl. 20.00-21.30 er gestum boðið upp á franska tónlist, franska „gourmet“ osta, franskt rauðvín og frásögn af Frakklandsdvöl á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Meira ...

Síða 0 af Infinity