Fréttir eftir mánuðum

Tilkynning um breytingu á umferð vegna breikkunar Vesturlandsvegar

28.09.2010
MosfellsbærVegna framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar verður Álafossvegi lokað tímabundið frá miðvikudegi 29. september.  Stefnt er að því að Álafossvegur verði opnaður aftur fyrir umferð eigi síðar en mánudag 25. október.
Meira ...

Að höndla hamingjuna

27.09.2010
Samskipti foreldra og barnaHugó Þórisson sálfræðingur fjallar á fyrsta opna húsi vetrarins um mikilvægi samskipta milli foreldra og barna og áhrif þeirra á sjálfsmynd barnanna.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð 25 ára

24.09.2010
Leikskólinn Hlíð fagnaði á dögunum aldarfjórðungsafmæli skólans og hélt af því tilefni afmælisveislu fyrir leikskólabörn, foreldra, starfsfólk og fleiri.
Meira ...

Hjólaþrautir og BMX landsliðið á miðbæjartorginu.

21.09.2010
Hjólaþrautir og BMX landsliðið á miðbæjartorginuÍ tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ verður í dag, þriðjudag, sett upp hjólaþrautabraut á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar.  Þar gefst krökkum kostur á að sýna færni sína.
Meira ...

Samgönguvika í Mosfellsbæ

20.09.2010
Samgönguviku í MosfellsbæÍ tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ hefur verið sett á heimasíðu bæjarins nýtt hjólavegalengdakort fyrir Mosfellsbæ þar sem afmarkaður er 1,6 km radíus út frá miðbænum. 
Meira ...

Hjólalest frá Mosfellsbæ á laugardag kl. 11:30

17.09.2010
Hjóladagur fjölskyldunnarÁ morgun, laugardag, verður Hjóladagur fjölskyldunnar haldinn í tilefni af Evrópskri Samgönguviku í Mosfellsbæ, þar sem hjólalestir úr úthverfum munu hjóla sem leið liggur í miðbæ Reykjavíkur.
Meira ...

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar í dag

17.09.2010
Frá jafnréttisdeginum 2009Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2010 verður haldinn í dag, 17. september kl. 13-15 í Hlégarði. Yfirskrift dagsins er „Ungt fólk og jafnrétti.
Meira ...

Pollapönk með ókeypis tónleika í Álafosskvos í fyrramálið

16.09.2010
PollapönkHljómsveitin Pollapönk heldur tónleika fyrir leik- og grunnskólabörn Mosfellsbæjar á morgun, föstudaginn 17. september, kl 10:00 í Álafosskvos. Tónleikarnir eru í boði MúsMos og Pollapönks.
Meira ...

Evrópska samgönguvikan hefst í dag

16.09.2010
HjólreiðarMosfellingar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér heilsusamlegri samgöngumáta í tilefni af evrópskri samgönguviku sem hefst í dag.
Meira ...

Mosfellingar í Útsvari á föstudaginn

15.09.2010
Spurningakeppnin ÚtsvarLið Mosfellsbæjar mætir liði Snæfellsbæjar í fyrstu umferð spurningakeppninnar Útsvars föstudaginn 24. september næstkomandi. Í lið Mosfellsbæjar eru Bjarki Bjarnason sagnfræðingur, Kolfinna Baldvinsdóttir sagnfræðingur og Sigurjón M. Egilsson ritstjóri.
Meira ...

Sjálfboðaliðar óskast í foreldrarölt

15.09.2010
Rauði krossinn Þverholti 7Kjósarsýsludeild Rauða krossins aðstoðar Varmárskóla og Lágafellsskóla við foreldrarölt á föstudags og laugardagskvöldum og óskar eftir sjálfboðaliðum til starfsins.
Meira ...

Möguleikhúsið flutti leikritið „Alli Nalli og tunglið“ í Bókasafninu.

13.09.2010
MöguleikhúsiðFöstudaginn 27.  ágúst kom fríður hópur fjögurra ára barna í heimsókn í Bókasafn Mosfellsbæjar í tilefni  bæjarhátíðarinnar
 „Í túninu heima“
Meira ...

Uppskeruhátíð sumarlestrar á Bókasafninu 31. ágúst sl.

13.09.2010
Uppskeruhátíð sumarlestrar á Bókasafninu 31 ágúst sl.Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar lauk með uppskeruhátíð þriðjudaginn 31. ágúst.
Að þessu sinni tóku 100 börn þátt í sumarlestrinum og lásu um 500 bækur. Öll voru þau leyst út með viðurkenningarskjali og spilastokk.
Meira ...

Styrktartónleikar í Reykjadal í Mosfellsdal annað kvöld

08.09.2010
Styrktartónleikar ReykjadalsStyrktartónleikar Reykjadals verða haldnir í Reykjadal í Mosfellsdal annað kvöld, fimmtudaginn 9. september kl. 20:00. Tónleikarnir verða undir berum himni.
Meira ...

Mosfellsbær mótmælir hækkun OR

08.09.2010
Orkuveita ReykjavíkurBæjarráð Mosfellsbæjar hefur mótmælt boðuðum hækkunum á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur og telur það ekki sanngjarnt að velta erfiðri fjárhagsstöðu OR yfir á heimili, sveitarfélög og fyrirtæki með þeim hætti sem nú er gert.
Meira ...

Síða 0 af Infinity