Fréttir eftir mánuðum

Frjálsíþróttakrakkar á Gautaborgarleikana

30.06.2010
Síðastliðna nótt lagði af stað glæsilegur hópur frá Aftureldingu til Gautaborgar til að taka þátt í einum stærsta frjálsíþróttaviðburði sem börnum og ungmennum er boðið til.
Hópurinn samanstendur af 12 keppendum, einum fararstjóra og einum þjálfara.
Meira ...

Velheppnað mót Gogga galvaska

29.06.2010

Um nýafstaðna helgi var mikið líf og fjör á Varmárvelli.
Þar fór fram Frjálsíþróttamótið Gogga galvaska fyrir börn 14 ára og yngri. Alls mættu 228 keppendur til leiks og þreyttu þrautir í þrjá daga.

Meira ...

Krakkarnir í Leirvogstungu opna búð

28.06.2010
Fyrir nokkru opnaði ný verslun í Leirvogstungu sem rekin er af börnunum í hverfinu. Vöruúrvalið er fjölbreytt, hægt er að fá leikföng, barnabækur, eðlur, nagla, skóbúnað, heimabakaðar kökur, popp og margt fleira. Verðlagi er stillt í hóf og gleðin er í fyrirrúmi.
Meira ...

Gæsluvöllur í Hlíð

28.06.2010

Í sumar verður opinn gæsluvöllur í Hlíð. Opið verður í fjórar vikur  frá 5. - 30. júlí og verður opnunartími frá kl. 9-12:00 og 13-16:00 alla virka daga. Gæsluvöllurinn er fyrir börn 2-5 ára og kostar hver byrjuð klukkustund kr. 120.-
Skrá þarf upplýsingar á þar til gert eyðublað í fyrsta sinn sem barnið mætir (nöfn og símanúmer).

 

Meira ...

Vísindasýning á miðbæjartorginu

25.06.2010
Í dag býðst Mosfellingum að koma á miðbæjartorgið og skoða vísindasýninguna "Tilraunalandið" sem staðsett hefur verið við Norræna húsið. Sýningin opnar kl. 15.
Meira ...

Goggi galvaski í Mosfellsbæ um helgina

24.06.2010
Íþróttahátíð Gogga galvaska verður haldin á Varmárvelli í Mosfellsbæ nú um helgina í 21. sinn. Goggi galvaski er stórhátíð ungra frjálsíþróttamanna og eitt stærsta íþróttamót sem haldið er á landinu fyrir 14 ára og yngri.
Meira ...

Sex ára bjargvættur

23.06.2010
Eva Marín Einarsdóttir Nielsen, sex ára, bjargaði lífi móður sinnar og systur með hárréttum viðbrögðum þegar eldur kom upp í íbúð þeirra í Mosfellsbæ fyrir nokkrum dögum.  Eva Marín lærði viðbrögðin í leikskólanum sínum, Hlíð.
Meira ...

Utanvegaakstur – reglur ekki virtar

22.06.2010
Nokkuð hefur borið á kvörtunum um utanvegaakstur í Mosfellsbæ að undanförnu og virðist umferð jeppa, fjórhjóla og torfæruhjóla utan merktra vegslóða í hlíðum fella í Mosfellsbæ, s.s. Úlfarsfells og Æsustaðafells, vera algengur. 
Meira ...

Jónsmessuganga á miðvikudagskvöld

22.06.2010

Miðvikudagskvöldið 23.júní gengur í garð Jónsmessunótt. Af því tilefni verður efnt til Jónsmessugöngu. Lagt verður af stað frá Álafosskvos klukkan 21.00. Gangan endar við Leiruvog þar sem tendraður verður Jónsmessuvarðeldur.

Meira ...

Tímabundin lokun undirganga við Brúarland

21.06.2010
VesturlandsvegurVegna framkvæmda við tvöföldun Vesturlandsvegar verða undirgöng við Brúarland lokuð frá 23. júní 2010 til 18. ágúst 2010. Gangandi og hjólandi vegfarendum er bent á að nota annað hvort göngubrú yfir Vesturlandsveg við Tröllateig eða undirgöng við Ásland á meðan
Meira ...

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

18.06.2010
BæjarstjórnarfundurFyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn miðvikudaginn 16. júní sl. Venju samkvæmt var kosið í ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins. Haraldur Sverrisson var ráðinn til að gegna áfram stafi bæjarstjóra og Karl Tómasson var kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Meira ...

Kvennahlaupið fer fram á morgun

18.06.2010
Kvennahlaup ÍSÍKvennahlaupið fer fram á morgun, laugardaginn 19. júní, og er nú haldið í 21. sinn. Þema hlaupsins í ár er: Konur eru konum bestar. Hlaupið hefst kl. 11 á íþróttavellinum að Varmá. Hlaupnir verða 3, 5 eða 7 km.
Meira ...

Gönguleiðakorti dreift á öll heimili

16.06.2010
GönguleiðakortÖll heimili í Mosfellsbæ fá í dag inn um bréfalúguna sína kort af stikuðum gönguleiðum í Mosfellsbæ. Kortið er í miðopnu Mosfellings, sem kemur út í dag. Hægt er að kippa því út úr blaðinu og geyma.
Meira ...

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í dag

16.06.2010
MosfellsbærFyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Mosfellsbæ verður haldinn í dag. Á fundinum verður kosið í ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn og Vinstri-græn í Mosfellsbæ hafa sent frá sér tilkynningu um áframhaldandi meirihlutasamstarf.

Meira ...

Vinna við endurskoðun aðalskipulags vel á veg komin.

15.06.2010
Endurskoðun aðalskipulagsVinna við endurskoðun aðalskipulags er nú langt á veg komin. Íbúar eru hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem eru endurskoðuninni til grundvallar. Sérstakur hnappur hefur verið settur upp hægra megin á forsíðu mos.is til að auðvelda fólki aðgang að þeim.
Meira ...

Skemmtileg fjölskyldudagskrá á þjóðhátíðardaginn

15.06.2010
17. júníHátíðarhöld í Mosfellsbæ í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní verða með hefðbundnum hætti í ár.Dagskráin hefst kl. 13 á Miðbæjartorgi þar sem fjallkona flytur ávarp og flutt verður hátíðarræða. Kammerkórinn syngur nokkur lög og loks verður haldið í skrúðgöngu að Hlégarði þar sem fjölskyldudagskrá fer fram.
Meira ...

Áfram truflanir á umferð á Vesturlandsvegi

09.06.2010
LeirvogstungugatnamótÁfram verður unnið að því að tengja nýjan kafla Vesturlandsvegar við Leirvogstungu í Mosfellsbæ í nótt, aðfararnótt 11. júní. Að sögn Vegagerðarinnar má búast við verulegum truflunum á umferð frá kl. 20 til kl. 10 í fyrramálið.

Meira ...

Skógarhátíð í Hamrahlíðinni

09.06.2010
Í tilefni 80 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands ætlar Skógræktarfélag Mosfellsbæjar að halda skógardag og listasýningu ásamt leikskólum í Mosfellsbæ. Hátíðin fer fram í Hamrahlíð við Vesturlandsveg á laugardaginn 12. júní og byrjar klukkan 11.
Meira ...

Sumarlestur fyrir börn fædd 2000 - 2002 á Bókasafni

07.06.2010
SumarlesturNú er hafinn sumarlestur fyrir börn fædd 2000, 2001 og 2002 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Uppskeruhátíð verður 31. ágúst og munu þá allir sem taka þátt fá viðurkenningu og verðlaun.  
Meira ...

Mos-Bus ókeypis ferðamannastrætó

04.06.2010
MOS-BUS fór í sína fyrstu ferð á þriðjudaginn 1. júní s.l.  Það var bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson sem fór í fyrstu ferðina ásamt góðum gestum.  MOS-BUS er ókeypis ferðamanna og afþreyingarstrætó og sá fyrsti hér á landi. Búið er að setja upp sérstakar stoppistöðvar í bænum, Mosfellsdal og við Esjustofu sem tekur einnig þátt í verkefninu. 
Meira ...

7 tinda hlaupurum spáð blíðviðri

03.06.2010
MosfellsbærSpáð er blíðviðri á suð-vesturhorni landsins á laugardag og er því útlit fyrir að þátttakendur í 7 tinda hlaupinu í Mosfellsbæ hafi heppnina með sér.
Meira ...

Diddú og drengirnir í Guðríðarkirkju Grafarholti í kvöld 20.00

02.06.2010
Hópurinn, sem er að fara í sína fyrstu tónleikaferð til útlanda í sumar, mun frumflytja efnisskrána í kvöld.
Meira ...

Úrslit sveitarstjórnarkosninga

02.06.2010
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ sem fram fóru 29. maí sl. eru eftirfarandi:
Fjöldi á kjörskrá - 5794
Alls greidd atkvæði - 3939 
Auðir seðlar - 268
Ógildir seðlar - 14 
Meira ...

Moso Mongo Memory Mix - Snorri Ásmundsson sýnir Listasal Mosfellsbæjar

02.06.2010
Snorri ÁsmundssonLaugardaginn 5. júní kl. 14 - 16 er opnun sýningar Snorra Ásmundssonar í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 3. júlí.
Snorri ætlar að koma á óvart og vill ekkert gefa upp hvað hann ætlar að sýna en sýninguna nefnir hann Moso Mongo Memory Mix
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis

Meira ...

Síða 0 af Infinity