Fréttir eftir mánuðum

Göngubrú yfir Vesturlandsveg í smíðum

30.09.2011

Göngubrú_afstaðaVegfarendur um Vesturlandsveg hafa tekið eftir framkvæmdum, sem nýlega var byrjað á rétt sunnan vegarins gegnt Krónunni. Þarna er verið að reisa brú fyrir gangandi og hjólandi  ...  

Meira ...

Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ

23.09.2011

opid husTil foreldra/forráðamanna og annarra áhugasamra

Líkt og síðast liðin 8 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opið hús í vetur fyrir alla er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og verða spurningar og umræður að lokinni fræðslu.

Meira ...

Nýr hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi

23.09.2011

Samgongustigur_Vesturlandsvegur_2011Mosfellsbær og Vegagerðin hafa undirritað samning um gerð hjóla- og göngustígs meðfram Vesturlandsvegi.  Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við við sveitarfélagamörk við Reykjavík.  Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna verða því betri en verið hefur.

Meira ...

Í dag er bíllausi dagurinn í evrópskri samgönguviku.

22.09.2011

Bíllausi dagurinn í Evrópskri SamgönguvikuBíllausi dagurinn er haldinn ár hvert í tengslum við samgönguvikuna og taka yfir 2000 borgir í Evrópu í átakinu. Mosfellingar eru hvattir til þess að skilja bílinn eftir heima í tilefni dagsins, ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna bæði til heilsubótar og umhverfinu til hagsbóta.

Meira ...

Í tilefni af Evrópskri samgönguviku er nýleg hjóla- og göngustígakort aðgengileg á áberandi stöðum

20.09.2011

göngu og hjólreiðakortÍ tilefni af Evrópskri samgönguviku mun Mosfellsbær hafa nýleg hjóla- og göngustígakort Mosfellsbæjar aðgengileg á áberandi stöðum í bænum, s.s. á bókasafni Mosfellsbæjar, íþróttamiðstöðvum við Varmá og Lágafell, við verslunarmiðstöðvar og víðar.

Meira ...

Í tilefni af Evrópskri samgönguviku vekjum við athygli á korterskortinu

19.09.2011

Hjolakort_vegalengdir_Mos_uppfaertÍ tilefni af Evrópskri samgönguviku í Mosfellsbæ er vakin athygli á korterskortinu á forsíðu heimasíðu Mosfellsbæjar. 
Kortið sýnir 1,6 km radíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar, en það er sú vegalengd sem tekur meðal manninn einungis um 15 mínútur að ganga og 6 mínútur að hjóla.

Meira ...

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar haldinn í Hlégarði í dag kl. 15

19.09.2011

JafnréttisdagurJafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Hlégarði í dag, mánudaginn 19. september, klukkan 15:00. Yfirskrift dagsins er jafnrétti til þátttöku. Allir boðnir velkomnir. Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá.

Meira ...

Íbúafundur um drög að lýðræðisstefnu í kvöld, þriðjudag kl. 20

19.09.2011

LýðræðiÍbúafundur um drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld, þriðjudaginn 20. september kl. 20. Þar verða drög stefnunnar kynnt og fundargestum gefst tækifæri til að ræða þau og spyrja spurninga. Nálgast má drög stefnunnar á slóðinni www.mos.is/lydraedisnefnd/drog.

Meira ...

EVRÓPSK SAMGÖNGUVIKA Í MOSFELLSBÆ 16.-22. SEPTEMBER

15.09.2011

Samgonguvika_2009 092Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week.  Yfirskrift vikunnar að þessu sinni er „Samgöngur fyrir alla“. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér vistvænni samgöngumáta..

Meira ...

Opnun Rósu Sigrúnar Jónsdóttur í Listasal

09.09.2011

Dukamyndir 027Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur verið virk í íslensku myndlistarlífi frá námslokum. Auk sýningarhalds hefur hún kennt myndlist, verið sýningarstjóri og tekið að sér ýmis verkefni. Þar má nefna að hún var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík 2004-2007.

Meira ...

Vetraropnun sundlauga Mosfellsbæjar

09.09.2011

sund

Vakin er athygli á breyttum vetraropnunartíma sundlauga Mosfellsbæjar

Lágafellslaug og Varmárlaug

Meira ...

Bergsteinn valinn bæjarlistamaður

09.09.2011

baearlistamadurBergsteinn Björgúlfsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur verið valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011. Bergsteinn hefur komið að gerð fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, sem kvikmyndatökumaðu. Bergsteinn var sæmdur viðurkenningunni á bæjarhátíðinni Í túninu heima.

Með honum á myndinni er Bryndís Brynjarsdóttir formaður menningarmálanefndar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Meira ...

Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar innleiðir umhverfisstefnu

08.09.2011

Umhverfisstefna_Kjarna_mynd_01Ný umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var formlega tekin í gagnið á starfsmannafundi í gær.  Af því tilefni var bæjarstjóra afhent innrammað eintak af umhverfisstefnunni, sem hengd verður upp á völdum stöðum á vinnustaðnum.

Meira ...

Drög að lýðræðisstefnu kynnt íbúum

06.09.2011

LýðræðiVinna við drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar hefur staðið yfir í um ár og liggja þau nú fyrir. Verða þau kynnt fyrir íbúum jafnt rafrænt sem með íbúafundi. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum um drögin.

Meira ...

Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

05.09.2011

Merki MosfellsbæjarFjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar  Mosfellsbæjar árið 2011. Almenningur og fyrirtæki geta tilnefnt einstakling, stofnun, félagasamtök eða fyrirtæki í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best í að vinna að framgangi jafnréttisáætlunar Mosfellsbæjar.

Meira ...

Síða 0 af Infinity