Fréttir eftir mánuðum

Bókabúgí

31.01.2011

BókabúgíBókverkasýning í Bókasafni Mosfellsbæjar.Verkin eru unnin af Málfríði Finnbogadóttur úr afskrifuðum bókum og blöðum. Þetta er afar sérstök sýning sem Mosfellingar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Meira ...

Stórskemmtilegt smalamót til styrktar krabbameinssjúkum börnum

31.01.2011

SmalamótStórskemmtilegt smalamót veðrur haldið í Harðarreiðhöllinni næstkomandi laugardag kl. 13.00 og rennur aðgangseyrir til félags krabbameinssjúkra barna.  Þetta verður stórhátíð, enda mótið einstaklega skemmtilegt og áhorfendavænt.

Meira ...

Afturelding stendur sig vel í frjálsum

28.01.2011

Tamar og Sandra Frjálsíþróttafólk úr Aftureldingu stóð sig vel á hinu árlega Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var um síðustu helgi. Alls tóku 28 keppendur frá Aftureldingu þátt og settu margir persónuleg met og unnu til fjölda varðlauna.

 

Meira ...

Rangt farið með staðreyndir í Pressufrétt um systkinaafslátt

18.01.2011
TvíburarRangt var farið með staðreyndir í frétt sem birt var á vefmiðlinum Pressunni í gær um systkinaafslátt í Mosfellsbæ. Í henni er því haldið fram að tvíburar njóti ekki sömu þjónustu og önnur systkini í Mosfellsbæ. Þetta er alrangt. 
Meira ...

Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2010

14.01.2011
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2010Nína Björk Geirsdóttir golfari og Sigríður Þóra Birgisdóttir knattspyrnukona voru jafnar í efsta sæti í kjörinu um íþróttakonu ársins í Mosfellsbæ sem fram fór í gærkvöldi. Kristján Helgi Carrasco var valinn íþróttakarl ársins.
Meira ...

Steindi Jr. valinn Mosfellingur ársins

13.01.2011
Steindi Jr. Mosfellingur ársinsBæjarblaðið Mosfellingur hefur útnefnt Steinda Jr. sem Mosfelling ársins. Steindi hefur slegið í gegn í nýrri gamanþáttaröð sem nefnist Steindinn okkar og er orðinn þekkt andlit í íslensku gríni.
Meira ...

Kjör íþróttamanns Mosfellsbæjar 2011

05.01.2011
Fimmtudaginn 13. janúar nk. kl. 20:00 verður haldið hóf í íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og konu Mosfellsbæjar árið 2010. Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands-, deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2010 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt og/eða æft með landsliði á liðnu ári. 
 
Meira ...

Jólatrén verða hirt á mánudag og þriðjudag

05.01.2011
Mosfellsbær hirðir jólatrénMosfellsbær sér um að hirða upp jólatré sem sett eru út fyrir lóðamörk mánudaginn 10. janúar og þriðjudaginn 11. janúar næstkomandi.
Meira ...

Auglýsing um húsaleigubætur

04.01.2011

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka, eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og/eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

Meira ...

Þrettándagleðin verður haldin á sunnudag kl. 18

04.01.2011
ÞrettándagleðiVegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að þrettándagleðin verður haldin sunnudaginn 9. janúar kl. 18. Þrettándabrennunni, sem átti að vera í kvöld, hefur því verið frestað til sunnudags vegna veðurs, ekki til mánudags eins og tilkynnt hafði verið.
Meira ...

Yfirfærsla á þjónustu við fólk með fötlun

04.01.2011

Merki MosfellsbæjarUm áramót tóku sveitarfélögin við umsjón með málefnum fólks með fötlun frá ríkinu. Mosfellsbær hefur að leiðarljósi við þessi tímamót að sem minnst röskun verði á þjónustunni frá því sem verið hefur og hún verði felld að annarri almennri þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar.

Meira ...

Síða 0 af Infinity