Fréttir eftir mánuðum

Uppskeruhátíð kl. 17 í Bókasafninu

30.08.2011

Í sumar hefur „Sumarlestur“  verið í gangi í Bókasafninu fyrir börn í 1.-4. bekk og  nú er komið að uppskeruhátíð. Öll börn sem skráðu sig í lesturinn eru boðin velkomin í safnið í dag 30. ágúst kl. 17. 

Meira ...

Umhverfisviðurkenningar veittar á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“

30.08.2011

Umhverfisvidurkenningar_2011_vinningshafarÁ bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ veitti umhverfisnefnd Mosfellsbæjar umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2011 fyrir fallegasta húsagarðinn, fyrir fyrirtæki sem skarar fram úr í umhverfismálum og fyrir fallegustu götuna. 

Meira ...

Nýtt tímabil Frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2011-2012

30.08.2011

tkd.sumarnámskeið 2011Frístundaávísanir fyrir veturinn 2011-2012 verða  virkar frá 1. september 2011. 
Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, árgangar 1994-2005,  með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000,- kr sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.

Meira ...

Íslandsmet í planki á Miðbæjartorgi

29.08.2011

Íslandsmet í planki á MiðbæjartorgiSett var Íslandsmet í planki á Miðbæjartorgi á föstudagskvöld þegar alls 441 tóku þátt í hópplanki. Viðburðurinn var hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem fór fram í sjöunda sinn um liðna helgi. 

Mynd: mbl.is/Eggert

Meira ...

Hvatning til dáða í hópplankinu frá Strandabyggð

26.08.2011

strandabyggðTómstundafulltrúi Strandabyggðar sendir Mosfellingum hlýjar kveðjur “í túninu heima” og hvetur Mosfellinga til dáða í hópplankinu í kvöld en Strandabyggð telur sig eiga Íslandsmetið eins og er: http://strandabyggd.is/frettir/Mosfellingar_reyna_vid_Islandsmetid_i_planki/

 Bestu kveðjur af Ströndum 

Meira ...

Stefnt að Íslandsmeti í planki á Miðbæjartorgi í kvöld

26.08.2011

Í túninu heimaVonast er til þess að Mosfellingar og aðrir gestir á bæjarhátíðinni Í túninu heima setji Íslandsmet í fjöldaplanki á setningarhátíð á Miðbæjartorgi í kvöld.

Meira ...

Leirvogstunguskóli opnaður

22.08.2011

LeirvogstunguskóliÍ síðastliðinni viku var Leirvogstunguskóli opnaður og hafa starfsmenn verið á fullu að taka á móti nýjum nemendum. Svæðið er allt að verða tilbúið og er aðstaðan orðin hin glæsilegasta.

Meira ...

Í túninu heima í sjöunda sinn

19.08.2011

forsidaÍ túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar, verður haldin í sjöunda sinn dagana 25.-28. ágúst næstkomandi. Meðal nýjunga á hátíðinni í ár eru litboltavöllur og lazer-tag auk þess sem stefnt er á að setja íslandsmet í planki á setningarhátíðinni á Miðbæjartorgi föstudagskvöld.

Meira ...

Sumarnámskeið barna og unglinga

19.08.2011

sumarfjör2011Í sumar verður mikið framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga. Íþrótta- og tómstundaskóli  Mosfellsbæjar (ÍTÓM) Sumarfjör 2011, verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir og tómstundir þar sem allir ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Meira ...

Verkfall leikskólakennara boðað á mánudag

19.08.2011

Pulsupartý 010Félag leikskólakennara (FL) hefur boðað til verkfalls sem hefjast mun mánudaginn 22. ágúst. Deiluaðila greinir á um framkvæmd verkfallsins en þar til það skýrist verður framkvæmdin í samræmi við leiðbeiningar FL.

Meira ...

TIL ÍBÚA Í ÁSA- OG HELGAFELLSHVERFI

16.08.2011

vesturlandsvegurFramkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Álafosstorgi að Þingvallatorgi er nú langt á veg komnar. Um leið og vegurinn verður orðinn tvöfaldur er aðkoma um Ásland í núverandi mynd ekki möguleg. Stefnt er að lokun Áslands eigi síðar en 15. ágúst 2011.

Meira ...

Opnun Hugsteypunnar í Listasal Mosfellsbæjar

11.08.2011

O´lo´gi´a II_smallFöstudaginn 12. ágúst kl. 16 - 18 verður opnuð sýning myndlistartvíeykisins Hugsteypunnar, Tengslun, kóðun og kerfismyndun í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni gefur að líta þrjár sjálfstæðar innsetningar sem Hugsteypan hefur unnið að undanfarin tvö ár. 

Meira ...

Hárspray í Bæjarleikhúsinu

10.08.2011

HársprayFöstudaginn 5. ágúst síðastliðinn var söngleikurinn Hársprey frumsýndur í Bæjarleikhúsinu hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Að söngleiknum koma 37 ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem öll sameina krafta sína í leik, söng, dansi og búningagerð. Söngleikurinn er afrakstur námskeiða..

Meira ...

Til hamingju með afmælið, Mosfellingar!

09.08.2011

mos2litÍ dag eru 24 ár liðin frá því að Mosfellsbær var stofnaður og fá Mosfellingar hér með hamingjuóskir í tilefni dagsins. Fjöldi íbúa í dag er rúmlega 8600 og hefur því tvöfaldast á þessum árum. Síðustu ár hefur bæjarhátíðin Í túninu heima m.a.verið haldin síðustu helgina í ágúst


 

Meira ...

Mosverjar á Alheimsmóti í Svíþjóð

03.08.2011

Alheimsmót skátaFimmtán  Mosverjar eru núna staddir á Alheimsmóti skáta í Svíþjóð ásamt tæplega 300 öðrum Íslendingum. Mótið var sett við hátiðlega athöfn þann 28. júlí  þar sem 39.000 skátar voru saman komnir til að fagna setningu mótsins

Meira ...

Síða 0 af Infinity