Fréttir eftir mánuðum

Gæsluvöllur Mosfellsbæjar við Njarðarholt opnar 4. júlí

30.06.2011

leikskólahátíð 043Gæsluvöllur verður opinn í júlí eða frá 4. júlí til og með 29. júlí. Opnunartími vallarins er frá  kl. 9.00 - 12.00 og frá kl. 13.00 - 16.00.Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða - 6 ára aldurs.

Meira ...

Jazztónleikar fimmtudaginn 23. júní í Listasal Mosfellsbæjar - Sandström/Gunnarsson duo

20.06.2011

Picture 4
Hin sænsk-íslenska hljómsveit Sandström/Gunnarsson duo mun halda tónleika í Listasal Mosfellsbæjar þann 23. júní klukkan 20.00.Miðar seldir við innganginn, verð 1500 kr.

Meira ...

Hlaupurunum fagnað á Miðbæjartorgi

16.06.2011

Meðan fæturnir bera mig - áheitahlaupLeik- og grunnskólabörn í Mosfellsbæ tóku vel á móti hlaupurunum, sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum, þegar þeir komu inn í Mosfellsbæ. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri afhenti þeim áheitabréf upp á 100.000 krónur.

Meira ...

Dagmæður buðu í grill

16.06.2011

Pulsupartý 010Blásið var til grillveislu í gær í tilefni af góða veðrinu. Nokkrir dagforeldrar tóku sig saman og buðu börnunum í grill og fjör. Börnin nutu þess að borða úti og njóta félagsskapar hvert af öðru.

Meira ...

Opnun í Listasal Mosfellsbæjar í dag - Ó! Sjúka líf. Týnda líf

16.06.2011

stigiFimmtudaginn 16. júní kl. 16 - 18 verður opnuð sýning myndlistakonunnar Melkorku Huldudóttir „Ó! Sjúka líf. Týnda líf.“ í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin dregur upp myndir af ástandi milli svefns og vöku, martröðum og draumum.

Meira ...

Meðan fæturnir bera mig - móttaka á Miðbæjartorgi kl. 12.45

15.06.2011

mfbFjórmenningarnir sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum ljúka hringnum í dag. Þau munu hlaupa í gegnum Mosfellsbæ kl. 12.45 og eru Mosfellingar allir hvattir til að mæta og hvetja þau áfram síðasta spölinn. Þau munu stoppa í 15 mínútur á Miðbæjartorgi, kl. 12.45-13.00.

Meira ...

Hátíðarhöld 17. júní

15.06.2011

17. júníDagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda. Hún hefst með guðþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11 en hátíðardagskráin hefst kl. 13 á Miðbæjartorgi. Þaðan verður farið í skrúðgöngu að Hlégarði þar sem boðið er upp á fjölskyldudagskrá fram eftir degi. Um kvöldið verða útitónleikar við Hlégarð og fjölskyldudansleikur á Miðbæjartorgi.

Meira ...

Álafosshlaupið á Hvítasunnudag

09.06.2011

alafosshlaupid 2011Á Hvítasunnudag fer fram hið sögufræga víðavangshlaup frá Álafosskvos. Hlaupið er um austursvæði bæjarins, að Hafravatni þá vestur að Áslák og niður að Álafosskvos. Vegalengdin er um 9 km og vegleg útdráttarverðlaun verða veitt.

Allar upplýsingar eru inni á www.hlaup.is

Meira ...

Músmos útitónleikar á laugardaginn

09.06.2011

MUSMOS2011Útitónleikar á Álafossi laugardaginn 11.júní kl. 15.00 til 20.00. Fram koma: Legend, Vintage Caravan, Moy, Gummester, Elín Ey, Sleeps like an Angry Bear, Rökkurró, Murrk og Trust the lies.
Lex gaines verður á staðnum. Aðgangur er ókeypis.

Meira ...

Sumarhátíð

07.06.2011

2011-05-13 10-45-19 Á föstudaginn næsta þann 10. júní ætlum við að gera okkur glaðan dag og hafa sumarhátíð á leikskólanum í samvinnu við leikskólann Hlíð. Lagt verður á stað í skrúðgöngu kl 10:00 frá leikskólanum.

Meira ...

7 tinda hlaupið á laugardaginn

07.06.2011

bigstockphoto_running_5360616_s600x600

Erfiðasta utanvegahlaup landsins, 7 tinda hlaupið, verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 11. júní 2011. Hlaupið hefst kl 10:00 við Íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og komið aftur í mark við Íþróttamiðstöðina að Varmá.

Meira ...

Opið hús í dag um hættumat vegna ofanflóða

07.06.2011

úlfarsfellHættumatsnefnd Mosfellsbæjar boðar hér með til kynningar á tillögu að hættumati vegna ofanflóða fyrir Mosfellsbæ i dag kl. 16-19.

Tillaga að hættumati verður sýnd á veggspjöldum og drög að greinargerð með hættumatskorti munu liggja frammi á opnu húsi í bæjarstjórnarsalnum á 2. hæð Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 7. júní kl. 16-19.

Meira ...

Skóflustunga að hjúkrunarheimili tekin í dag

03.06.2011

Menningarvika leikskólabarnaFöstudaginn 3. júní, var tekin fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ. Alls verða 30 hjúkrunarrými í byggingunni sem verður 2250 fermetrar að stærð á tveimur hæðum.

Meira ...

Silfur Egils - sögusýning um Mosfellsdal á víkingaöld

01.06.2011

Sögusýning um silfur EgilsÍ Kjarnanum í Þverholti hefur verið sett upp sögusýningin Silfur Egils sem fjallar um Mosfellsdal á víkingaöld og dvöl Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal. Sýningin samanstendur af spjöldum með ljósmyndum af sviðsettum atriðum úr Egils sögu. Sýningin hefur þegar verið sett upp í Lágafellsskóla og Varmárskóla.

Meira ...

Síða 0 af Infinity