Fréttir eftir mánuðum

Hans klaufi í Hlégarði á fimmtudaginn

27.07.2010
Leikhópurinn Lotta sýnir nýjasta verk sitt, Hans klaufa, á túninu við Hlégarð á fimmtudaginn 29. júlí kl. 18:00.
Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri, taka teppi til að sitja á og myndavél en börnin fá að hitta karakterana úr sýningunni og þá er gaman að festa það á filmu. Miðaverð er 1.500 kr.
Meira ...

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

26.07.2010
UmhverfisviðurkenningarUmhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2010. Almenningur og fyrirtæki geta tilnefnt þau svæði eða aðila í Mosfellsbæ sem þeim finnst skara framúr í umhverfismálum.
Meira ...

Grænmetismarkaðurinn að Mosskógum í Mosfellsdal á laugardögum

23.07.2010
Útimarkaður MosskógumEllefta sumar Grænmetismarkaðarins að Mosskógum í Mosfellsdal er nú hafið og verður opið á laugardögum frá kl 12:00 - 16:00 í allt sumar og fram á haust.
Meira ...

19.7.2010: Sólvellir - breyting á aðalskipulagi, forkynning

19.07.2010
Vegna áforma um sérhæfða heilbrigðisstofnun og hótel í tengslum við hana á reit í eigu bæjarins úr landi Sólvalla, er í bígerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Meira ...

Sumarlokun á Bókasafni

19.07.2010
SumarlokunVegna sumarleyfa verður Bókasafn og Listasalur Mosfellsbæjar lokað frá 23. júlí til 6. ágúst. Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

Meira ...

Frábær sólbaðsaðstaða að Varmá

16.07.2010
Mosfellingar eru hvattir til að koma og njóta góða veðursins í sundlauginni að Varmá.
Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar, nóg af sólbekkjum, sól, hlýju viðmóti starfsmanna og heitt á könnunni.
Meira ...

Sumartorg í dag kl. 16:00 - Klifurturn, sparkmörk og fleira!

16.07.2010
Í dag kl. 16:00 verður mikið húllumhæ á Miðbæjartorginu okkar!
Gríðarhár klifurturn, sparkmörk og fótboltar - verðlaun fyrir þáttakendur, brauð og popp grillað á teini og margt fleira í boði skáta og Aftureldingar!
Missið ekki af þessu!
Meira ...

Fullt út úr dyrum á tónleikum á miðvikudagskvöld

15.07.2010
Fullt var út úr dyrum á tónleikunum ,,Manstu gamla daga" á Bókasafni Mosfellsbæjar í gærkveldi. Ætla má að ríflega 130 manns hafi sótt viðburðinn og var gerður góður rómur að dagskránni.
Meira ...

Íslensk glíma - námskeið í ágúst

15.07.2010
Í ágústmánuði ætlar Hlynur Guðmundsson frjálsíþróttaþjálfari að bjóða öllum 6-12 ára börnum í Mosfellsbæ (og næsta nágrenni) að koma og reyna fyrir sér íslenskri glímu.
Meira ...

Mikil ánægja með leikskóla Mosfellsbæjar og dagforeldra

08.07.2010
LeikskólabörnNánast allir foreldrar leikskólabarna og foreldrar barna í vist hjá dagforeldrum sem tóku þátt í viðhorfskönnun á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar telja að börnum sínum líði vel í leikskólanum eða hjá dagforeldrum. Alls sögðust 98,5% foreldra telja að börnum þeirra líði frekar eða mjög vel í leikskólanum.
Meira ...

Frjálsíþróttaskóli í Mosfellsbæ

07.07.2010
Ungmennafélag Íslands mun í samvinnu við Ungmennafélagið Aftureldingu starfrækja frjálsíþróttaskóla í Mosfellsbæ dagana 19.-23. júlí. Þetta verður þriðja sumarið í röð sem skólinn starfar og hefur aðsóknin að honum vaxið jafnt og þétt frá upphafi.
Meira ...

Hjólreiðatúr og grill á morgun, miðvikudag

06.07.2010
Hjólatúr fjölskyldunnarMiðvikudaginn 7. júlí kl. 16:30 verður farið í hjólreiðatúr fjölskyldunnar undir leiðsögn Höllu Karenar Kristjánsdóttur. Lagt verður af stað frá Lágafellslaug og hjólað verður upp í Reykjalundarskóg. Farið verður í leiki og fjör á túninu og einnig verður grill á staðnum sem allir eru hvattir til að nýta sér og komið með eitthvað á grillið.
Meira ...

Síða 0 af Infinity