Fréttir eftir mánuðum

Kvennahlaupið að Varmá á morgun, laugardag

31.05.2011

Kvennahlaup 2011Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram að Varmá laugardaginn 4. júní kl. 11.00. Þemað í ár var „Hreyfing allt lífið“. Hlaupið hófst kl. 11:00 á íþróttavellinum að Varmá. Skráning hófst kl 10:00 á staðnum en forsala bola hófst í Lágafellslaug.

Meira ...

7 tinda hlaupið

30.05.2011

bigstockphoto_running_5360616_s600x6007 tinda hlaupið verður haldið í þriðja  sinn laugardaginn 11. júní 2011. Hlaupið hefst kl 10:00 við Íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Ath. breyting frá fyrra ári. Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Leiðin verður merkt með skærlitum flöggum og spreyi á göngustígum.

Meira ...

Mosfellsbær hlaut tvær tilnefningar til Foreldraverðlauna 2011

25.05.2011

IMG_6798Mosfellsbær hlaut tvær tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla sem afhent voru í sextánda sinn í gær. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin. Annars vegar hlaut foreldravika Lágafellsskóla tilnefningu og hins vegar Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.

Meira ...

Djassvor á Bókasafninu

24.05.2011

Reynir SigurðssonDjasshljómsveit Reynis Sigurðssonar var með djasskvöld í Bókasafni Mosfellsbæjar þriðjudaginn 24.maí. Tónlistarmennirnir Reynir Sigurðsson, Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Erik Qvick komu þar fram við góðar undirtektir.

Meira ...

Stefnumótunarfundur heilsuklasa í kvöld, þriðjudaginn 31. maí

24.05.2011

Heilsuklasi logoHvað getur heilsuklasinn gert fyrir mig – Hvað get ég gert fyrir heilsuklasann? Þessum spurningum og mörgum fleiri er ætlunin að svara á stefnumótunarfundi um Heilsuklasa Mosfellsbæjar sem haldinn verður þriðjudaginn 31. maí kl. 20 í Krikaskóla.

Meira ...

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu vöktuð

24.05.2011

Gos í GrímsvötnumLoftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast frá gosinu í Grímsvötnum aðfararnótt 23. maí. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa í varúðarskyni virkjað viðbragðsáætlanir sínar í samræmi við verklag sem viðhaft var í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli.

Meira ...

Öskumistur yfir höfuðborgarsvæðinu

23.05.2011

Þar sem aska úr gosinu kom yfir höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi er verið að fylgjast mjög vel með svifryksmengun.Fylgst er með ástandinu í samráði við Samhæfingarstöð almannavarna, Umhverfisstofnun, Almannavarna, Slökkvilið höfuðborgarsvæðis og Sóttvarnarlæknis.

Meira ...

24. maí - Gleðistund - Bókasafn Mosfellsbæjar

23.05.2011

Þriðjudaginn 24. maí kl. 20.30 verður haldin gleðistund í Bókasafni Mosfellsbæjar. Greta Salóme Stefánsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir ásamt gestum flytja klassíska tónlist, popp og allt þar á milli.

Meira ...

Opnun sýningar myndlistarmannanna Lindar Völundardóttur og Marijolijn van der Mej

20.05.2011

Kolateikning eftir Marijolijn van der MejFöstudaginn 20. maí var opnuð sýning myndlistarmannanna Lindar Völundardóttur og Marijolijn van der Mej, NÚNA. Þær hafa báðar unnið í að list sinni í  Hollandi.
Fyrir tveimur árum hófu þær samstarf og hefur það ferli gengið vel.

 

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis

Meira ...

Nafnasamkeppni, stefnumótunarfundur og framkvæmdastjóri

19.05.2011

Heilsuklasi logoHeilsuklasi Mosfellsbæjar var formlega stofnaður í lok apríl og hefur stjórn verið kosin og framkvæmdastjóri ráðinn tímabundið. Klasinn stendur fyri nafnasamkeppni um heiti á klasanum sem Mosfellingar eru hvattir til að taka þátt í. Þá boðar klasinn til stefnumótunarfundar þann 31. maí í Krikaskóla.

Meira ...

Útilistasýning Hlaðhamrabarna á Miðbæjartorgi

18.05.2011

HlaðhamradrengirLeikskólabörn á Hlaðhömrum hafa skreytt Miðbæjartorgið okkar með ýmsum verkum eftir sig. Verkin eru unnin úr verðlausum efnivið og þemað er vorið og tónlist og hafa börnin því meðal annars búið til vindhörpur.  Leikskólinn vinnur í anda Reggio-stefnunnar þar er meðal annars lögð áhersla á skapandi hugsun og vinnu með verðlausan efnivið.

Meira ...

Vortónleikar Reykjalundarkórsins

17.05.2011

BlómVortónleikar Reykjalundarkórsins verða í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 20:30. Efnisskráin er fjölbreytt og inniheldur lög úr ýmsum áttum. Einsöngvarar verða Hulda Sif Ólafsdóttir og Ingunn GYða Hrafnkelsdóttir. Kórstjóri er Íris Erlingsdóttir og píanóleikari Anna Rún Atladóttir.

Meira ...

Óskað eftir tilnefningum til bæjarlistamanns

16.05.2011

Merki MosfellsbæjarMenningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2011. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.

Meira ...

Vortónleikar Mosfellskór

16.05.2011

Vortónleikar Mosfellskórsins verða haldnir í Neskirkju kl. 20:00 annað kvöld. Að venju er dagskráin létt og skemmtileg. Kórstjóri er Vilberg Viggósson.

Sjá auglýsingu...

Meira ...

Fimleikastrákar í stuði

16.05.2011

FimleikastrákarNýstofnað drengjalið Fimleikadeildar Aftureldingar kom heim með brons frá Vormóti Fimleikasambands Íslands í 4. flokki. Strákarnir stóðu sig vel en einungis tveir þeirra hafa æft meira en hálft ár. Það var einstaklega skemmtilegt að horfa á leikgleðina sem ríkti í hópnum alla helgina. Ekki er langt síðan trompfimleikafélögum tókst að stofna drengjalið en þeim fer nú fjölgandi enda um frábæra íþrótt að ræða.

Meira ...

Menningarvor - Rómantísk tónlist í Bókasafninu í kvöld

13.05.2011

MenningarblómÞriðjudaginn 17. maí kl. 20.30 verður þriðja dagskrá Menningarvors. Verður hún í Bókasafninu en ekki í Lágafellskirkju eins og áður var auglýst.
Við heilsum vorinu, með rómantískri tónlist. Flytjendur eru Kirkjukór Lágafellssóknar, undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, ásamt Arnþrúði Ösp Karlsdóttur söngkonu,  Ágústu Dómhildi sem leikur á fiðlu og Tindatríóinu.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Meira ...

Leikskólabörn taka virkan þátt í heilsuviku

13.05.2011

Leikskólabörn á HlíðLeikskólarnir í Mosfellsbæ hafa tekinn virkan þátt í heilsuvikunni sem nú stendur yfir. Börnin á Hlaðhömrum tóku þátt í stöðvastuði og tveggja og þriggja ára börn á Hlíð gengu á Lágafellið.

Meira ...

Menningarvor - Rómantísk tónlist í Bókasafninu í kvöld

13.05.2011

MenningarblómÞriðjudaginn 17. maí kl. 20.30 verður þriðja dagskrá Menningarvors. Verður hún í Bókasafninu en ekki í Lágafellskirkju eins og áður var auglýst.
Við heilsum vorinu, með rómantískri tónlist. Flytjendur eru Kirkjukór Lágafellssóknar, undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, ásamt Arnþrúði Ösp Karlsdóttur söngkonu,  Ágústu Dómhildi sem leikur á fiðlu og Tindatríóinu.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Meira ...

Vegleg verðlaun í boði fyrir fellaþrennu

12.05.2011

Heilsuhátíð fjölskyldunnarNú stendur yfir heilsuvika í Mosfellsbæ sem lýkur með heilsuhátíð að Varmá á laugardaginn kl. 11-14. Meðal þess sem er í gangi í vikunni er svokölluð fellaþrenna, þar sem fólk er hvatt til að ganga á eitt til þrjú fell í nágrenni Mosfellsbæjar: Helgafell, Úlfarsfell og Reykjaborgina. Veglegir vinningar eru í boði fyrir þá sem skila inn miðum fyrir fellin sín en á hverju felli er hægt að ná í einn miða.

Meira ...

Rekstrarafgangur hjá Mosfellsbæ fyrir fjármagnsliði

11.05.2011

Merki MosfellsbæjarÁrsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2010 var kynntur á 558. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 11. maí 2011 og honum vísað til seinni umræðu sem er fyrirhuguð er 25. maí. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2010 er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Rekstrarafgangur af samstæðunni að undanskildum fjármagnsgjöldum var 206 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru um 415 milljónir og er því er rekstrarniðurstaða neikvæð sem nemur 205 milljónum á árinu 2010. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 182 milljónir króna. Framlegð er 453 milljónir sem nemur 13,2% af skatttekjum.

Meira ...

Kaldavatnslaust verður í dag í Arnartanga frá kl 10

11.05.2011

kraniKaldavatnslaust verður í dag í Arnartanga frá kl 10 vegna viðgerða á lögnum.

Meira ...

Draugasögur úr sveitinni á Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld kl.20.30

10.05.2011

draugasaga_jpg_550x400_q9510. maí flytur Leikfélag Mosfellssveitar ásamt Tindatríóinu og Sveini Arnari Sæmundssyni söngvara og píanóleikara draugasögur úr sveitinni. Dagskráin hefst klukkan 20.30 á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Meira ...

Vortónleikar Listaskóla

09.05.2011

VortónleikarListaskóli Mosfellsbæjar heldur 8 vortónleika í þessari viku, sjá dagskrá:
Mánudaginn 9. maí verða rytmískir tónleikar í Bæjarleikhúsinu kl. 17.00 og klassískir tónleikar í Lágafellskirkju kl. 18.00.
Þriðjudaginn 10. maí eru tónleikar í Lágafellskirkju kl. 18.00.
Miðvikudaginn 11. maí eru tóleikar lengra kominna nemenda í Guðríðarkirkju kl. 18.00.
Fimmtudaginn 12. maí eru tónleikar í Lágafellskirkju kl. 17.00 og 18.00.
Laugardaginn 14. maí eru tónleikar strengjadeildar í Lágafellskirkju kl. 12.30 og 13.30.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Meira ...

“Senor del amor” - Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar

06.05.2011

KammerkórVortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar verða haldnir í Guðríðarkirkju sunnudaginn 8. maí kl. 16:00.
Yfirskrift  tónleikanna eru “Senor del amor”, en það eru upphafsorðin í Flamenco messu sem kórinn frumflytur.
Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt efnisskrá og meðal þess sem kórinn flytur verður mjög athyglisverð Flamenco Messa eftir P. Peña, J. Torregrosa og J. F. de Latorre.

Meira ...

Heilsuvika í Mosfellsbæ 9. - 14. maí 2011

06.05.2011

HeilsuvikaMosfellsbær stendur í fjórða sinn fyrir heilsuviku í Mosfellsbæ að vori og verður heilsuvikan í ár haldin dagana 9.-14 maí. Markmiðið er að efla heilsu Mosfellinga og vekja athygli á heilbrigðu líferni. Fjölbreytt dagskrá verður í gangi alla vikuna. Meðal annars verður í gangi fellaþrennan svokallaða, þar sem fólk er hvatt til að fara á þrjú fell í umhverfi Mosfellsbæjar og taka þátt í keppni um skemmtilega vinninga. Yngstu börnunum (yngri en sex ára) gefst tækifæri til að taka þátt í fellakeppninni með því að klífa Lágafellið. Dagskrá heilsuvikunnar verður nánar auglýst á www.mos.is/heilsuvika.

Meira ...

Draugasögur úr sveitinni á Bókasafni Mosfellsbæjar 10.maí kl.20.30

06.05.2011

10. maí flytur Leikfélag Mosfellssveitar ásamt Tindatríóinu og Sveini Arnari Sæmundssyni söngvara og píanóleikara draugasögur úr sveitinni. Dagskráin hefst klukkan 20.30 á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar opnar fyrir umsóknir fyrir sýningarár 2011-2012

06.05.2011

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um sýningarhald
í Listasal Mosfellsbæjar á tímabilinu október 2011 - september 2012.
Óskað er eftir umsóknum um einka- og samsýningar.

Meira ...

Opnun í Listasal Mosfellsbæjar í dag - 2050

06.05.2011

boðskort_2050Föstudaginn 6. maí kl. 16 - 18 verður opnuð sýning nemenda í 9. og 10. bekk Varmár- og Lágafellsskóla í Listasal Mosfellsbæjar.

Meira ...

Karlakórinn Stefnir - Vortónleikar

05.05.2011

Þá er komið að vortónleikum Karlakórsins Stefnis vorið 2011. Verða þeir haldnir í Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20:00. Einsöngvarar verða Birgir Hólm Ólafsson og Karl Már Lárusson.

Aðgöngueyrir 2500 kr

Meira ...

Tangómatangó á Bókasafni Mosfellsbæjar 3.maí kl.20.30

03.05.2011

3. maí verður Tangómatangó á Bókasafni Mosfellsbæjar. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason flytja fjölbreyttta tónlistadagskrá. Dagskrá hefst klukkan 20.30.

Meira ...

Síða 0 af Infinity