Fréttir eftir mánuðum

Ekki næg þátttaka í skólastrætó gegn gjaldi

31.08.2010
MosfellsbærHætt verður við fyrirhugað tilraunaverkefni um skólaakstur milli Mosfellsbæjar og Borgarholtsskóla gegn gjaldi á haustönn. Í bréfi til nemenda kom fram að nauðsynlegur lágmarksfjöldi þeirra sem myndu greiða fyrir þjónustuna væri 20.
Meira ...

Þakkir fyrir frábæra bæjarhátíð

31.08.2010
Í túninu heimaMosfellsbær vill þakka öllum þeim bæjarbúum sem tóku virkan þátt í bæjarhátíðinni okkar og áttu þátt í því að hún heppnaðist jafnvel og raunin var. Veðrið á föstudag og laugardag var algerlega frábært og var mikið líf um allan bæ.
Meira ...

Jón Kalman Stefánsson valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

30.08.2010
Jón Kalman StefánssonRithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson hefur verið valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2010 og var tilkynnt um valið á bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem fram fór um helgina.
Meira ...

Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar

30.08.2010
Leirutangi 4Á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ voru afhentar umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2010. Íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar í þremur aðskildum flokkum; fyrir fallegasta húsagarðinn, fyrir það fyrirtæki sem skaraði fram úr í umhverfismálum og fyrir fallegustu götuna
Meira ...

Uppskeruhátíð á Bókasafni Mosfellsbæjar

30.08.2010
SumarlesturSumarlestrinum 2010 lýkur með uppskeruhátíð klukkan fjögur þriðjudaginn 31. ágúst. Allir þátttakendur fá verðlaun fyrir að vera með og viðurkenningarskjal. Fuglar þriggja heppinna þátttakenda verða veiddir upp úr hreiðrinu og þeir fá nýja bók að gjöf.
Sjáumst á safninu!
Meira ...

Gleðilega bæjarhátíð!

27.08.2010
Varðeldur á bæjarhátíðBæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður sett formlega á Miðbæjartorgi í kvöld. Dagskráin á torginu hefst kl. 20. Þar verður tilkynnt um val á bæjarlistamanni ársins og umhverfisverðlaun verða veitt.
Meira ...

Rauði krossinn býður í kaffi

27.08.2010
Rauði krossinnKjósarsýsludeild verður með kynningarbás í íþróttahúsinu Varmá á bæjarhátíðinni Í túninu heima.  Eftir hátíðina (sunnudag kl. 16) verður kaffihlaðborð í húsnæði deildarinnar Þverholti 7 fyrir sjálfboðaliða og velunnara deildarinnar.  Allir velkomnir!
Meira ...

Tjaldstæði í miðbæ Mosfellsbæjar um helgina

26.08.2010
Tjaldstæði í miðbæBoðið verður upp á tjaldstæði í miðbæ Mosfellsbæjar í tengslum við hátíðina Í túninu heima sem haldin verður um helgina. Leyfilegt er að tjalda og leggja húsbílum við Bæjarleikhúsið við Þverholt. Salernisaðstaða er í Bæjarleikhúsinu. Aðstaðan verður án endurgjalds.
Meira ...

Útimarkaður í Álafosskvos á bæjarhátíðinni

26.08.2010
Útimarkaður í ÁlafosskvosÚtimarkaður verður haldinn í Álafosskvos á bæjarhátíðinni, laugardag og sunnudag kl. 12-16. Á boðstólnum verður ýmiss varningur til sölu en enn eru laus sölupláss og því eru áhugasamir hvattir til að setja sig í samband við umsjónarmann markaðarins
Meira ...

Mos-Lækjartorg hraðferð

25.08.2010
Mos-Lækjartorg hraðferðVakin er athygli á því að á virkum dögum ekur vagn frá Strætó BS tvær hraðferðir milli Mosfellsbæjar og miðborgar Reykjavíkur. Um er að ræða leið nr. 6 sem leggur af stað frá Háholti í Mosfellsbæ kl. 7:19 og 8:19. Um 15 mínútur tekur að aka frá miðbæ Mosfellsbæjar að Lækjartorgi.
Meira ...

Fjör fyrir alla fjölskylduna - bæjarhátíð um helgina

25.08.2010
Í túninu heimaUm helgina verður bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, haldin í sjötta sinn og vonum við að þú finnir þér eitthvað til skemmtunar af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á dagskrá.


Meira ...

Ökumenn hvattir til að sýna aðgát

23.08.2010
ViðvörunarmerkiÖkumenn í Mosfellsbæ eru hvattir til að sýna aðgát í umferðinni. Skólarnir eru að hefjast og fjöldi barna að feta sín fyrstu skref í umferðinni ein síns liðs.
Meira ...

Vetraráætlun Strætó tekur gildi

23.08.2010
StrætóVetraráætlun Strætó hefur nú tekið gildi, sem þýðir að tíðni ferða eykst á ný og verður svipuð og síðastliðinn vetur. Jafnframt breytist akstur um Grafarvog og Grafarholt nokkuð með nýrri vetraráætlun.
Meira ...

Skólaakstur gegn gjaldi í Borgarholtsskóla

20.08.2010
BorgarholtsskóliBæjarráð Mosfellsbæjar hefur að tillögu bæjarstjóra tekið ákvörðun um að bjóða nemendum í Mosfellsbæ upp á skólaakstur í Borgarholtsskóla gegn gjaldi á haustönn. Skólaaksturinn verður í tilraunaskyni fram til áramóta og tekin verður ákvörðun um framhaldið í ljósi þess hvernig þátttakan verður.
Meira ...

Mosfellsbær og Umferðarstofa gera samning um umferðaröryggisáætlun

19.08.2010
Undirritun samnings um gerð umferðaröryggisáætlunarMosfellsbær og Umferðarstofa hafa undirritað samning um gerð umferðaröryggisáætlunar. Með samningnum skuldbindur Mosfellsbær sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun, sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélaginu.
Meira ...

Steypuhreiður og fúnkísfuglar - sýningaropnun í Listasal

17.08.2010
FúnkísfuglarFöstudaginn 20. ágúst kl. 17.00 verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar sýning Hildar Margrétardóttur, steypuhreiður og fúnkísfuglar.
Allir eru velkomnir á sýninguna sem opin er á afgreiðslutíma Bókasafnsins.
Meira ...

Nemakort í Strætó í umferð á ný

17.08.2010
StrætóNú styttist í að framhaldsskólar og háskólar hefji störf eftir sumarfrí, sem þýðir jafnframt að nemakort Strætó fara í umferð á ný. Strætó bs. býður nemendum með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu sem eru í fullu námi við framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu upp á nemakortin, en þetta er annað árið sem þau eru boðin í núverandi mynd.
Meira ...

Jafnréttisviðurkenning 2010 - ósk um tilnefningu

17.08.2010
Frá jafnréttisdegi MosfellsbæjarJafnréttisáætlun Mosfellsbæjar gerir ráð fyrir því að árlega sé þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best í að vinna að framgangi jafnréttisáætlunarinnar veitt jafnréttisviðurkenning.
Meira ...

Dagskrá bæjarhátíðar að skýrast

11.08.2010
Í túninu heimaBæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin helgina 27.-29. ágúst og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Verður hún að vanda fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg. Hátíðin verður sett á Miðbæjartorgi föstudagskvöldið 27. ágúst og boðið verður upp á fjölda spennandi viðburða alla helgina, víðs vegar um bæinn.
Meira ...

Frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar !

10.08.2010

kraniKaldavatnslaust verður í Löndum, Helgafellshverfi, Ásahverfi og Álafosskvos í dag frá kl. 10 - 12.

Vatnsveita Mosfellsbæjar

Meira ...

Til hamingju með afmælið, Mosfellingar!

09.08.2010
MosfellsbærÍ dag eru 23 ár liðin frá því að Mosfellsbær var stofnaður og fá Mosfellingar hér með hamingjuóskir í tilefni dagsins. Fjöldi íbúa er rúmlega tvöfalt fleiri nú en þá en hin síðustu ár hefur bæjarhátíðin Í túninu heima m.a. verið haldin síðustu helgina í ágúst til þess að fagna afmæli bæjarins.
Meira ...

Kaldavatnslaust í Teigahverfi

06.08.2010
Kaldavatnslögn fór í sundur við framkvæmdir í Teigahverfi. Unnið er að lagfæringu og verður lögnin komin í lag á næstu klukkutímum.
Meira ...

Síða 0 af Infinity