Fréttir eftir mánuðum

Afmælishátíð Lágafellsskóla og vorhátíð Mosfellsbæjar

28.04.2011

VorhátíðÍ ár er Lágafellsskóli 10 ára og í tilefni þess verður afmælishátíð ásamt vorhátíð Mosfellsbæjar haldin laugardaginn 30. apríl. Skemmtunin hefst með skrúðgöngu í fylgd Mosverja frá Kjarna kl. 12:30 og verður gengið að skólanum þar sem verður stanslaus skemmtun til kl. 16:00. Meðal annars koma fram í sal núverandi og fyrrverandi nemendur skólans, pylsusala á vegum skátanna verður á útisvæði ásamt skátatívolíi, innandyra verður köku- og kaffisala sem foreldrar 6. bekkinga sjá um, Lárus töframaður, Ingó veðurguð og Friðrik Dór mæta einnig á svæðið.

Meira ...

Vorið er komið - Hreinsunarátak

27.04.2011

HreinsunarátakDagana 29. apríl – 16. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ. Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Nú hillir í  vorið og því tímabært að fjarlægja rusl eftir veturinn.

Starfsmenn Áhaldahúss verða á ferðinni á þessu tímabili og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Fólk er hvatt til að setja garðaúrgang í poka og binda greinaafklippur í knippi. Gert er ráð fyrir að úrgangur verði sóttur fyrir utan lóðarmörk dagana fram til 16. maí.

Meira ...

Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

15.04.2011

IMG_1002_2131505708Reykjadalur í Mosfellsdal var við hátíðlega athöfn afhent Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Forseti Íslands,  Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta mun vera í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.

Meira ...

Menningarvika leikskólabarna

12.04.2011

Menningarvika leikskólabarnaHin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar fer fram dagana 11-15 apríl í Kjarna. Öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis í kjarnanum. Sýningin gefur innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.

Meira ...

Verðlaunahafi marsmánaðar í bókmenntagetraun barnanna.

11.04.2011

Skrnir_mani_mars_2011Í Bókasafni Mosfellsbæjar er mánaðarlega sett fram ný bókmenntagetraun fyrir börnin yfir vetrarmánuðina.

Í lok marsmánaðar var dreginn út verðlaunahafi mánaðarins og var það Skírnir Máni Stefánsson. Hann var með öll svörin rétt og fékk að launum bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur.

Meira ...

Bókmenntagetraun barnanna í Bókasafninu.

11.04.2011

íris_mist_feb_2011Í febrúar tóku mörg börn þátt í bókmenntagetraun barnanna í Bókasafni Mosfellsbæjar.

Einn heppinn þátttakandi var síðan dreginn út og að þessu sinni varð það 7 ára stelpa, Íris Mist Forberg.

Hún fékk í verðlaun glænýja bók um Fíusól.

Meira ...

Sambandslaust við bæjarskrifstofur

11.04.2011

Merki MosfellsbæjarVegna bilunar í síma- og tölvukerfi er ekki hægt að ná símasambandi  né tölvusambandi við bæjarskrifstofur sem stendur. Viðgerð stendur yfir.

Meira ...

Flestir vilja rafrænar kannanir

07.04.2011

LýðræðiAlls hafa 85% Mosfellinga áhuga á að taka þátt í málefnum sveitarfélagsins og flestir vilja taka þátt með rafrænum hætti. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Mosfellsbær gerði í því skyni að kanna áhuga íbúa í þátttöku í málefnum sveitarfélagsins.

Meira ...

Átaksstörf fyrir námsfólk sumarið 2011

06.04.2011
Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnuna standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga, fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Störfin dreifast um allt land og eru mjög fjölbreytt.
Meira ...

Dagforeldrar á námskeiði

05.04.2011

Námskeið dagforeldraDagforeldrar úr Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Akranesi voru á fræðslunámskeiði í gær sem bar yfirskriftina  „Heilsuvernd,  þroski og heilsufar ungra barna“   Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri í ung- og smábarnavernd og Guðmundur Karl Sigurðsson heimilislæknirá Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis fjölluðu um heilsuvernd, þroska og heilsufar ungra barna.

Meira ...

Vel heppnuð nemendaferð til Lettlands

04.04.2011

111 (800x600)Þann 26.mars sl. fóru tveir kennarar og sjö nemendur úr 10. HMH í Varmárskóla til Ventspils í Lettlandi til að taka þátt í verkefninu "Start with your self".  

Meira ...

Opnun í Listasal Mosfellsbæjar í dag

01.04.2011

Viðmið - Auður Vésteinsdóttir

VIÐMIÐ

Föstudaginn 1. apríl kl. 16 - 18 verður opnuð sýning myndlistarmannsins Auðar Vésteinsdóttur, VIÐMIÐ, í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni eru ný collageverk. Með land- og sjókortum sem leiðarstef að myndefni verkanna lýsir Auður margbreytilegum formum sem hverfult veðurfar varpar á land og sjó.                  

Meira ...

Fjörkálfar og fylgihlutir í Krikaskóla á morgun, laugardag

01.04.2011

Fjörkálfar og fylgihlutirTvær ungar, mosfellskar mæður standa um helgina fyrir viðburðinum Fjörkálfar og fylgihlutir sem fram fer í Krikaskóla á morgun, laugardag kl. 12-17. Viðburðurinn er tileinkaður foreldrum og börnum 0-6 ára ásamt verðandi foreldrum.

Meira ...

Brúðubörn - Brúðusýning í Bókasafninu

01.04.2011

rúnagísla

Brúðubörn úr safni Rúnu Gísladóttur verða til sýnis í Bókasafni Mosfellsbæjar í aprílmánuði á afgreiðslutíma safnsins.
Á sýningunni eru aðallega handgerðar postulínsbrúður, en einnig leikfangabrúður frá ýmsum tímum. 

Meira ...

Síða 0 af Infinity